Vikan


Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 14.01.1960, Blaðsíða 31
Við erum að semjn um «tórar upphæffir — annars myndi gjarnan aka \iép. öllu, en það var eins og þetta stundarvolk í sjónum hefði gersamlega rænt hann allri stjórn á sjálfum sér. Vitanlega var ekkert við þvi að segja, hugsaði Sörin mcð sér, en um leið fagnaði hann þvi, að sér skyldi hafa tekizt að láta volkið og liættuna ekki á sig fá. Hann hafði að vísu oft komizt í hann krappan áður, én aldrei lent i beinni lífshættu fyrr. Senni- lega höfðu þeir Kristján einir komizt lífs af. Og sjálfur hafði hann ekki fundið til ótta, en látið skynsemina ráða. Sörin hallaði sér út af, en kuldinn hélt þonum vakandi. Það var undir dögun, að kraftaverkið gerð- jit. Skip kom skríðandi út úr myrkrinu. Sörin feis á fætur og kallaði sem hann hafði rödd til. En þess þurfti ekki með. Þeir um borð höfðu þegar komið auga á flekann. Þetta var færeyskur togari. Andartaki siðar hafði þeim báðum verið náð um borð, færðir úr vosklæðum og liresst- ir á mat og brennivíni. Og nú fréttu þeir, að Franz gamla skipstjóra liafði tekizt að ná sam- bandi við sildarskipin á miðunum og skýra frá því, að skútan væri að sökkva, áður en sjór fyllti afturrýmið. Mörg skip höfðu brugð- ið við og ieitað, en ekki orðið neins vör fyrr en nú, er flekinn fannst. Sörin hlustaði á frásögn þeirra á milli Svefns og vöku. Svo var hann iagður í rekkju og sofnaði samstundis. Þegar hann vaknaði aftur eftir langan og væran svefn, var honum sagt, að leitinni væri hætt og togarinn á heimleið. Honum var og sagt, að Kristján lægi að nokkru leyti meðvit- undarlaus i rekkju. Sörin klæddist og gekk aftur á skipið. Hann veitti því athygli, að liægri hönd hans liafði verið reifuð. Jú, rétt var nú það. Nú minntist Iiann þess, er hann vaknaði við það, að Kristján laut að honum og reiddi upp linífinn. Hann minntist höggsins og sársaukans, er hnúar hans snertu egg hnífsins. Kristján lá i rekkju í klefa skipstjóra. — Skilurðu það, sem ég segi? spurði Sörin. Kristján leit á hann, tortrygginn og óttasleg- inn. — Já, svaraði hann eftir nokkra þögn. —• Rekur þig minni til þess, sem gerðist á flekanum? spurði Sörin. Kristján leit í kringum sig, eins og liann vissi ekki, hverju hann ætti að svara. - Manstu það? endurtók Sörin. — Já, svaraði Kristján lágt og roðnaði við. — Hlustaðu þá á mig, mælti Sörin. — Þeir atburðir eru gleymdir, eins og þeir hefðu aldrei gerzt. Það gerðist ekki neitt, sem máli skiptir. Þú hlauzt höfuðhögg, um leið og þú hrökkst fyrir borð, þegar Brima hvolfdi, og varst þvi ekki fyllilega með sjálfum þ'ér. Það, sem á eftir fór, er þvi gleymt, skilurðu það. Við minnumst ekki á j)að við nokkurn mann. Flann fann, að Kristján barðist við sjálfs- virðingu sina. Og áður en langt um leið, þóttist hann viss um úrslitin. Kristjáni varð léttara um andardráttinn og sofnaði brátt. Sörin gekk Iiljóðlega á hrott. Þegar togarinn kom lil Færeyja, hafði Kristján náð sér að fullu. Um nokkurt hil dvöldust þeir báðir heima í jjorpinu. Um jólaleytið bað Sörin Þórdísar og hlaut jáyrði hennar. Nokkru sífiar festu þau kaup á lóð og reistu sér hús uppi i brekk- unni skammt frá þar, sem Þórdis hafði átt heima. — Þú minnist aldrei neitt á það, þegar þið urðuð skipreika, sagði Þórdís við hann einu sinni. — Það er eins og þér sé ekkert um það gefið að scgja frá því . . . — Það er ekki frá neinu að segja. Við féll- um fyrir borð, þegar skútunni hvolfdi. Og svo var okkur bjargað. Það er allt og sumt. — Ég veit, að það er ekki allt og sumt, mælti Þórdís. — Ég er jjess fullviss, að þú segir mér aldrei, hvað gerðist, en ég er þess líka fullviss, að það gerðist eitthvað. Konur vita á stundum meira en þið haldið. Sörin svaraði engu. — Og því tók ég þér, að ég veit, að þér má treysta, mælti hún enn og hallaði höfði sínu að barmi hans. ★ Ameríska stúlkan Framh. af bl9. 10. Einkenniskort bandarísku stúlkunnar. SENTÍMETRAMÁLIÐ. Fætur og fótleggir bandariskra kvenna eru yfirleitt langir, og sagt er, að það sé vegna þess, að þær borða mikið kjöt. Meðalhæðin er 1 metri og 00, mittið frá 00 til 63 sentímetrar, brjóst og mjaðmir um 80 sm. IJið „fullkomna sköpulag“ samkvæmt smekk Bandaríkjamanna nú er í því fólgið, að brjóst- og mjaðmamál sé nákvæmlega hið sama. HÚN GIFTIR SIG TVÍTUG. í Bandaríkjunum gifta konur sig um tvítugt. Af 1 milljón og 600 þúsund hjónaböndum á ári enda um 400 þús. með skilnaði. Bandariskar konur eru ekki fullþroska, jiegar þær ganga í hjónaband. Miklu fremur eru þær oft og tíðum fákunnandi og vita ekki, livað þær eru að takast á hendur, og jafnvel likamlega séð illa undir það búnar. Ekki svo að skilja, að jiær eigi ekki kynstrin öll af bókum um þessi efni, en efni þeirra á sjaldnast nokkuð skylt við raunveruleikann, eins og joær kynnast honum, jiegar út í lífið er komið. Og þá koma árekstrarnir og erfiðleikarnir. V IK A N 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.