Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 4
Mannskaði á Kjalvegi v^tkki eru margar sögur af því, aÖ lik hafi veri'ð rænd hér á Sm landi, enda hefur almenningsálitið dæmt líkrán hinn v svívirðilegasta glæp. Það kom þó fyrir á söguöld, að rændir voru fallnir fjendur, og þó fremur þeir, sem féllu í fjölmennum bardaga en hólmgöngu. Eftir að kristni náði tökum á hug manna, óx likhelgi enn að mun, og þótti ekki aðeins glæpur, væri hún brotin, heldur og vis ógæfa og hefnd hverjum þeim, er til þess varð. Og það er einmitt fvrir þetta gamla viðhorf, að alþýðu manna hér á landi hefur orðið minn- isstæðast, hver urðu endalok Reynistaðarbræðra. Hefði ekki sá orðrómur komizt á kreik, að ekki aðeins hefðu lik lieirra verið rænd, heldur hefði og tveimur þeirra verið rænt. þá er ekki víst, að margir myndu för þeirra norður Kjöl nú að nærri tveimur öldum liðnum. Þessi kvittur hefur um leið orðið til þess, að fáir hafa reynt að gera sér ljóst, í hvilika mannraun þeir félagar hafa komizt inni á öræfunum, áður en þeir létust. Athvgli bæði samtiðar- manna og seinni tima hefur umfram allt heinzt að líkum jieirra. en ekki hinu, sem þeir urðu að þola. áður en þe<r urðu lík. Erindi þeirra suður á land mun og litt munað eða orsök þess nema af þeim, sem sérstakan áhuga hafa á þjóðleg- um fræðum, og hefur þó ýmistlegt það gerzt siðustu tvo áratugi, sem á hetta gæti minnt. Sauðfiársjúkdómar eru nefnilega ekki nein ný bóla hér á landi, ekki heldur nýtt, að fjárpestir hafi hingað borizt með erlendum hrútum. Á siðari helming átjándu aldar seisaði hér svo skæð sýki i sauðfé, að sagt er, að árið 17(ifi hafi hún eytt þvi að mestu leyti á svæðinu frá Sólheimasandi að Öxnadals- heiði, en þó að Vestfjörðum undanskildum. Þótti þá svo mikil vá fyrir dyrum af hennar völdum, að árið 1770 lét konungur það boð út ganga, að beðið skyídi á móti sýkinni í öllum kirkjum landsins á hverjum sunnudegi. En annaðhvort hafa klerkar ekki kunnað hinar réttu bænir eða bænirnar ekki verið hið rétta ráð við henni, að minnsta kosti er ekki að sjá, nð þær bæru neinn árangur. Er þó ekki neinum vafa bundiðj að vandað hafi prestar bæn sina og ekki leift af hitanum, þar sem mjög margir þeirra voru þá fjárrikastir bændur í sinni sveit. Hér mun fremur hafa verið um einhvern húðsjúkdóm i sauðfé að ræða en lungnasjúkdóm, og lýsti hann sér margvís- lega. Sumt fé varð viðþolslaust af þurrakláða, vorum og skurf- um, og varð að klippa af þvi ullina, en í öðru lýsti þetta sér þannig, að suddaði út um ullina á herðakambinum og siðan um allan skrokkinn, unz reyfið datt af, og var þá hörundið allt ein vessakvika. Þegar augljóst þótti, að ekki ynnu bænir á vágesti þessuin, var hafinn niðurskurður fjár á hinum sýktu svæðum. Mun hafa verið gripið til þeirra örþrifaráðstafana eftir tveggja ára gagnslausan bænalestur og féð skorið niður á árunum 1772— 1779. Eftir það fóru bændur á þeim svæðum að kaupa fé í skarðið, einkum af Norðausturlandi og Suðausturlandi, og var þetta þannig i stórum dráttum mjög svipað því, sem siðar hef- ur gerzt og allir muna. í þann tið bjuggu að Reynistað, liinu forna klaustursetri og höfuðbóli í Skagafirði, hjónin Halldór Bjarnason og Ragnheið- ur Einarsdóttir. Var Ragnheiður talin skörungur mikill og hafa yfirleitt ráð fyrir manni sínum, sem ekki þótti mikill fyrir sér. Jón nokkur Austmann var og eins konar ráðsmaður á staðnum, dugnaðarmaður mikill, en ekki beinlinis vel þokkaður af landsetum klaustursins, sem tödu hann harðdrægan og óvæg- inn við að fást. Að