Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA
Hann hafði ekki getað varizt því að hlusta með
allar taugar stríðþandar, en hann heyrði ekkert
grunsamlegt ofan af loftinu og var þó naumast
hægt að opna svo hurð þar, að marrhljóð bærist
ekki niður i hinni algeru næturkyrrð. Og slíkt
hljóð hlyti að magnast eins og bergmál fyrir
ofnæmum hlustum hans. Þegar hann löngu
seinna læddist inn í svefnherbergið var Áslaug
búin að slökkva á kertinu og bærði ekki á sér,
enda hafði hann ekki talað til hennar, þó að hann
teldi víst að hún vekti. Svona var þá komið á
miili þeirra á fyrsta hjúskaparárinu, svo skyndi-
Iega hafði ský dregið fyrir sólu í hjónabandi
þeirra, sem hann hafði talið svo óumræðilega far-
sælt og traust allt fram að þeirri stundu, er hann
hafði nefnt nafn þessa óhappamanns fyrir eyrum
konu sinnar og séð hversu mjög henni brá. Síðan
hafði hann fengið hverja sönnunina eftir aðra
fyrir ást hennar til Olfars, og ef til vill hafði
hún einmitt komið til hans i þeim tilgangi að
segja honum hug sinn, er hann fór að vandræð-
ast yfir ræðu sinni, alltaf sjálfum sér samkvæm-
ur, altlaf vesalmenni, sem fór undan i flæmingi,
hikaði og hopaði, þegar átti að bregðast við vel
og vasklega og verja það, sem var honum sjálfum
lífinu dýrmætara. — Olfar var þvílíkur maður,
sem konur allra alda hafa dregist að viðnáms-
laust, hann var þróttmikill bardagamaður og ó-
fyrirleitið glæsimenni, hann léti ekki viðkvæmni
né samvizkusemi vefjast fyrir sér, hann spyrði
að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum. Nei, Olfar
var áreiðanlega ekki vandur að vopnum og þvi
hafði það verið enn óafsakanlegri aumingjaskap-
ur að hafa ekki borið hönd fyrir höfuð sér og
hrundið ásökunum, sem á hann voru bornar og
vekja ef til vill meðaumkvunarblandna fyrirlitn-
ingu Áslaugar. Honum stóð það lifandi fyrir hug-
arsjónum, hvernig svipur hennar hafði skyndilega
harðnað, þegar hún staldraði við og hlustaði á
kappræðurnar, en þó hafði hún látið sem ekkert
væri, hagað sér eins og algerlega hlutlaus áheyr-
andi eða húsmóðir, sem engu öðru gefur gaum,
en að gleðja gesti sína og gera vel til þeirra og
brosti jafnvel við þeim, sem lengst gengu í árás-
um á hann Hafði hún fyrirorðið sig fyrir hanr
—? Hafði Olfari tekizt að sanna henni það, sem
hann ætlaði sér og leikurinn var til gerður, hvi-
líkur munur væri á gáfum þeirra og baráttuþreki,
hversu mjög hann væri manni hennar fremri? Nú
sat hann á eintali við Áslaugu og beitti öllum
hæfileikum sínum og glæsibrag til að vinna hana.
Þau tvö saman ... sú hugsun kom aftur og aftur,
og tók á sig mynd, sem var honum til óbærilegrar
kvalar. Þau tvö ...
. Ef Áslaug ynni Olfari meira, já annað var í
rauninni óhugsandi, ne vildi þó ekki yfirgefa
mann sinn vegna Þess að hún aumkvaði hann og
vissi að honum yrði ofraun að missa hana, ætti
hann þá að þiggja þá fórn?
' Nei, nei, Áslaug yrði að fá að lifa lífinu í sam-
ræmi við tilfinningar sinar hvernig sem um hann
4. HLUTI
færi Hann hvorki vildi né mátti skerða hamingju
hennar né skyggja á hana með þrekleysi sinu.
Og þó vissi hann, að missti hann Áslaugar, yrði
hann minna en hálfur maður eftir. Hann hafði
notið mikillar hamingju i hjónabandi sínu, það
hafði bæði veikt hann og styrkt, yrði hann sviftur
hamingjunni fylgdi styrkurinn með.
