Vikan


Vikan - 14.01.1960, Side 11

Vikan - 14.01.1960, Side 11
ÉtF« Hf Hér birtíit cmi ein grem dr. Hatíhíasar tfonasisonar I flokknnm VANDRÆÐABORN BÖRN fVANDA ogr ncfnir liöfundnr þc§§a grrcin mmm Þú og barnið þitt Það er engin ástæða til að ætla, að drengurinn sé efni í afbrotamann, þótt hann nappi sér epli hjá kaupmanninum, þegar hann er ellefu ára. spilaði hann sig upp fyrir þeim og var móður sinni sér- staklega erfiður. Þegar Gústi var 9 ára, kom reiðarslagið yfir móður hans: Hann var farinn að stela. Hann liyrjaði i smáum stíl, með aura fyrir sælgæti og bíómiða, sýnilega mcst i því skyni að kaupa sér félagsskap annarra. En smám saman vakti vaninn upp nýja þörf, og drengurinn gerðist djarf- tækari. * ÓTÍMABÆR TENGSLAROF. Börnum, sem eru ekki tengd foreldrum sínum eðlilegum og ótrufluðum tilfinningabönd- um, hættir öðrum fremur til að lenda á glapstigum. Að- Við þá stefnu höfðu eldri systkinin fellt sig árekstralaust. Þar með var skapað fordæmi, sem var óyggjandi í augum foreldranna. Sérlyndi og brestir Jójó litlu urðu tilefni til að hrósa eldri börnunum. Hún var stöðugt borin saman við eldri systur sína, og sá samanburður varð ekki glæsilegur fyrir Jójó. Hún tók hann lika sem ranglæti og útskúfun. „inga gerir allt eins og pabbi og mamma vilja, og þeim jjykir bara vænt um hana.“ Niu ára gömul byrjaði Jójó að stela. Foreldrarnir féilu 1 stafi af undrun og hneykslun. Út í þetta hlytu spillt börn að hafa leitt telpuna; svona lagað hefði aldrei komið fyrir i þeirra ættum. Eldri systirin til dæmis . . . Það reyndist auðvelt að bjarga Jójó út úr þjóínaðinum. Hún var svo auðsveip, þegar hún fann skilning og fölskvalaust traust. Hinir góðu hæfileikar hennar léttu henni afturhvarfið. Hún varð duglcg við námið, og með sanngirni var ekki margt að henni að finna. Foreldrarnir gleymdu samt ekki biturri reynslu sinni og létu tortryggni sína i ljós með ýmsu móti. Þess vegna fór Jójó á mis við þann stuðning, sem felst í sönnum trúnaði, þegar lnin komst á hið órólega gelgjuskeið. Þá hófust erfiðleikarnir að nýju, Framhald á bls. 32. „Við höfum aldrei orðið varar við það fyrr. Mig grunaði ekki heldur neitt, þegar mér fannst smápeningar hafa horfið úr eldhússkápnum; ég hélt mig hefði misminnt. Svo fór að hverfa úr veskinu mínu, og núna fyrir jólin þetta með sparibókina. Þá vissi ég, að það gat enginn verið nema hann. Og nú spyr ég: Af hverju gerir drengurinn þetta? Er barnið mitt að verða þjófur?“ Ef við dæmum aðeins eftir verknaðinum, þá kallast þetta þjófnaður. Slík orð ætti þó að nota varlega við börn. Hitt skiptir meira máli: Af hverju fer barnið að stela? Algengasta ástæðan ER BARNIÐ MITT ÞJÓFUR? til þess, að börn stela, er sú, að þeim hefur vaknað óeðlileg þörf eða ástriða, sem þau geta ekki fullnægt á heiðarlegan hátt. En oft er hér um eins konar gerviástríðu að ræða, uppbót fyrir djúpa og rótheila kennd, sem fær ekki eðlilega framrás eða fullnægju. Þannig reyndist þessu farið um Gústa litla. Hann var óskilgetinn, hafði engin kynni af föð- ur sínum, en ólst upp hjá móður sinni og ömmu. Móðirin hafði fasta vinnu utan heim- ilis og gat þvi ekki sinnt Gústa mikið, en amma hans var lasburða, fór lítið út og vildi hafa Gústa sem mest inni. Hann var viðkvæmur og grátgjarn og rellinn við móður sína. í barna- hópnum á götunni og í skólanum var hann dá- lítið einangraður og átti sér engan fastan fé- laga eða vin. Þegar gestir voru á heimilinu, stæðurnar eru þó margvíslegar. Hjá Gústa er það hinn innri tómleiki, sem fjarvistir móður- innar valda. Upp af bældum söknuði hans sprettur dulvituð Viðleitni að draga að sér at- hygli móðurinnar að nýju. Tilfinningajafnvæg- ið er rofið. Móðirin tekur aðrar skyldur fram yfir hann, faðirinn verður óljós ævintýramynd i huga hans, en lasburða amman sterkasti að- ilinn að uppeldinu. Þessi sundrun í nánasta umhverfi rænir drenginn þeirri öryggiskennd, sem leiðir til sterkrar skapgerðar. Hann verð- ur áhrifagjarn og veikur fyrir freistingum. Tilfinningatengsl geta brostið, þó að faðir og móðir standi á sínum stað. Átakanlegt dæmi þess er Jójó litla, gáfuð og bráðþroska telpa, en kvik og - óstöðug. Strangur rétttrúnaður foreldranna mótar heimilisandann og uppeldið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.