Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 12
regnin af gjaldþrotl Martins Poulsens kom eins og reiðarslag. Daginn áður hafði fólkið í krambúðinni, starfsmennirnir í vörugeymslu- húsunum og fólkið á fiskþurrkunarreitunum verið önnum kafið við störf sín; daginn eftir stóðu öll húsin lokuð og læst, en alvarlegir menn og prúð- búnir gengu þar um, virtu og innsigluðu. Hann hefur reist sér hurðarás um öxl, sögðu þeir seínhvggnu, — það er svo sem ekki meira en ma.ður vissi. Satt var það að vísu. að hann hafðl reist sér iiurðarás um öxl, en sannleikurinn var sá, að engum lifandi manni hafði komið það til hugar. Enda þótt Martin væri enn ungur að árum, tæp- lega þrítugur, gegndi furðu, hve fljótur hann hafði \ erið að brjóta sér braut og komast jafnvel lengra en flestum tókst á langri ævi. Hann hafði keypt nokkur hrörleg vörugeymsluhús, lagfært þau og breytt þeim, reist nýjar byggingar og sett á stofn nýja verzlun á stað, þar sem þá var tiltölulega fá- býlt. En hann hafði reynzt framsýnn þar. Litla þornið við fjörðinn var í örum vexti, og ekki leið á löngu, áður en viðskiptin í krambúðinni voru orðin hin fjörugustu. Hrukkurnar undir augum hans hurfu, — hann hafði lagt mikið undir, en nú var lika spilið unnið. Martin var glæsilegur maður, ungur og spengi- legur, dökkur á brún og brá, vel gefinn, og sveitungar hans voru stoltir af honum. Það var ekki laust við, að þess væri beðið með eftir- væntingu, að hann staðfesti ráð sitt, og margs getið til um það, hver mundi verða fyrir valinu. Hann var tíður gestur í klúbbnum, og hann sveifl- aði stúlkunum fimlega í dansinum. Enginn hafði búizt við því, að Karín yrði fyrir valinu. Hún var ekki úr plássinu; hún var dóttir málfærslumanns í Þórshöfn, frið sýnum, en dálítið kuldaleg, að öllum þótti. Flestir voru sammála um, að ekki væri hlaupið að því að kynnast henni. Hún vann við bankaútibúið í plássinu, og svo gerðist það dag nokkurn, áður en það hafði svo mikið sem flogið fyrir, að hún kynni að verða hin út- valda, að þau opinberuðu trúlofun sína og héldu skömmu síðar brúðkaup sitt með veizlu, sem longi var í minnum höfð, svo rausnarlega var þar v.-:tt og mörgum boðið. En veggurinn á milli fólksins í plássinu og Karínar stóð eftir sem áður, hann var engum kleifur. Það var eins og hún gæti ekki tekið neinn þátt i áhugamálum þess, hún var ;i allt öðru sviði, álitin helzt til „fín,“ og henni tókst ekki að afla sér þeirrar þekkingar um menn og málefni í plássinu, að þetta misræmi lagaðist. En Martin var harðánægður með kvonfang sitt, það leyndi sér ekki Og þá sjaldan sem til átaka kom milli hennar og einhverra í plássinu, brást það ekki, að hann stóð með henni. Þrjú börn áttu þau. Marianne var sextán ára, þegar ógæfan dundi yfir, Ivar fjórtán og Sanna litla átta ára. Eflaust var það Karin, sem fyrst allra tók að gruna, að hverju stefndi. Martin var farinn að gerast eirðarlaus og annars hugar, eftir að hann lagði í þessa útgerð. Þegar hann tók það skref, hafði hann sagt við hana: — Okkur vegnar vel eins og er, Karín, en mér finnst það skylda mín að kaupa skip, fyrst við höfum ráð á því. Það er nú svo um okkur í þessum eyjum, við getum ekki lifað á því til lengdar, að hver selji öðrum grænsápu; við verð- um líka að afla gjaldeyris. - Ég skil það vel, svaraði Karín rólega og svipaðist um í stofunni. Þau höfðu ráð á að kaupa skip. Hús sitt höfðu þau reist uppi í brekkunni, og úr stofuglugganum var víð útsýn. Plássið lá fyrir neðan brekkuna, á ströndinni út að kletta- hofðanum, sem kallaður var Hnefinn, og inn ;icð firðinum. Já, við sunnanverðan