Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 10
Ameríska stúlkan er mjög sjálfstæð og vill gift- ast sem fyrst. Hún hefur yndi af öllu, sem er í tízku, en er oft ákaflega fákunnandi, þeg- ar hún gengur í hjónaband. Hún les Kinsley og aðrar bæk- ur um kynferðisvandamál, en er ókunnug raunveruleikanum. Hún er 1.60 m á hæð, trú- hneygð og athafnir hennar byggjast á „heilögum lögmál- um Guðs. föðurlandsins og fjölskyldunnar. Bandarískar stúlkur hafa að ýmsu leyti aðrar skoðanir á lífinu og siðgæðinu en þær evrópsku. Við skulum kynnast einni ögn nánar og kalla hana Ann Morris, sem •Ahh ffform imir a er næstum því eins þjóðlegt og Guðrún Jónsdóttir hér. Ann Morris er trúlofuð Sam. Þau kyssast oft, en þangað og ekki lcngra segir Ann, vegna þess að Biblían leyfir ekki meira. Ann Morris er hér um bil einn metri og sjö- tiu á hæð og grannvaxin. Hún er tuttugu ára og reykir ekki. Hún hefur ekki bílpróf og enga ánægju af sjónvarpi. Kvikmyndir eru uppáhald hennar og sér í lagi franskar. Ballett finnst henni einnig mjög skemmtilegur. Afi hennar, sem er tóbaksframleiðandi, býr í Norður-Iíarólínu-fylki, og þar fæddist Ann. í stríðinu fluttust foreldrar hennar til Pennsyl- vaníu. Faðir hennar er dáinn, en móðir hennar hefur vinnu sem einkaritari við háskóla þar. Þegar Ann hafði lokið venjulegri skólagöngu, innritaðist hún 1 Barnard College. Hún hefði sjálf ekki getað kostað það nám, en var svo heppin að fá styrk. Þar lærði hún ensku og píanóleik. Nú býr hún ein í lítilli íbúð við Riverside. Auðvitað hefur það ekki alltaf gengið þannig. Hún átti í erfiðleikum með að fá vinnu og varð að búa um stundarsakir með öðrum stúlkum. En það líkaði henni ekki, og svo fór hún að kenna við einkaskóla. Dag nokkurn kom ljósmyndari auga á hana og vildi fá að taka mynd af henni fyrir eitt vikublað- anna. Og nú er hún „módel“ við stórt tízkuliús í New York. Viku- blöðin borga miklu minna, aðcdns 12 dollara á tímann, en tízkuhúsin. borga hins vegar allt að 40 dollurum á tím- ann. Hún fer á fætur kl. hálfsjö á morgnana, borð- ar morgunverð og fer svo með strætisvagninum í vinnuna. Hún vinnur fimm daga í viku og kem- ur þá heim um fimmleytið á daginn. Venjulega háttar hún snemma þá daga, sem hún vinnur. Ef hún fer elcki út úr bænuin um helgar, fer hún annaðhvort i leikhús eða bíó. Stundum að sumrinu til fer liún að heimsækja afa sinn i Norður-Karólínu, en hann kallar hana „litlu kanínuna“, jafnvel þótt hún sé nú fullvaxin og hreint ekkert lítil. En hún kann alls ekki að meta það lengur. Hún hefur mikið yndi af skáld- um átjándu aldar. Á morgnana lærir hún tón* listina, og milli 7,30 og 8 æfir hún sig á verkum Scarlattis við pianóið, en á honum hefur hún mikið dálæti. Þetta kann að þykja undarlegt, en sannleikurinn er sá, að átjándu aldar skáldin og Scarlatti er nú mjög í tízku meðal unga fólks- ins í New York. Hitt er bó enn undarlegra, að Ann skuli ekki nema gítarleik, sem er ekki síð- ur í tízku nú. í New York eru margir piltar og stúlkur, sem vildu verða doktorar í gítarleik. Ann hefur ekki enn snúið sér að Búddismanum, cn hann er einnig mjög í tízku, sérstaklega eftir að Dalai Lama varð að yfirgefa höll sína í Tíbet. Ann er trúlofuð Sam, og þegar hún giftist honum, vill hún eignast stórt hús og a. m. k. fimm börn. „Auðvitað þykir mér gaman að dansa, en að- eins við Sam,“ segir hún og hlær. Sam er frá Alabama og er tuttugu og eins árs. Hann nam við Princeton, en er nú við nám i Oxford, þar sem hann fékk styrk til þess. Þau hafa verið saman i þrjú ár og ætla að gifta sig, þegar Sam er orðinn læknir eftir tvö ár. „Auðvitað kyssi ég Sam alltaf. Mér finnst gott að finna, hvað hann er miklu stærri og sterkari en ég. Þegar liann er i Oxford, skrifa ég honum þrisvar í viku. En við höf- um aldrei gengið lengra en að kyss- ast, því að biblían vill það ekki.“ Ann segist vera svartsýn, en Sam er þó enn svartsýnni. Hún er tvítug, en í sannleika sagt veit hún ekki, hvað hún vill eða hvað hún verður. Auðvitað hefur lnin kynnzt hinum „praktísku“ hliðum Ilfsins og vinnunni, en samt er hún alls ekki fullþroska. Hún liefur fengið allt og ekkert. Hún trúir á lífið, en er samt haldin einhverj- um leiða. „Trúið mér, a. m. k. hér i New York þekki ég nú ekki eina einustu stelpu, sem ekki er svartsýn. Já, trúna þarf, og hana höfum við. Allir segja okkur, að við verðum að hafa hana. En að halda trúnni á þelta allt saman er erfið- ast af því öllu!“ Framhald á bls. 31. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.