Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 14
SMÁSAGA frá FÆREYJUM eftir HARDI og HENNING NOLS0E PÓRDÍS aö NorÖurá var fallegasta stúlk- an í þorpinu, um það voru flestir sammála. Hún átti heima í grænmál- uðu lnisi á bakka árinnar, sem fjöl- skylda liennar tók nafn af. Þaö var nyrzt húsa í þorpinu og stóð hæst, — naut ekki skjóls eins og þorpiS, því að vindurinn þaut meS- fram árbökkunum og næddi um liúsiö. Manni varð Þórdís minnistæSust eins og á mynd: Hún kom út úr húsinu, vindurinn þeytti til síSum, ijósum lokkunum, svo aS þeir mynduSu blaktandi krans. Hún reyndi aS hemja bæði háriS og kjólinn, gröm af þvi, iivernig vindurinn lék sér aS lokkunum, sem hún var aS ljúka viS aS greiSa, en gat þó ekki aS 'sér gert aS hlæja. Þeir voru margir ungu sjómennirnir, sem Jágu andvaka á klefabálki sínum um borð í skútunum einhvers staðar á fiskimiSunum milli Noregs og Nýfundnalands og sáu þessa sýn fyrir liugskotssjónum sínum, sveifluSu lienni i valsi um gólf samkomuhússins heima, fjörugum, norskum sjómannavalsi. Já, Jiana Þórdísi skorti ekki aSdáendur. Ilún var ung, ljós yfirlitum og létt í lund, ■— og liún naut þess aS vita sig dáSa, þótt ekki væri þaS í orSi, j)ví að þessum ungu sjómönnum var ekki sérlega liSugt um málbeiniS. En Jiún Jas aSdáunina i augnaráSi þeirra, fann Jiana, er jjeir þrýstu Jienni að sér í dansinum og roðn- uSu út aS eyrum. SumariS, árstið eftirvæntingarinnar, var senn á enda. Þeir fáu karlmenu, sem heima voru, brýndu ljáina og athuguSu sprettuna í brekkunum fyrir ofan þorpiS. Það reið á aS nota sér þurrkinn og sumarblíSuna, meSan hélzt, •— en ekki tjóaði samt að byrja slátt- inn, áSur en grasiS var fullsprottiS. En þeir fáu karlmenn, sem lieima voru, þaS voru yfir- Jeitt öldungarnir og ungl- ingsdrengirnir. Allir hinir voru á sjónum, því aS nú var sumarvertíS viS landsstrendur og Grænland. ÞaS var því heldur dauft yfir þorpinu. En nú leiS að því, að skúturnar héldu heim, hver af annarri, og lágu í höfn, en þó ekki nema stuttan tima, því að svo hófst síld- veíSin. Það gafst því ekki löng stund til gleSi, og svo mundi allt verða hljótt og kyrrt aftur. Það var ekki fyrr en leiS á veturinn, aS þeir komu heim aftur. SumariS var vitanlega skemmtilegur timi, þegar dagarnir voru langir og bjartir og hlýtt í veSri. En Þórdís undi vetrinum engu síSur, þegar JjorpiS glumdi af glaumi og hlátrum og dansinn stóS fram í dögun. JhcEYGÐI skútan, sem kom fyrir Kirkjutang- ann, ekki inn á voginn? Þórdís skyggði hönd fyrir augu, því aS sólin gægSist fram milli skýjabólstranna rétt í þessu. Þórdís var í gamla kjólnum, Jiví að hún var á leiSinni niSur aS liænsnakofanum. Hún skellti hurS að stöfum og hélt fyrir húshorniS. Vindurinn stóS i fang henni og lék sér aS lokkum hennar. Jú, skútan sigldi inn á voginn. Það var sú fyrsta, sem sneri heim af miSunum, en )iún var enn of fjarri til Jiess, að Þórdís þekkti hana. Þórdís hélt niður brekkuna aS hænsnahús- inu. Ekki mátti hún gleyma hænunum. Þær voru um hundrað talsins, úrvals-varpliænur, og sjálf hafði hún byggt kofann og komið unp girðingunni, og hún sá sjálf um Jietta bú sitt að öllu leyti. Það gat komiS sér vel að hafa ráS á nokkru skotsilfri, sem maður vann sér sjálfur inn. Skútan livita tók slag inn á vikina. Hana bar í húsin niðri í þorpinu, og nú þekkti Þórdís, aS þetta var Brimi. Hann hafði verið á ís- landsmiðuin. Nokkrir piltar úr þorpinu voru með i þeirri veiðiför, og það var Jiess vegna, aS skútan kom þar við. ÞaS var ekki laust við, að Þórdís fengi hjartslátt. Brimi. Þá mundu Jieir Sörin og Kristján verða heima i nokkra daga, á meðan verið var að búa skútuna á síldveiðar. Jæja, — henni stóð svo sem á sama. Hún rétti úr sér og reyndi að beina liuganum að öðru. , Það fór ekki dult i þorpinu, að þeim Sörin * og Kristjáni litist vel á Þórdísi. En þeir voru ekki einir um það. Hins vegar var það á allra vitorði, að þeir höfðu slegizt um hana livað eftir annað. Og hvernig sem hún reyndi, gat liún ekki annað en hugsað um þetta, á meðan hún fyllti kornrennurnar í hænsnakofanum. ÞaS var i vetur leið, að þeir flugust á, svo að frægt varð i nágrenninu. í rauninni lá alls ekki það orð á Jieim, að