fjörðinn, >■■■■: sem ströndin var enn sæbrattari, var meira :\ö segja komin byggð, hvar sem grænan blett var að sjá. Margir þeirra, sem þarna bjuggu, áttu ailt sitt. undir verzluninni, seldu henni bátafisk- inn eðu unnu fyrir lífsviðurværi sínu í kram- búðinni eða vörugeymsluhúsúnum. En þó var sem hún kenndi nokkurs ótta í þetta skipti, vissi ekki sjálf, hvers vegna, — ekki þá. Seinna, þegar þetta rifjaðist upp fyrir henni, varð henni ljóst, að sá ótti hafði stafað af því, hve náið hún þekkti eiginmann sinn. Það hafði alltaf verið örðugt að halda honum við meðal- hófið. — Það er sannkölluð heppni, að bú skulir ekki vera gefinn fyrir áfengi eða munað í mat, sagði hún á stundum. Húsið var stórt. en ef hún hefði ekki tekið í taumana, mundi hann hafa reist höll þarna í brekkunni. Þegar hann átti annrikt, varð hún hvað eftir annað að fara s.iálf niður í verzl- unina um miðja nótt og beita hann blátt áfram ofriki, til þess að hann tæki sér hvíld; annars mundi hann fyrir löngu hafa ofrevnt slg á vinn- unni. En ef hún ræddi um það við hann, að þau tækju sér sumarleyfi, urðu ráðagerðir hans svo öfgakenndar, að hún varð enn að taka i taum- ana. Var þá við því að búast, að hann mundi gæta hófs. þegar hann lagði út í annað eins æv- intýri og útgérðin var, — að hann sæi fyrir, hve miklu hann mætti voga, þegar eins gat brugðið til beggja vona? -— Éer er þér sammála, sagði hún og reyndi að kveða niður beyg sinn. Fvrst í stað fór Martin að öllu með gát og reyndist forsjáll vel, keypti litla skútu af nýj- ustu gerð, sem reyndist mjög vel og hafði hepnn- ina með sér bæði á miðum og markaði. Nokkru síðar keypti hann aðra, og enn hafði hann hepon- ina með sér. En nú gerðist hann st.órhuga. Tog- araútgerð, — það var eitthvað annað. Þá var ekki um að ræða aðeins sjötíu til áttatíu lestir í veiðiferð, heldur fimm til sex hundruð. DRÆTTIRNTR undir augunum dýpkuðu aftur. Sp'Jafýsnin hafði náð tökum á honum, og hann Iagði stöðugt meira undir. Þegar honum hafði loks tekizt að selja báðar skúturnar og festa kaup Smásaga frá Færeyjum á togara, kenndi hann nokkurs samvizkubits vegna þess, að hann hafði ekki ráðfært sig við Karín áður. eins og hann var vanur, þegar um eitthvað viðurhlutamikið var að tefla. Það fór meira að segia svo, að hún hevrði það eftir öðr- um, og spurði hann, hvort satt væri. — Já, svaraði hann og ýkti hrifninguna i rödd- inni. — Já. ég hef lagt undir allt. sem við eig- um, og ef við vinnum spilið — eða öllu heldur, þegar við höfum unnið spilið, get ég látið mér nægja útgerðina. Það verður mun frjálsara og ... — Margt segirðu, varð Karín að orði. — Mér finnst nú, að þú hefðir átt að trúa mér fyrir þessu. — Ég gleymdi því, svaraði hann. — Ég hef verið önnum kafinn við samningana að undan- förnu. Það var ekki hlaupið að þessu, eins og l>ú getur skilið ... — Þú varst ekki heldur viss um, að ég mundi reynast Þess fýsandi. Var það ekki það, sem gerði? Hann leit á hana, var að því kominn að reið- ast, en stillti sig. — Ef til vill hefurðu þar rétt fyrir þér, svar- aði hann, brosti við og kyssti hana á vangann. Togarinn var ekki af nýjustu gerð, þótt dýr væri. örðugleikarnir sögðu strax til sín. — rán- dýrar og langvarandi viðgerðir, sem ollu mikl- um töfum, — gallar, sem komu ekki í ljós fyrr en eftir á og urðu til þess, að Martin lagði út í málaferli, sem hann tapaði. Togarinn reyndist eldsneytisfrekur, og þar sem hann komst ekki á miðin, fyrr en vertíðin var liðin, lenti hann I slæmum veðrum og varð löngum að liggja I vari Loks var eins og heppnin mundi aftur brosa við. Togarinn fékk góðan afla norður í Barents- hafi og seldi hann við góðu verði. En þar með var þvi lika lokið. 