Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 12
# w T '<a, & ■>& Fiskamerkið (20. feb.—20 marz): Mik- il hf'iðríkja yfir vikunni, og yfirleitt lofa stjörnurnar ánœgjuríkri viku, þótt öllu sé samt stillt í hóf. Amor verður talsvert á ferðinni, en ekki munu örvar hans samt risia djúpt. Opinber starfsmaður mun heimsækja þig og leita hjá þér ráða. Heillatala 7. IIrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Vik- an verður þér dálítið erfið, þótt allt bendi til þess að þér verði mikið úr verki. Þú munt ræða við einhvern í fjölskyidunni um alvarlegt mál, og úr því verður einnig skorið í vikunni. Föstudagur og laugardagur verða konum til heilla. Nauts nerkiÖ (21. apr.— 21. maí): Mik- ið gengur nú á. Kunningi þinn vill fús- lega hjálpa þér að vinna að hugðar- efni þínu, en samt bend’r allt til þess að að þessu e’gir bú einmitt að vinna í einrúmi. Þú skah forðast allt óhóf í vikunni, e'nkum eftir helgina. Tvíbu. a nerlciö (22. maí--21. júni>: Þessi vika verður trúlofuðum og ný- giftum t l mikilla heilla. Vegna i>rá- ______kelkni náungans kemst Þú í mestu vandræði, sem eign ef tii vill eftir að draga nokkurn dllk á eft'r sér. Kómantíkin siciptir annars mestu í vikunni KrabbanierkiO (22. júni—23. júli): Þú mætir talsverðri andspyrnu í vikunni, en með þolinmæði og háttvisi munt þú fyrr en varir geta hrósað sigri i þess- ariviðureign. Þú skalt sinna heimili þinu mest í vikunni, því að nú er talsverð breyt- ing að verða á heimilisástæðum. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Þú verður að skipuleggja vel allt sem þú gerir í vikunni, því að örlítill misbrest- ur getur orðið til þess að kollvarpa öll- um áætlunum þínum. Einhvern daginn mun koma til þín harla óvenjulegur gestur. Þú ert dálítið uppstökkur og getur hæglega bætt úr því. Heillatala 4. Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Gamall kunningi þinn verður ef til vill til þess að hjálpa þér í sambandi við vinnu, eða eitthvert föndur, sem mun gefa af sér góðan arð. Peningalega verður vikan þér ákaflega heilladrjúg. Um helg- ina gerist dálítið, sem mun koma þér í gott skap, það sem eftir er vikunnar. Vogarmerkiö (24. sept—23. okt.): Þú lendir i einhverju smáklandri á vinnu- stað, og hætt er við að einn vinnu- félagi þinn geri meira veður út af þessu en ástæða er til. Á heimilinji rík- ir mikil gleði vegna stórviðburðar í fjölskyldunni. Vertu sem mest heima við í vikunni. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika er mjög hentug til þess að taka mikilvægar ákvarðanir, og litlar líkur eru til þess að sú ákvörðun, sem tekin verður í vikunni, fari út um þúfur ef þú þaulhugsar fyrst málið. I sambandi við bréf eða skeyti kemst þú í klandur. Bog.naðurinn (23. nóv.—21. des.): Vik- WSjM an verður fremur tilbreytingalaus, en PjjBB þó verður föstudagurinn dagur mikilla CLuHÍ anna og ef til vill mjög ánægjulegur. Hins vegar verður helgin fremur öm- urleg, nema þú gerir gagngerar ráðstafanir á föstudag. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þér mun bæði mæta mikið andstreymi og á hinn bóginn mun lánið leika við þig í vikunni — sem sagt vika mikilla öfga. Láttu bara ekki andstreymið verða til þess að kasta skugga á gleði þína, því að að viku liðinni verður það allt gleymt. Heillalitur blátt. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú munt sinna mikið öllum félagssförf- um i vikunni, og ef þú heldur vel á spöðunum, munu vinsæidir þínar auk- ast til muna. Laugardagurinn verður bæði viðburðarríkur og skemmtiiegur. Á mánu- daginn mun mikið ganga á. Þvílíkur maður, hann Jón Gunnlaugsson! Hann er svo óhugnanlega skemmtilegur, að menn gleyma auðveldlega tíma og rúmi í návist hans. Jón er góðvinur Vikunnar, það megið þið vita. Hann bregður sér ekki í allra kvikinda líki fyrir hvern, sem er. En að hugsa sér, að slíkir hæfileikar skuli láinir svo til ónotaðir. Auðvitað eru Samvinnu- tryggingar alls góðs mak- legar og vel þess verðug- ar að njóta frábærra starfskrafta Jóns. Engu að síöur er grátlegt til þess að vita, að maðurinn skuli ekki frekar standa á leik- sviði Þjóðleikhússins og skemmta þjóðinni. Já, þjóðin á beinlínis heimt- ingu á því, að Jón standi þar og ekki annars stað- ar. En nóg um það. Nú gefum við Jóni orðið: Ónotaðir hæfileikar — Hver segir, að maðurinn sé ekki kominn af öpum? Við I)ar- win höfum alltaf verið sammála um þetta atriði, en mér hefur gengið miklu betur að sanna það. Sjáið þið bara, — þess- ir bræður okkar í frumskógum Af- ríku eru sannar- lega ekki neinir fjarskyldir ætt ingjar. — Því miður, herra banka- stjóri Mér er algerlega ókleift að borga þennan víxil upp í dag. Jú, jú, ég veit það, ég var búinn að lofa að greiða hann upp fyrir áramót, — en, en jólin voru, — ja, sjáið þér til, — ákaflega dýr, og áramótin, — það kostaði nú bara tvö þúsund krónur miðinn í Lidó á nýársskemmtunina hjá Ljónaklúbbnum. Nei, nei, auð- vitað kemur yður það ekki við, afsakið, — ééé-g er alveg viss um, að ég greiði víxilinn upp um mánaðamótin, ef-------

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.