þeir væru neinir áflogafantar. En JiaS var á dansleik eitt laug- ardagskvöld, að hún liafði dansað meira við Kristján en Sörin, eða svo taldist Sörin til að minnsta kosti. Sjálf var hún því ekki vön að halda tölu á slíku. Hún dansaði yfirleitt við livern þann, sem bauð lienni í dans. En svo gerðist það, að þeir hurfu báðir brott úr danssalnum, og andartaki síðar bárust þær fréttir, að þeir væru komnir i hörkuáflog niðri í fjörunni. Og Jiað var sízt orðum aukið. Þeir byltust í fangbrögðum um brimsorfnar klappirnar sem óðir væru. Ekki gerðist neinn til að reyna að skilja Jiá, — hins vegar urðu æ trylltari. Er ógerlegt að segja, hvernig farið hefði, ef ekki hefði viljað svo til, að losnaði um stóran stein, og mátti engu muna, að þeim lækist að forða sér. Slepptu Jieir þá tökunum. Þórdís varð að þola mörg svigurmæli vegna liessa atburðar. AS vísu Jirættu báðir fyrir, að lieir hefðu verið að slást um hana. Sörin lét í veðri vaka, að hann hefði sagt Kristjáni sannleikann umsvifalaust; hefði Jiá orðið nokk- urt orðakast Jieirra í milli og loks handalögmál. Allir Jióttust þó vita, hvað það var, sem þeim hafði borið á milli. Flestum hafði Jiví orðið Jiað nokkurt undr- unarefni, að Jieir skyldu enn ráða sig í sama skiprúm eftir þetta, þegar Brimi hélt á mið- in í febrúarbyrjun. AS vísu höfðu þeir verið saman á því skipi þrjú undanfarin ár, en nú höfðu menn talið líklegra, að leiðir skildu. ÞaS mun þó sannast, að hvorugur hafi viljað ger- ast til að víkja fyrir liiuum. Þá hefði mátt taka Jiað þannig, að sá þeirra, sem réði sig í annað skiprúm, óttaðist hinn. — Nú koma Jieir lieim, slagsmálahundarnir, heyrði hún sagl rélt fyrir aftan sig. Hún leit um öxl og hvessti augun á þann, sem mælti. ÞaS var Samúel gamli. Hann naut þess að koma fram illkvittni sinni, karlinn. — Hvað kemur mér það við? svaraði Þórdís stutt i spuna. — Nú, jæja, ekki það? Hver veit líka nema þeim liafi tekizt að kála hvor öðrum þarna undan íslandsströndum. Og Samúel gamli skríkti og lialtraði leiðar sinnar. — Á sama stendur mér, þó að þeir hafi svo bitiS hvor annan á barkann, mælti Þórdís svo hátt, að hún þóttist viss um, að karlinn heyrði. En hún liafði roðnað upp i hársrætur, og þegar liún hafði lokið erimli sínu lijá hænsn- unum, hraðaði liún sér heim. Ef fólkið í þorp- inu hélt, að hún mundi láta leggja nafn sitt við deilur þeirra drengja frekar en orðið var, þá skyldi það brátt komast á aðra skoðun. Brimi varpaði akkerum i víkinni, og lítill vélbátur lagði af stað til að sækja þá, sem ætluðu í land. Þórdís smeygði sér fyrir hús- hornið. Þegar inn koin, varð henni gengið út að glugganum. — Er það ekki Brimi, sem liggur þarna á víkinni? spurði móðir hennar gætilega. — Jú, og hann má liggja þar min vegna, svaraði Þórdis og hélt inn i herbergi sitt. AÐ leit ekki úr fyrir, að Samúel gamli reyndist sannspár í þetta skipti. Þeir Sörin og Kristján voru hinir hraustuslu cftir margra mánaða dvöl á sjónum, og þeir stóðu hlið við hlið frammi í stafni vélbátsins, sem flutti þá í land. ÞaS var Samúel gamli, sem varð fyrstur til að vekja athygli á því meðal fólksins, sem safnazt hafði saman á bryggj- unni. Þegar vélbáturinn lagði að, lijálpuSust þeir að við að koma pjönkum sínum upp á bryggj- una, en svo gekk hvor um sig í Íióp sinnar fjölskyldu, og nú rigndi yfir þá spurningunum um, hvernig gengið hefði á miðunum. — ÞaS er nú eklci af mikhi að státa í þetta skiptið, sagði Sörin. — Veðrið hefur raunar verið eins og bezt var á kosið, en vita-fiski- laust. Og svona er Jiað á öllum skútunum. Þorskurinn sveik okkur algerlega að þessu sinni. Seinna, þegar hann var kominn heim til sín og setztur á eldhússbekkinn, spurði faðir hans ertnislega: •— Jæja, livernig kom ykkur svo saman, ykk- ur Kristjáni? — Jú, það hefur ekki komið til neins sund- urþykkis með okkur, svaraði Sörin. — Jæja. Ég hélt, að ])ið munduð verða ó- vinir alla ævi. •— Nei, þetta var ekkert annað en heimska okkar. Hvorugur okkar hefur erft það. En þeir komust hrátt að raun um liaS, margir til að eggja Jiá fast, og átökin urðu Það íór ekki dult í þorpinu, að þeim Sören og Kristjáni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.