Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 35
sc'ð svip Jóns Austmanns. Var landseti þessi, Jón nokkur á Hryggjum, að reyna að reka fé sitt heim i hríðarveðri, en svipur nafna lians, Austmanns, flæktist fyrir honum næturlangt, svo að ekki kom hann fénu í hús fyrr en und- ir morgun. Eitthvað mun Ragn- heiður á Reynistað hafa um þetta heyrt, því að hún vék sér að Jóni á Hryggjum, er liann kom til kirkju, og spurði hann, hvað hann héldi um för manna hennar. Ber svar lians því vitni, að ekki muni lionum hafa verið sérlega hlýtt til nafna síns fremur en öðrum land- setum klaustursins: „Eigi veit ég það fyrir víst, en það liygg ég, að Jón Austmann sé kominn til and- skotans." Þá átti Björgu, systur Bjarna, að liafa dreymt, að hann kæmi til sín og kvæði sér vísu þessa: Enginn finna okkur má undir fammhjarni. Dagana þrjá ijfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni. Hafi Björgu dreymt fyrri hluta vísunnar, ber seinni hlutinn þó ineð sér, að hann hefur verið prjón- aður aftan við af öðrum seinna, samanber orðalagið „hann Bjarni“. Og þótt önnur draumvísa: / klettaskorn krepptir erum báðir, en í tjaldi áður þar allir vorum félagar — virðist fljótt á litið sennilegri, bendir hún til atburða, er gerðust talsvert seinna, eins og síðar verð- ur frá greint. Allt varð þetta til þess, að Reynistaðarhjón réðu tvo menn til farar suður, að þeir spyrðust fyrir um ferðalag þeirra Staðarmanna. Voru það þeir Jón Bjarnason í Stórugröf, kominn um sjötugt, en harðfengur ferðamaður, og Björn Illugason, tæidcga tvítugur vinnu- maður á Reynistað Fóru jieir suð- ur Kjöl, jiótt um vetur væri, höfðu tvo til reiðar hvor og hey á þeim fimmta. Sóttist ferðin greiðlega suður í Itreppa, og þótti öllum þar augljóst, að þeir Staðarmenn hefðu orðið úti á Kili, fyrst þeirra hafði ekki enn orðið vart nyrðra. Ekki gaf þeim Jóni og .Birni ferðaveður norður aftur fyrr en í fyrstu viku þorra, en þá riðu þeir á fjórum dægrum á milli hyggða, og þótti l>að vel af sér vikið. Tafði það þó reið þeirra nokkuð, að þeir fundu á Hveravöllum tuttugu kindur úr rekstri Staðarmanna og komu þeim norður í Svartárhuga, en þangað voru þær svo sóttar scinna. kki varð neitt frekar aðhafzt það, sem eftir var vetrar. Þegar rakað var af hrossum um vorið i Staðarrétt, kom graðhestur grár úr för Staðarmanna hneggj- andi heim að réttinni. Brá Hall- dóri svo við, er hann bar kennsl á hestinn, að hann lagðist rúm- fastur i viku, en Ragnheiður lét ekki á sig fá. Það var Tómas bóndi að Flugu- mýri, sem fann tjaldhrauk Staðar- manna i Kjalhrauni, er liann var þar á ferð um vorið. Reið Iiann þá á undan lest sinni norður og sagði tíðindin. Voru þrír samferða- menn hans með honuin við tjaldið. Stóð af þvi nálykt mikil, og kváð- ust þeir hafa séð þrjú lik þar inni, hvað þeir staðfestu með eiði seinna Tómas lét þess og getið, að hann liefði séð hönd koma upp með líki Bjarna og ætlað það hönd Einars litla. Var nú brugðið við skjótt nyrðra og menn sendir með fjórar líkkistur suður á Kjöl eftir líkunum. En þegar kom á tjaldstaðinn, fundust ekki nema tvö lik i tjald- inu, annað af Sigurði á Daufá, hitt af Guðmundi Daðasyni. Lik bræðranna beggja voru horf- in. Við nánari eftirgrennslan kom i ljós, að Eyfirðingar nokkrir komu á tjaldstaðinn, er þeir fóru suður Kjöl skömmu á eftir þeim Tómasi, og sáu þar þá aðeins tvö lik. En í millitíðinni höfðu þeir Jón Egils- son á Reykjum á Reykjaströnd, Sigurður, sonur hans, og Björn Illugason, — sá, er var í för með Grafar-Jóni um veturinn, — riðið þar um á leið suður á land til fjár- kaupa. Lagðist sá grunur á þá, að þeir hefðu rænt lik Bjarna, þar eð talið var, að hann hefði borið á sér noklcra peninga og annað fémæti, og falið síðan bæði lík hans og Einars litla til þess að dylja þjófn- aðinn. Þess var og getið til, að líkum hræðranna hefði verið rænt, svo að þau fengju ekki kirkjuleg, og liafi það þá verið gert til að skaprauna þeim Reynistaðarhjón- um. Svo sterkur varð grunur þessi, er frá leið, að Halldór ‘Bjarnason stefndi Jóni Egilssyni og förunaut- um Iians til að svara til saka, og fór fyrsta réttarhaldið yfir þeim fram um haustið 1781. Neituðu þeir öllum sakargiftum, og þar sem eng- in lögmæt sönnun var talin koma fram, dæmdi Vigfús Scheving þeim synjunareið, — sem þeir þó aldrei unnu. Við frásögn af réttar- höldum þessum kemur í ljós, að leit muni hafa verið gerð um vor- ið að Hkunum horfnu; hafi leitin staðið í tvo daga og Jón Egilsson þá jafnan gætt þess, að hann leit- aði sjálfur í grennd við tjaldstað- inn og ekkert þótzt finna. Um það hil sextíu árum siðar fundust bein þeirra bræðra á grjótmel einum talsverðan spöl frá tjaldstaðnum. Hafði grjót og hellur verið lagt ofan á þau, svo að ekki var neinum vafa bundið, að þar höfðu menn að unnið Skoðaði Jósep Skaftason, læknir á Hnaus- um, beinin og kvað þau vera af manni um tvitugt og unglingi, og þótti þá sannað, að þau væru af þeim Reynistaðarbræðrum. Voru þau greftruð að Reynistað 11. nóvember 184G. Cvo mikhim óhug sló á alþýðu manna vegna þessara atburða, að ferðir um Kjalveg, sem verið hafði alfaraleið milli sveita á Suður- og Norðurlandi frá ómuna- tið, lögðust niður í meir en heila öld, en vegurinn týndist. Það var ekki fyrr en um siðustu aldamót, að hann fannst aftur og var varð- aður, mest fyrir atbeina Daniels Bruuns. Og nú hruna bilar suður og norð- ur Kjöl, fram hjá tjaldstæðinu, þar sem þeir Staðarmenn báru beinin í hriðarveðri i októherbyrjun 1780. ★ RÆSTIO MEÐ AFHA RAFHA ryksugan er smíðuð með vinnusparnað fyrir yður í huga. Hún hefur fótstýrðan rofa, svo þér þurfið ekki að beygja yður við að setja hana af stað eða stöðva huna. Slangan er fest og losuð með einu handtaki. Sérstaklega smíðuð áhöld fyrir allar hugsanlegar aðstæður fylgja henni. veró kr. 2,520.00 H.Í. Raftækjaverksmi5jan I-IAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023 V I K A N 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.