Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 15
trúnaði Þorkell nokkur á Fljótsbakka á Fljóts- dalshéraði var eitt sinn bústjóri á Eiðum. Þá var bað, að hann sat að miðdegisverði með kennurum og námssveinum skólans, og var um það rætt, á hvern hátt bezt væri að komast áfram í heiminum. Hélt einn kenn- arinn því fram, að bezt mundi að berast mikið á, svo að eftir manni yrði tekið. Þá stóð Þorkell upp, gekk til kennarans og sagði grafalvarlegur, hvass á svip: — Viljir þú komast áfram í heiminum, þá skríddu! Presturinn sendi vinnumann sinn á laugar- dagskvöldi eftir hesti, sem hann ætlaði að kaupa af manni, er Davíð hét og bjó hinum megin við stóra á. Um nóttina óx áin svo, að vinnu- maðurinn komst ekki heim, fyrr en fólk var gengið í kirkju. Hann fór því beint í kirkjuna, en í því, að hann gekk inn gólfið, vildi svo til, að prestur sagði í stólnum: En hvað segir Davíð um þetta? Vinnumaðurinn hélt, að spurningunni væri beint til sín, og sagði stundarhátt: — Hann segist skulu senca hestinn, þegar þér sendið peningana. Daníel var nýkominn úr sumarleyfi, en hann hafði ferðazt víða um sveitir sér til andlegrar og líkam- legrar uppbyggingar. Hann var að segja fcunningja sínum ferðasöguna og dáðist mjög að framförum í sveitunum. Sérstaklega þótti honum gistihúsin hafa tekið miklum stakkaskiptum og allur aðbúnaður þar. — Ég gisti t. d. í nýreistu gistihúsi, sagði hann, og þar var allt eftir nýtízkusniði, svo sem rafmagns- bjalla við rúmin, og var Ietrað með gullnum stöfum við hana: „Þernan kemur, ef þrýst er á hnappinn.“ En á náttborðinu lá hin þjóðkunna bók Rekkjusiðir, bundin í skinnband. Þetta kalla ég vel séð fyrir and- legum og likamlegum þörfum gestanna! Sveinki gamli hafði þrælað og stritað nótt með degi mestan hluta ævinnar og aldrei tímt að láta neitt eftir sér. Það var líka öll- um kunnugt, að hann átti í bankabók mikla peninga, sem hann hafði nurlað saman, þótt hann segði engum frá því, enda fékkst varla út úr honum orð, og þeim, sem yrlu á hann, svaraði hann, þegar bezt lét, aðeins einsat- kvæðisorðum. Einu sinni var nágranni Sveinka að lýsa honum og komst þannig að orði: — Hann Svcinki gamli, — Já. sá cr nú sannkallaður nirfill. Hann er svo nízkur, að hann tímir ekki einu sinni að spandéra skömmum á mig, þegar ég er að hnjóða hann. Þiiggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Bogahiið Hér höfum við sýnishorn af fjölbýlishúsi með 12 íbúðum, sem Skúli H. Norðdahl arkítekt hefur teiknað. Húsið er byggt í vinkil, og í því eru íbúðir af þrenns konar stærðum. Eins og grunnteikn- ingarnar gefa hugmynd um, var húsið steypt upp án milliveggja, en sulur og bitar haft i staðinn. Við það skapast víðtækari mögu- leikar á breytingum eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Meðfylgjandi grunnteikningar og myndir eru af hinni minnstu gerð íbúðanna í húsinu, 3—i herbergja, eftir því, hvernig innréttað er. Eigandi íbúðarinnar, Jón Ingi Rósantsson klæðskeri, hefur vandað mjög allan frágang, og sérstaka athygli vekúr furuklæðningin á hluta stofunnar. Upphitun hússins er með þeim hætti, að spírall er lagð- ur í gólflista. Stofnkostnaður þessa kerfis er nokkuð hár, en kerfið er annars mjög sparneytið og hitinn þægilcgur. Eldhúsið er með ílöngu formi, skápar báðum megin og gengt út á svalir þaðan og einnig úr stofunni. Þannig rar fbúðin steypt upp. Aðeins ein súla er f henni miðri og sfðan bilar f loftinu út frá súl- unni. Þetta gefur frjálsar hendur f skipulagningu herbergjanna. «2 Arkitekt: Skúli H. Norðdahl Krókinn milli stofu og eldhúss er hægt að skilja af og hafa þar sér- herbergi. Jón Ingi hsfur hins vegar tekið þann kost að hafa hann opinn, en þiljar hann innan með sandblásinni furu. Lýsingu er komið fyrir bak við „kappa“ í kverkunum. Klæðningin er blæfalleg og hlýleg og kostaði að sögn eigandans ekki mikið. Séð úr stofunni og inn í borðkrókinn í eldhúsinu. Þar er renniho-ð n 1. stigagangur 2. forstofa 3. eldhús 4. borðkrókur 5. svalir 6. stofa 7. herbergi 8. bað 9. svefnherbergi Grunnteikningin til vinstri: Þannig hafa flestir hag- að herbergjaskipuninni, og svona er hún í ibúð- inni, sem mcðfylgjandi myndir eru úr. Þessi möguleiki var fyrir hendi: Lítil forstofa, geymsla, bardiskur milli stofu og eldhúss, stór stofa, 31 m2. Aðskilin svefndeild, svefnherbergi 10 m2 og 8 m2. Lengst til hægri: Þriðji möguleikinn: Fjögur herbergi, og þá er stofan 19,6 m2. Svefnherbergi 10 m2, 8 m3 og 7 m2. Eldhúsið er 12 m2.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.