Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 23
Hjákona lögmannsins Framhald af bls. 21. hitinn mikill, en þó öllu meiri klukkan sjö um morguninn. Ég hringdi á Pémal lækni, sem flýtti sér yfir. — Á Orléans bryggjunni, segir þú? spurði hann hissa. Ég skýrði það ekki út fyrir honum. Hann þurfti heldur enga útskýringu, þegar hann kom að mér inni i svefnherberginu hjá Yvette, sem var nakin í rúminu. Það er ekkert alvariegt. Aðeins bólgnir háls- kirtlar, og hún var ekki lasin nema eina viku. Ég skundaði milli húsanna tveggja og Réttarhaliar- innar, fram og aftur, meðan á þessu stóð. Veikindin gáfu mér til kynna hinn mikla ótta, sem Yvette hefur af dauðanum. Sérhvert sinn sem hitinn hækkaði, þrýsti hún sér að mér eins og hrætt dýr, þrábað mig um að kalla á lækninn, og stundum neyddist ég til að ónáða hann þrisvar á dag. -— Láttu mig ekki deyja, Lucien. Hún bað mig oft að hjálpa sér á þennan hátt, og þá sá ég hræðsluglampa í augum hennar, eins og hún hefði getað skyggnzt inn i eilífðina, og séð eitthvað skelfilegt þar. — Ég vil ekki deyja. Aldrei. Vertu hjá mér. Ég hélt í hönd hennar meðan ég hringdi til að afturkalla stefnumót og biðjast afsökunar fyrir að hafa ekki mætt á öðrum, og til að tala við Bordenave, og lesa henni fyrir bréf i símanum. Samt sem áður mætti ég kjólklæddur í opinberu hófi með Viviane, og hún hafði auga með mér allt kvöldið, til að sjá hvort ég myndi halda út, eða hvort endirinn yrði sá, að ég flýtti mér frá öllu saman til Yvette. Framhald i næsta blaði. Ljúffengur eftirmatur J^aídit búdhuj at M\*' ivO' ° 5^'' TRAUST MERKI Heildsölubirgðir Eggert Kristjánsson & Co h.f. Simi 1 14 00 HOLLAND V IK A N 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.