Vikan


Vikan - 24.03.1960, Page 13

Vikan - 24.03.1960, Page 13
Þannið Mn enshir - stnndum Áfram, Hjör- leifur, ekki dugir að draga af sér. Hann hefur verið Ármenningur fram til þessa og einn mestur specialist hér- lendur á 400 m grindahlaup. Hcnedikt Jakrobsson jjjálfari stend- .nr ut)pi‘#'á kistu og áminnir menn stranglega um að draga ekki af sér. Englendingar eru frægir fyrir íhaldssemi á flestum sviðum, og hí- býlamenning þeirra hefur ekki sízt orðið fyrir barðinu á henni. Heilar borgir eru byggðar úr rauðum múrsteini og húsin nærri nákvæmlega eins. Þeir dirfast ekki að byggja öðruvísi en áfar þeirra og ömmu gerðu, og fyrir bragðið sést tæplega, hvað er nýtt og hvað er gamalt. Einstaka enskur arkítekt hefur rifið sig lausan frá fastheldn- inni og gert heiðarlega tilraun til þess að ganga í takt við arkítekta annarra þjóða. Við sýn- um hér verk eins þeirra, — snoturt einbýlishús úr timbri og múrsteini að mestu. Það ásamt stórum gluggum myndar skemmtilegt samspil mismunandi flata. Planteikningu höfum við ekki, en myndin úr forstofu — í miðið — sýnir, að innrétting hússins er smekkleg og létt. Skilveggur milli forstofu og stofu er úr gleri, rautt teppi á gólfi og svartyrjótt veggfóður fyrir enda forstofunnar. Neðsta mynd- in er úr stofu. Þar er arinveggur úr rauðum múrsteini og dökk- grátt teppi á gólfi. Húsgögnin eru fremur ólík því, sem við þekkj- um. Bretar hafa að nokkru leyti siglt sinn sjó í húsgagna- Framhald á bls. 34. Sigurður Björnsson, form. frjáls- íþróttadeildar KR, var bara að horfa á hina pína sig. Annars er hann úrvals-grindahlaupari. Þeir voru nær 30 á æfingu þetta kvöld. Hér eru kapparnir í grindahlaupssetu, — æfingu til þess að liðka mjaðmirnar. Svavar, Kristleifur og Þórður — lengst til vinstri — kasta mæðinni og bíða eft- ir nýjum fyrirskip- unum frá Benedikt. Rannsóknarlögreglan er líka með. Tómas Einarsson handleikur járnin léttilega, þau hefðu gjarnan mátt véra tvö í hvorri hcndi. Við áttum leið fram hjá íþróttahúsi húskólans eitt mánu- dagskvöld og sáum, að þar var eitthvað um að vera. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós, að þar var frjálsíþrótta- deild KR að æfingu undir stjórn Benedikts Jakobssonar þjálfara. Hann stóð uppi á kistu og stjórnaði með heraga. Menn voru látnir hlaupa marga hringi i salnum með mann á herðunum, gera margar og erfiðar æfingar með járnsteng- ur í höndum, — þær vega um 10 kg liver um sig, og kapp- arnir þrútnuðu af áreynslunni, þegar til lengdar lét. En mikið skal til mikils vinna. Allir ætla þeir til Rómar. Þar verða Ólympíuleikar í sumar, og þeir munu þurfa að ná ákveðnum lágmarksafrekum til þess að teljast hlut- gengir til keppni þar. Þess vegna taka þeir armbe-ygjur og réttur með tíu kíló í hvorri hendi, þar til andlitið blánar af áreynslunni. Við lifum á tímum atvinnumennsku í íþrótt- um, jafnvel þótt það sé látið svo heita, að um áhugamenn sé að .ræða, — það er að segja með stórþjóðunum. Þar er geta í íþrÖJtuih þáttur í pólitískum áróðri. En þcssir piltar vinna fullan vinnudag og eiga svo að mæta hinum þraut- þjálfuðu atvinnumönnum í keppni. Nú eiga þeir í vændum að heyja landskeppni við Austur-Þýzkaland, landskeppni við Norðmenn, Dani og Belgíumenn á einu bretti í Osló. Þar verður aðeins einn keppandi i hverri grein frá hverri þjóð. Ólympiuleikarnir í júlí verða að sjálfsögðu hámark keppnistímabilsins, en auk alls þess, sem talið hefur verið, munu íslenzkir iþróttamenn þiggja boð kanadiskra iþrótta- yfirvalda um ferðalag til Kanada og keppni þar vestra. „Þeir æfa eins og ,atvinnumenn,“ sagði formaður frjáls- íþróttadeildar KR, Sigurður Björnsson. Hann er einn kunn- asti grindahlaupari okkar, en var ekki með á æfingu i þetta Framhald á bls. 20. FARA ÞEIR TIL RÓM ?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.