Minningar um óhöpp og ósigra komu fram í
huga hans, hörð og oft vonlítil barátta örsnauðs
skólapilts riíjaðist upp fyrir honum. Hann hafði
eftír Þórunni Elíu Magnúsdóttur
stundum eftir að hann fékk embætti sagt nánum
vinum frá fátækt sinni, jafnvel haft um hana
hreystiyrði og brosað dálítið laundrjúgur, því að
vissulega fann hann til metnaðar yfir þvi að hafa
sigrast á erfiðleikunum og náð því takmarki, sem
hann hafði sett sér. En þrátt fyrir það sat eftir
í honum gömul beiskja, það var sem umkomu-
leysi hans og auðmýkjandi fátækt, sem honum
hafði ekki tekizt að leyna fyrir skólabræðrum
sínum né öðrum, hversu mjög, sem hann reyndi
til þess, hefði sett fingraför á sálu hans. Á öllum
erfiðum stundum gerði þessi beiskja vart við sig,
og hann spurði þá sjálfan sig þeirrar spurningar,
hvort sigurinn væri baráttunnar verður? Nú þurftí
hann ekki að spyrja, og þó ætlaði hann ekki að
etja kappi við Olfar. Nei, Áslaug skyldi vera frjáls
að því að velja sér þann mann, sem hún helzt
kysi, sér til samfylgdar — og hann var ekki I
neinum vafa um, hver hæfði henni bezt og gerði
veg hennar mestan.
Hvað var nú þetta? Hann kippti þéttingsfast
becslistaumana. Fram undan honum byltist Laxá
uppbólgin og dimmleit milli hvítra skara. Gráni
hafði breytt stefnunni án þess að hann hefði veitt
því nokkra athygli og valið þá leiðina, sem
skemmri var og meira notuð að sumrinu, þegar
áin var minnst og auðveldust yfirferðar. Hann
sá traðk við ána, einhver hafði farið yfir hana
fyrir skemmstu, ef til vill maðurinn, sem sótti
hann til barnsnis.
Prestur hlustaði eins og i leiðslu á þungan ár-
niðinn og horfði út í dimman vatnsflauminn. Var
ekki eins og hönd örlaganna hefði leitt hann á
þennan stað? Ef hann legði í ána nokkru neðar
en vaðið var mundi hann lenda í straumkastinu,
sem áður hafði slitið mann af hesti og borið
hann ofan í Banahyl. Allri kvöl og baráttu væri
þar með lokið — og Ásalug yrði frjáls.
Nei, nei, þannig mátti hann ekki hugsa, það
var syndsamlegt og allri skynsemd fjarri. Eftir
dauðann kemur dómurinn. Og Áslaug mundi þjást
yfir þvi, ef til vill ævilangt, að hún bæri sök á
dauða hans
Prestur kippti í taumana og ætlaði að víkja
Grána frá ánni, en hann reisti makkann og frýs-
aði, það var engu líkara en hestinn fýsti að
leggja út í vatnsfallið, presti varð skyndilega
brugðið, það kom yfir hann ómótstæðileg löngun
eftir að þreyta fangbrögð vði Laxá, þennan sí-
kvika, undarlega óvætt, sem mörgum hafði I hel
komið frá því sögur hófust. Því var likast sem
glímuskjálfti færi um prest, með föstu taki, sem
knúði hestinn til skilyrðislausrar hlýðni, kippti
hann I taumana og sveigði skáhalt niður með
Laxá.
átti ekki margt vantalað við þennan mann, en þó
það væri ekki margt varð það að segjast, sjálf-
sagt mundi hann gera henni örðugt fyrir, en þá
var að taka því. Hún brá við hart og ætlaði rak-
leitt á fund hans, en þegar hún kom inn í stof-
urnar, sem stóðu opnar með dúkuðum langborð-
um, og sá hve stúlkurnar voru verkasmáar og.
vandræðalegar við að bera fram varð henni Ijóst
að ekkert mundi ganga undan nema með rögg-
samlegri samvinnu hennar og öruggri forustu.
