Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 21
láta undan, a5 hún myndi gefa bendinguna, sem Mazetti beið eftir fyrir utan gluggann hennar, og hann kæmi siðan hlaupandi i fang hennar. Ég hringdi til Yvette hverja klukkustund, jafnvel í réttarhléum, og strax og ég var búinn að vinna, flýtti ég mér til Ponthieustrætis, þar sem ég svaf á hve^i nóttu í öryggisskyni. — Ef ég fer með þig héðan, verður þú að lofa mér því, að skrifa honum ekki, láta hann aldrei fá vitneskju um hið nýja heimilisfang þitt og fara ekki á staði, Þar sem hann gæti hitt þig. Ég skiidi ekki þegar i stáð hryllinginn, sem ég las úr augum hennar. Samt svaraði hún hlýðin: — Ég lofa því. Ég sá, að hún var óttaslegin — Hvar er húsnæðið? — Nálægt húsinu mínu. f>á róaðist hún loksins og viðurkenndi: — Ég hélt, að þú ætlaðir að senda mig upp í sveit. Hún er nefnilega hrædd við sveitina. Sólarlag á bak við tré, jafnvel í skemmtigörðunum 1 París, nægir til að hún fái þunglyndiskast. — Hvenær? — Á morgun. — Á ég að láta niður dótið mitt? Hún á nægilega mikið til að fylla eina kistu og tvær ferðatöskur — Við flytjum að kvöldlagi, þegar við erum viss um, að öllu sé óhætt. Klukkan hálftólf, eftir dansleik, sem forseti rétt- arins hélt, kom ég heim til hennar ásamt Albert í bílnum mínum. Albert bar niður farangur hennar, en ég hélt vörð á meðan Það var snjómugga. Tvær stúlkur, sem gengu eftir strætinu, reyndu fyrst að taka mig á löpp, en fylgdust siðan furðu lostn- ar með flutningunum. Mánuðum saman hef ég þráð það, að geta farið að anda léttar. Frá því að ég keypti íbúðina við Orléans bryggjuna, bjóst ég við að geta farið að heimsækja Yvette hvenær sem væri, eins og ekkert væri við það að athuga. Það er ekki þess virði að halda þessari skýrslu áfram, nema ég segi frá öllu. Það greip mig ein- hver æsingur í sambandi við þetta. Ibúðin er glæsileg, kvenleg og öllu smekklega fyrir komið. Herbergið á Saint Michel götu var eins og á hóruhúsi, hitt sem hún hafði í Ponthieu stræti eins og skárri gleðikonurnar í Champs Elysee leigja sér. Ibúðin var hins vegar nýr helmur, og til þess að Yvette væri ekki eins og utangátta I hinu glæsi- lega umhverfi, fór ég í leiðangur og keypti handa henni undirföt, náttkjóla og sloppa. Og til þess að hún færi ekkl að flakka úti, keypti ég líka radiógrammófón og sjónvarpstæki — einnig fyllti ég bókahillurnar með sæmilega djörfum bókum — henni þykir gaman að þeim — án þess Þó að kaupa beint sóðalega reifara. Ég sagði henni ekkert frá þvi, að ég réði þjón- ustustúlku, Jeanine að nafni, fallega stúlku, aðlað- andi og skemmtilega, sem mun stytta Yvette stund- irnar. Ég hef ekkert minnzt á þessar smærri ráða- gerðir mínar við Viviane, en ég hef ástæðu til að halda, að henni sé kunnugt um þær fyrir þvL Þá þrjá daga, sem ég var að koma öllu þessu i kring, horfði hún á mig með móðurlegri umhyggju og samúð, eins og móðir horfir á dreng, sem er á erfiðu skeiði. Þriðju nóttina, sem við dvöldum S nýju íbúð- inni, vaknaði ég og hafði á tilfinningunni, að ekki væri allt með felldu við Yvette. Hún var sjóðheit, og þegar hún mældi sig, um klukkan fjðgur, var Framhald á bls. 23,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.