Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 18
m f Ck wdtn \ REKUR TÍZKUIltlS í NEW YORK — TEIKNAR FÖTIN NORÐUR Á SKÁNI. 'úr skór eyðiteýdija. ýönQutedý? <> <> <> Þaö er ósjaldan, aö sagt er viö ungu stúlkurnar: Aö sjá þennan Umaburö! — eöa: Geturöu ekki gengiö eins og manneskja? Nú skulum viö athuga, hvaö sérfrœöingar segja um göngúlag og limaburö kvenna. Dönsk leikfimikennslu- kona, Helle Gotved aö nafni, segir: Göngulagiö er umfram allt háö skófatnaöinum. Sam- kvœmt því er þá fyrsta boöoröiö aö vera á hentugum skóm. Ef þér œtliö út gangandi, þá getiö þér alls ekki fariö á hælaháum skóm, því aö þaö er ekki hægt aö ganga á þeim, aöeins trítla. Þýöir þaö, aö ekki sé hægt aö ganga eölilega á háum hælum? — Já, svarar Helle, því að þá hvílir allt erfiöiö viö hreyfinguna á vöövunum framan á fótunum og tærnar koma fyrst niöur. Aftur á móti — viö eölilegt göngulag á flatbotna skóm — veröur aöalsveiflan í mjaömaliönum, hællinn kemur fyrst niöur, fóturinn kemur beint fram, og þunginn hvílir á allri ilinni, og þegar lyfzt er upp á tœrnar, fæst þessi spyrna, sem ýtir manni áfram. Hversu oft má fara í hælaháa skó án þess aö eyöi- leggja göngúlag sitt? Annaö slagiö er óhætt aö fara í hælaháa, flegna skó, en ekki aö vera í þeim lengi i senn og helzt aö hreyfa sig sem minnst. Hvaö um gönglag stúlknanna nú á dögum? — Margar ungar stúlkur standa eöa hanga í stellingum, sem þær greinilega apa eftir sýningarstúlkunum, — bogin hné Framhald á bls. 34. JrumUgir púðar Þegar ungu stúlkurnar nú á dögum útbúa sér púða, dettur fæstum Þeirra í hug að sauma út í Þá. Þær fara aðrar leiðir, fljótlegri og frumlegri, til þess að eignast skemmtilega púða, —- enda er bættur skaðinn, ef það er satt, að ungu stúlkurnar hér áður hafi gert sig hálf-sjónlausar á því að telja út þessi klassísku rósa- mynztur með milljón fíngerðum sporum og mörgum litum. Það eru breyttir tímar frá þvi, er var, þegar bróderílistin taldist til kvenlegrar dyggða og meyjar sátu í festum heilu árin og saumuðu út fullar kistur af alls kyns dóti, sem þær færðu með sér í búið. En nú- tímabiðillinn lætur það lönd og leið, hvort konuefnið kann að sauma út, það væri miklu frekar, að hann hefði áhyggjur af því, að hún kynni ekki á saumavél. Eitt aðalatriðið I þessu máli er það, að útsaumur er ekki lengur í tízku, — hann passar ekki við nýtizku- húsgögn og innréttingar. Púðarnir þrír hérna á myndinni eru mjög skemmti- legri og auðvelt að búa þá til. Myndirnar eru klipptar út óg saumaðar á. Einn púðinn er kompás, annar klukka, og þriðji er nokkurs konar „ástarjátning", því að stúlk- an, sem situr þarna og er auðvitað eigandi púðanna, hefur saumað upphafsstafina „hans“ yfir litla hjartað, sem er efst í horninu til vinstrj. ^ Ljóshærða konan við hlóðirnar, á myndinni til vinstri, er Katja of Sweden, — því nafni merkir hún öll sin sköpunarverk, sem nú eru orðin heimsfræg. Mest af fötunum selur hún í New York, því að þar er aðal- fyrirtæki hennar. En hún býr ekki þar, heldur hefur hún teiknistofurnar á heimili sínu á Skáni, í mjög afskekktu héraði, — Huaröd sogn. Katja er fædd og upp alin í þessu héraði, og þar bjó faðir hennar, Anders Hall- berg, sem var myndhöggvari. Sennilega hefur hún erft teiknitalentuna frá honum. Nú er hún flutt heim á æskustöðvarnar eftir ævintýralegan frama úti í heimi ásamt manni sínum, Rod Geiger kvikmyndaframleið- anda, og þremur sonum. Nú gefum við Kötju orðið, þar sem hún situr með teikniblokkina, og á vinnuborðinu liggja alls konar auglýsingar og pant- anir frá ýmsum tízkuhúsum úti um allan heim. —• Ég byrjaði, segir Katja Geiger, að teikna ,,módel“ á stríðsárunum hér heima í Sviþjóð, gekk á listaskólann í Stokkhólmi, lauk þaðan prófi um sama leyti og stríðið hæ.tti. Að náminu loknu fékk ég styrk til að fara á tízkunámskeið í París. E'n franski tízkuiðnaðurinn hafði þá ekki enn náð sér á strik eftir þá truflun, sem stríðið hafði valdið. Þess vegna ákvað ég að fara heldur til New York, því að þar taldi ég, að væru fremur möguleikar á að komast áfram. Ég, sem var eins og hver annar græn- jaxl, mannaði mig upp og bað um viðtal við forstjór- ann hjá Lord & Taylor — og fékk áheyrn. En Það var einungis vegna þess, að hann hafði einhvern tíma ver- ið í Svíþjóð og langaði til að hitta Svía. Eftir að hann hafði skoðað nokkrar teikning- ar, sem ég hafði meðferðis, réð hann mig. Þarna vann ég nokkur ár, en stofnaði síð- an eigið fyrirtæki. I þá daga gengu bandarískar stúlk- ur ekki i pilsum og blússum, það þótti ekki fínt, en þá tízku innleiddi ég, og hefur sá kiæðanur verið mjög vinsæll þar síðan. Með aðstoð manns- ins míns hef ég komizt í samband við kvikmyndastjörnur og heldra fólk, t. d. teikna ég öll föt fyrir Ingrid Berg- man. En fyrir þessa tegund kvenna langar mig ekki til þess að skapa föt, þótt ég hafi þurft að gera það af praktískum ástæðum. Mitt svið er hin venjulega, vinnandi kona, sem vill vera smekklega klædd, án þess að það kosti of mikla peninga. Hér fer á eftir umsögn um Kötju- tízkuna í haust ásamt myndunum hægra megin. Þar segir m. a.: Fötin eru kvenleg, einföld og hentug. Katja-línan stendur af sér allar fá- ránlegar tízkubyltingar, en býður upp á skyrtukjóla í öllum hugsan- legum útgáfum, hentugar dragtir og þægilegan sportfatnað, allt í jersey. Það, sem mesta athygli vekur við hverja Kötju-sýningu, eru litir og litasamsetningar. Hún veit nákvæm- lega, hvað þessar varfærnu konur vilja, þær sem ekki klæða sig í áber- andi liti. 1 vetur er það brúnt, blátt og grátt. En fyrir hinar, sem vilja eitthvað nýtt og djarft, er hún með samsetningar eins og bláberjablátt og grænt, milliblátt og marínblátt, skóg- grænt og*marínblátt. Þessar litasam- setningar eru mjög vinsælar í vetur. Svo er hún með röndótt, rúðótt og bekkjótt mynztur í alls konar litum. Ein af meginreglunum hjá Kötju er sú að finna út óskyld föt og láta þau passa saman á víxl, — þannig Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.