Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 7
Þessi mynd af Onassis og konu hans, Tínu, er tekin í garðinum ;ringum höll skipakóngsins í \ntibes. Þarna bjó hertoginn af .Vindsor með hertogaynjunni. Þarna átti líka Leópold Belgíukonungur heima, þegar hann var í útlegðinni. Onassis er bæði rikari og vold- ugri en hinir báðir. on gamia Churchill, hinni heims- frægu Leitis-Gróu bandariskra hlaða, Elsu Maxwell, og öðru stórmenni, Grélu Garbo, sem einn- ig var og að vanda boðið í siglinguna, en hún afþakkaði boð- ið, þegar hún heyrði, að María yrði lika urn borð. Gréta, sem er hlé- dræg og feimin, eins og allir vita, Miðjarðarhaf, en Tína sat eftir með sárt ennið í Paris. Þegar lagt var aftur að landi, neitaði Maria Callas þvi eindregið, að nokkuð væri á milli sin og Onassis. En hann steinþagði hins vegar. Onassis hefur nú ákveðið að standa allan straum af kostnaði við kvikmynd, þar sem María mynd. Ekki er það neinum vafa bundið, að Maria Callas er nú umræddasta kona í heimi. Og giftist hún „Onassis, konungi af Monaco,“ verður hún valdameiri en sjálf furstainnan, Grace. Þau Maria og Onassis eru bæði af grísku almúgafólki komin, og Maria var náin vinstúlka systra hans í æsku. Þá hafði áreiðanlega enginn hugboð um, hverju örlögin lumuðu á þeim Mariu og Onassis til handa i framtíðinni. vin og ýmislegt annað. Onassis yngri gekk þar i barnaskóla og þótti litt bera með rentu nafn þeirra spekinga, sem hann var heitinn eftir. Það var ekki fyrr en fjölskyldan rataði i raunir og erfiðleika, að drengur sýndi, hvað i honum bjó. Það var árið 1922, að Kemal Atatiirk, foringi hinna lyrknesku þjóðernissinna, hóf árás á Grikki í Anatólíu, drap þá þúsundum saman og rak aðra úr landi. For- eldrum Aristótelesar tókst að kom- ast undan með hann og þrjár dætur kornungar, er þau áttu. Slypp og snauð komu þau til Grikklands, — og ekki nóg með það, heldur urðu þeir Arstóteles og faðir hans einnig að sjá far- borða sextán konum, sem voru i náinni frændsemi við fjölskylduna og höfðu lika komizt undan á flótta, slyppar og snauðar. Það er spurning dagsins, hvort þau Onassis og Maria Callas ganga í heilagt hjónaband. En skipakóngurinn fcrosir, þegar hann er spurður um þetta, og gefur ekkert upp. Fyrir sex árum var hann óþekktur að kalla. Sextán ára gamall átti hann ekki túskilding. En hann átti 30 milljónir áður en hann náði 25 ára aldri. Síðan hefir sú upphæð orðið að mörgum tugum milljarða. Hann á glæsi- hús í New York, París, Uruguay, einkaibúðir víða og lúxussnekkjur. Og fína fólkið flykkist allt um j hann. getur nefnilega ekki með neinu móti þolað Maríu sökum frekju hennar og uppivöðslusemi. Og það var ýmislegt, sem blöðin urðu smám saman áskynja. María Meneghini Callns, sem nú er sötfð hálffertug, var sögð hafa i hyggju að skilja við núverandi eig- inmann sinn til þess að geta gifzt gríska skinaeigandanum Aristóteles Sókrates Onassis. Sagt var og, að e'ginmaður hennar liefði þegar far- ið fram á skilnað. Eiginmaðurinn, italski marg- milliónarinn Batista Meneghini, viðurkenndi að visu, að hann hefði farið fram á slulnað, — hins veg- ar harðneitaði Onassis þvi, að hann hefcSi i liyggju að skilia við sina konu. Bandariska Leitis-Gró- an Elsa Maxwell, sem er gnðkunn- inei þeirra allra, er við þetta mál eru riðnir, var einnig um borð, þe.gar unpnámið var sem mesl, en aldrei þessu vant harðneitaði hún að láta nokkuð hafa eftir sér. _ Fg læt aldrei bera mig fyrir neinu, sem varðnr einkalif manna, fullyrti hún við blaðamenn, — en það má mikið vera, ef þarna er ekki eitt- bvað alvarlegt á seyði . . . Svo efndi Elsa til dvrlegrar veizlu fyrir vini sina. Þangað kom Tína Onassis og dansaði alla nótt- ina. En þau Maria Callas og Onassis létu ekki sjá sig i þeirri gleði; þau liöfðu tekið sér ferð á hendur til Milanó og skemmtu sér þar í næturklúbb. Sið- an héldu þaú, rétt eins og ástfangn- ir unglingar, af stað í siglingu um KVAHIST HAHH MARIU (ALLAS! Skeinmtisnekkjan Christina var áður kanadískur fallbyssubátur. Hún er 1880 tonn, og Onassis mun hafa kostað sem svarar 100 milljónum króna í að endursmíða hana eftir sínu höfði. Callas á að hafa með höndum að- alhlutverkið. Hún á að leika kven- hetju i grísku andspyrnuhreyfing- unni, og Gregory Peck verður mót- leikari hennar. Þess má geta, að þýzkt kvikmyndafélag hefur boðið Mariu fimmtán milljónir króna fyr- ir að leika aðalblutverk í kvik- VIK A N ARISTÓTELES ÞÓTTI TREGGÁFAÐUR í SKÓLANUM. Hálf fjórða milljón Grikkja bjó þá í Anatóliu, sem raunar laut stjórn Tyrkja. Onassis eldri rak þar blómlega útflutningsverzlun með Makedóniu-tóbak, tyrknesk Þannig er um- horfs í einu bað- herbergjanna um borð í skemmti- snekkjunni Christinu. Það er engu líkara en við skyggnumst hér inn í Þúsund og eina nótt, — marmari í hólf og gólf. Baðkerið er skreytt með bláu mósaík, og vatnshanarnir eru líkön af höfrung- um, gullhúðaðir í þokkabóL Onassis segist sjálfum svo frá, að þetta hafi orðið upphafið að auðlegð sinni. Einhvern veginn tókst fjölskyldunni að nurla sam- an sjö hundruð krónum, og með þær að farareyri var Onassis ungi sendur úr landi til Argentinu og skyldi freista þar gæfunnar. Var skipið, sem hann tók sér far með, fullt af griskum útflytjendum á leið til Argentinu sömu erinda. Onassis var þá aðeins sextán ára að aldri. Þegar hann steig á land i Argentinu, vegalaus og mállaus, átti hann 450 krónur eftir af far- areyri sinum. Og þótt útlitið væri ekki sem glæsilegast, heppnaðist honum samt að komast yfir hálfa þriðju milljón króna á næstu tveim- ur árum. — Ég tók hverja þá vinnu, sem mér bauðst, segir hann. — Ég vanii Framhald i næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.