sjáfsögðu sýktist sauðfé á Reynistað og var skorið niður eins og annars staðar í sýslunni. Og árið 1780 senda þau hjónin þá Jón Austmann og son sinn, Bjarna, suður á land til að kaupa sauðfé i skarðið. Bjarni var þá við nám i Hólaskóla að vetrinum til, en mun ekki hafa fallið vistin jjar sem bezt, ellegar hann hefur lent l)ar í einhverju harki, því að sagt er, að hann hafi riðið i Skálholt, er suður kom, hitti Bjarna Jónsson, sem þar var þá skólameistari, og falað af honum skólavist næsta vetur, en svo hafi þeim orðið eitthvað sundurorða nöfnunum, og þar með hafi það verið búið. Bjarni var um tvítugt, er þeir lögðu upp i þessa för, Jón Austmann og hann. Sagt er, að þeir hefðu allmikið fé og fémæti meðferðis, peninga, kvensilfur og ýmsan varning, — 20 rd. í peningum og 196 rd. virði af varningi, að því er upplýst varð siðar af framburði vitna. agt er um Bjarna þennan, son þeirra Reynistaðarhjóna, að .. þ.a.nn væri ódæll og sæist lítt fyrir í orði. Varlega skyldi þó leggja trúnað á þær munnmælasögur, sem Skagfirðirigar h’afa' kunnað þvi til.sönnunar seinna og skráðar liafa svo verið enii seinna. Þær eru öllu fremur sönnun þess, hve aljiýðu manna var jafnan umhugað, að ekkert færi milli mála um réttlæti máttarvaldanna i mannsins garð; farnaðist einhverjum illa, Iilaut hann að hafa til þess unnið, og ef honum farnaðist sérlega illa, fór vart lijá þvi að um álög væri að ræða, helzt að hann hefði kallað þau yfir sig með einhverju ótuktarathæfi í bernsku, því að þau urðu ekki að áhrínsorðum, nema til væri unnið. Sem dæmi um þetta má benda á þjóðsöguna um það, að Eyvindur, sem síðar var nefndur Fjalla-Eyvindur, hafi í æsku stolið osthleif úr betlimal förukerlingar, er liann var gestkomandi að Oddgeirshólum ásamt móður sinni, og kerling lagt það á hann i reiði, að hann skyldi vera sistelandi frá þvi, — og var þar fengin skýring á þeirri hvinnsku, sem þótti brátt einkenna Eyvind, en mun annars hafa verið óþekkt i fjölskyldu hans. Svipuð er sú saga, sem sögð er um Bjarna á Reynistað, — að hann hafi ungur gert gömlum og bækluðum presti, sem söng tiðir á staðnum sér til matar og var vist ekki ofhaldinn af, þann ótuktargrikk að skvetta grautnum úr spæni prests, er hann bar hann að munni sér. Hafi presti þá runnið í skap og látið svo um mælt: ,Þú skalt ekki fá graut, Bjarni; þú skalt deyja úr hungri, Bjarni.“ Muni það og hafa orðið að áhrínsorðum. Enn er sögð saga af Bjarna, svipaða eðlis. Þar er einnig um glettur við prest að ræða, og á hún að hafa gerzt i suðurförinni. Átti Bjarni að hafa komið á prestssetur nokkurt sunnan lands. Hittist svo á, segir sagan, að prestur stóð þá i smiðju og lúði járn. Á Bjarni þá að hafa ort á prest: Tvillaust þetta tel ég stál. Tólin prests eru komin á ról. En prestur, sem lagði einhverja annarlega merkingu i þessa stökubýrjun, á að hafa svarað Bjarna i reiði: Ýli þín af sulti sál sólarlaus fyrir nœstu jól. Það er athyglisvert við sögu þessa, að þar sem tilefni bölmæla klerks var harla ómerkilegt, þurfti að finna þvi nokkur rök, að þau skyldu samt verða að áhrinsorðum. Samkvæmt þjóðtrúnni fylgdi meiri áhrifamáttur rimuðum orðum en órimuðum .— og þvi meiri sem dýrara var kveðið. Sé betur að gætt, hlýtur maður að sannfærast um, að seinni hluti stökunnar sé-kveðinn á undan hinum fyrri, en fyrri hlutinn siðan kaldhamraður framan við, og að rimorðanna vegna hefur ekki tekizt að koma þar fyrir ______ þrátt fyrir vafalausa viðleitni — svo ótuktarlegri kerskni, að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.