1 næstu veiðiferð norður i höf iagðist svo þykk ísing á togarann, að minnstu munaði, að hann sykki, og þegar heim kom, varð ekki hiá því komizt að leegia honum í skipa- smíðastöð til gagngerrar viðgerðar. Svo mikhs trausts naut Martin. að enginn lét sér til hugar koma, að togarinn hefði þá glevpt allt, sem hann átti og vel það. Hið eina, sem gat biargað honum frá efnahagslegu hruní, var það að honum tækist að selja togarann tafarlaust og bjarga svo bví, sem bjargað yrði. — En þá kom reiðarslagið. Framkvæma varð skoðun á togaranum, og eftirlitsmennirnir dæmdu hann ós.iófæran! Þá hijóp skriðan. Strax daginn eftir tóku lán- ardrott.narnir allt bað í sínar hendur, sem talizt gat nokkurs virði. Togarinn var einskis virði nema sem brotajárn. Allt, verzlunarhúsinu, krambúð!n, vörueevmsluhúsin, íbúðarhúsið, meira að segia húsgögnin, var þar með orðið eign óviðkomandi manna. MARTIN hafði ekki verið auðveldur i sambúð þennan vetttr. Hann hafði megrazt, andlitsdrætt- ir allir orð'ð skarpari, og hann hafði enga eirð í sér v;ð neitt. Fyrstu örðugleikunum tók hann sem karlmenni, sem efldist til sóknar, þegar móti blæs. En svo fór, að hann kiknaði, varð bitur og önuglyndur, svo að ekki mátti orði halla. Nokkrum dögum fyrir lokaáfallið höfðu þau Karín setið inni í stofunni heima, og hún hafði reynt að halda uppi samræðum, en árangurs- laust. Og allt i einu þeytti hann blaðinu, sem hann hafði verið að lesa, frá sér í gólfið og hrópaði: — Nú er það komið á daginn. að þú hafðir rétt fyrir þér! Ertu Þá ekki ánægð? Ég hef ginið yfir meira en ég gat glevpt, og þú sást það fvrir. En þið eruð bara svo tillitssöm, hvert með öðru, enda þótt ég kysi margfalt heldur, að þið tækjuð af ykkur grímuna og kæmuð til dyra eins og þið eruð klædd! Að svo mæltu reis hann úr sæti sínu, snaraðist út og kom ekki heim aftur, fyrr en langt var lið'ð á kvöld. Karin var á fótum og beið hans, bar honum kaffi og reyndi að koma honum í skilning um, að hún fagnaði síður en svo óförum hans. En það var varla, að hann svaraði henni, — engu líkara en eitthvað hefði brostið hið innra með honum. Fólkið í plássinu hélt spurnum fyrir um það, hvernig frúin þarna uppi í brekkunni mundi bregðast við. Hún var orðin meðlætinu svo vön, sagði það. Hún hafði alltaf verið hátt yfir aðra hafin. Nú, þegar allt var^ hrunið í rúst, bar ekki á öðru en hún væri hnarreist sem fyrr, og það var skilið þannig, að hún vildi ekki viðurkenna, hvernig komið væri. Sér til mikillar undrunar komst Karín að raun um, að því fór fjarri, að hún væri tekin í sátt. Ef til vill hafði hún vonað það án þess að gera sér þó grein fyrir því, að það mundi bæta fyrir henni, að hún var nú sjálf orðin fátæk og varð að horfa í hvern eyri. Sambúð þeirra Karínar og Martins versnaði stöðugt. Loks sá hún ekki annað úrræði en senda börnin til Þórshafnar, og Martin hreytti því út úr sér, að það væri víst ekki talið sérlega hollt fyrri þau að umgangast hann, — spurði, hvort hún færi ekki bráðum líka. — Nei, svaraði hún, ég verð um kyrrt. Og ég vona, að þér skiljist það smám saman, að ég áfellist þig ekki. Hvað sem verður og gerist, þá stend ég við hlið þér. — Mas. ekkert nema mas, mælti Martin hörku- lega. — Ég hef orðið að hlusta á svo mikið mas að undanförnu. „Við viljum þér vel“ og „Við, sem erum gamlir kunningjar," og allt það. Þetta segja þeir allir, og svo taka þeir borðstofustól- ana með sér, drephræddir um, að annars selji ég þá og þeir missi af sínu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.