Hún varð að leggja til útsjónina og skipuleggja
vinnuna fyrir þær, og áður en varði var hún
komin í óða kapp við að bera fram og ryðja
burtu borðum og stólum, sem höfðu verið settir
inn vegna gestkomunnar. Þegar allt var komið I
lag i stofunum lét hún bera tJlfari kvöldverð
einum saman, án þess að afsaka fjarvist sina á
nokkurn hátt, en hugsaði þó með sjálfri sér: for-
lögunum fresta má, en fyrir þau komast eigi.
Þannig var með hana og Úlfar, það var hægt
að fresta því frá einni stundu til annarrar að
þau gerðu upp sakir sínar, en hjá því varð ekki
komizt, og bezt yrði að ljúka því af áður en
Páll kæmi heim. Hún fór upp í svefnherbergið
sitt til Þess að snyrta sig ögn til og brosti þó
meinlega að sjálfri sér, því að hún fann, að hvort
heldur var fyrir fordildar sakir eða annað þá
mundi hún einna sízt vilja að Úlfar sæi misbrest
á útliti hennar eða snyrtingu.
Úlfar hagræddi sér makindalega í hægindastól
prestsins og gaf inniskónum hans hýrt auga, en
stóðst þó freistinguna að setja þá á sig, því að
frúnni mundi þá sennilega finnast hann gera sig
full heimakominn. Já, frúin á Hrauni sýndist vera
ráðin í að taka þessa nýju stöðu sína í fullri al-
vöru og ætla að verða honum þung i skauti. En
ef til vill átti það ekki hvað minnstan þáttinn
i því að honum hafði aldrei fundizt hún jafn
eftrisóknarverð og nú, aldrei fundizt jafn mikið
til vinnandi að fá hennar.
„Áslaug min, Áslaug Bergsson," hugsaði hann
upphátt. Slíkar konur sem hún voru sannarlega
fágætar, hún var gimsteinn, sem leiftrandi ljóma
lagði af og alltof mikil atgjörfis- og glæsikona til
þess að vera maddama pokaprests í miðlungs-
prestakalli. Hún var aðeins fullsæmd af hefðar-
kjörum og mundi skipa hvaða tignarstöðu, sem
væri með fullum heiðri. Það var mikill vegsauki
að hafa slíka konu sér við hlið Glópur var hann,
að hafa ekki skilið þetta fyrr til hlítar, þurfti
hann að sjá hana sem húsfreyju annars manns
til þess að vita, hvað hann vildi og hafði raunar
alltaf viljað? Voru það töfrarnir. spm henni hafðl
tekizt að varpa yfir þetta þægincfcasnauða sveita-
VII.
Þegar frú Áslaug kom ein heim frá þvi að fylgja
manni sínum úr hlaði var hið seinasta af kaup-
staðarfólkinu búið til heimferðar og beið þess
eins að geta kvatt hana. Úlfar var úti við, en á
honum var ekkert fararsnið.
„Ætlar þú að sleppa svo góðri samfylgd, Úlfar?"
spurði hún stundarhátt.
„Já, ég læt mig hafa Það. Hver yeit nema mér
takizt að fá betri samfylgd seinna,“ gegndi hann
að bragði og brosti við, og Áslaug sá að gest-
irnir, sem á heyrðu tóku vel eftir og lögðu áreið-
anlega alveg sérstaka merkingu í orð hans, enda
voru þau Þannig sögð að eftir þeim skyldi tekið.
Hvað er það eiginlega, sem hann er að koma
fólki til að halda? hugsaði hún, en gafst Þó ekki
tóm til að ihuga það nánar. Hún hafði ætlast
til þess að Úlf-ar færi, og vikið að því við hann
fyrr um daginn, að hann fengi skemmtilegt föru-
neyti í bakaleiðinni, fyrst kaupstaðarfólkið hefði
svo óvænt sótt kirkju að Hrauni. Úlfar hafði fáu
til svarað, en brosað í kampinn íbygginn á svip
og hlakkandi eins og hann byggi yfir skemmtilegu
ráðabruggi, sem ekki væri tímabært að gera upp-
skátt. Er síðbúnustu gestirnir héldu á brott sneri
Áslaug sér við til að yrða á Úlfar, en hann hafði
þá tekið þann kostinn að hverfa inn í ofnhitann.
Stundarkorn stóð hún tvíráð og beit á vör. Hún
20
VIK A N