Vikan


Vikan - 24.03.1960, Síða 16

Vikan - 24.03.1960, Síða 16
4 ii **ðl & & Hrútsmerkiö (21. marz—-20. apr.): Það angrar þig eitthvað í vikunni, líklega samvizka þín. Reyndu að bæta úr því, því að annars verður þú ekki mönnum sinnandi næstu daga, jafnvel næstu vik- ur. Segðu engum frá áformum þínum, því að þú átt það á hættu, að aðrir tefji fyrir þér. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Það gengur mikið á i vikunni, og mikils verður ætlazt til af þér. Þú skalt samt engu kvíða, því að þú ert þess fyllilega megnugur að leysa úr þeim verkefnum, sem þér eru falin á hendur. Á föstudag gerist dá- lítið óvænt og skemmtilegt, líklega kemur Amor þar við sögu. Heillalitur rautt. Tvíhuramerkið (22. maí—21, júni): Farðu varlega með peningana í vik- unni, því að annars mun þér veitast erfitt að hrinda dálitlu, sem þér er mjög hjartfólgið, í framkvæmd. Á mánudag eða þriðjudag berast þér góðar fréttir. Um helgina ætlast einhver til þess að þú standir við loforð, sem þú hefur aldrei gefið. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): Þú virðist leggja allt of hart að þér þessa dagana, og er ekki ástæða til. Ef þú þarft skyndilega að ráða fram úr vanda- máli, sem hægt er að leysa á tvennan hátt, skaltu láta hjartað ráða. Þú virðist krefjast meira af náunganum en þú krefst af sjálfum þér. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Hugs- aðu vandlega um það sem þú ert að gera þessa dagana, og láttu ekki óró- ann í kringum þig hafa nein áhrif á gerðir þínar. Líklega verða útgjöldin meiri en tekjurnar í vikunni, svo að þú skalt reyna að lifa sparlega. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú ætlast til of mikils af fjölskyldu þinni, og er það miður. Ef þú notar þér þau tækifæri, sem þér gefast i vikunni, mun lánið leika við þér. Þú skalt ekki vera of opinskár varðandi einkamál þín — þau eru nú einu sinni einkamál. VogarmerkiÖ (24. sept,—23. okt.): Þú gerir þér allt of háar vonir í sambandi við það, sem þú hefur á prjónunum þessa dagana. Vertu ekki of stoltur til þess að leita hjálpar ættingja þíns. Vikan verður annars skemmtileg, og átt. þú fyrir því, þvi að undanfarið hefur lífið ekki beinlínis leikið við þér. Drekamerkiö (24. okt.—23. nóv.): Þú vorkennir sjálfum þér allt of mikið, og það er til þess að þér verður ekkert úr verki og ert óánægður rneð allt. Það sem þú ætlaðir að gera um helgina fer líklega út um þúfur, og skaitu vera því feginn, því að það hefði getað valdið þér talsverðum von- brigðum. Heillatala 7. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú munt skyndilega þurfa að ráða fram úr vandamáli, sem er vægast sagt ný- stárlegt, og nú þýðir ekki að leita ráða vina þinna, því að þú einn getur ráðið fram úr þessu. Mundu að lesa það vandlega yfir, sem þú skrifar nafn þitt undir. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú færð margar skemmtilegar hugmynd- ir og hefur margt á prjónunum, en meinið er, að þér liggur allt of mikið á að hrinda þessu öllu í framkvæmd i einu. Mundu, að flas er ei til fagnaðar. Reyndu að einbeita þér að einhverju vissu. _______ Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þig mun bresta þolinmæði í lok vik- unnar, og verður að viðurkenna, að það er ekki nema eðlilegt. En ef þú hefur kjark i þér tli þess að byrja að nýju, munt þú ekki iðrast þess, því að eftir helgi mun viðleitni þín bera árangur. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Vik- an verður tilbreytingarík, og þú munt njóta liðsinnis vina þinna, ef einhver gerir á hlut þinn. Þótt lífið leiki við þér þessa dagana, máttu ekki gleyma þeim, sem standa þér næst. Gættu tungu þinnar, því að ellegar gæti hlotizt af ævilöng óvinátta. VIKAM spyr: Við skruppum í leiðangur niður í bæ um daginn, og í Sogamýrarstrætó á leiðinni niður eftir datt okkur í hug að spyrja nokkra menn og konur álits þeirra á skemmtanalífinu hér, — athuga, hvort þau hefðu einhverjar tillögur um breytingar eða viðbætur við skemmtanalífið eða hvort þau felldu sig vel við það, eins og það er. Hér er árangurinn af þessu: Tfleiri partý EINAR JÓNSSON hefur starfað í verzlun- inni og lagernum hjá Gefjun undanfarin fjögur ár og finnst gaman að vinna þar. Hann er 25 ára og ætti að þekkja eitthvað inn á skemmtanalífið, og þess vegna leggjum við fyrir hann spurninguna: Hvað finnst þér um skemmtanalífið hér? — Mér finnst það of dýrt. —• En mundir þú vilja bæta nokkru við, til dæmis næturklúbb? — Nei, alls ekki. — Hvað segir þú um sterka bjórinn? — Ég er alveg með því, að hann komi, en það ætti ekki að selja hann í hverri verzlun og ekki vínið heldur, eins og gert er í út- löndum, — bara selja þetta á skemmtistöðum. — Þú ert kannski ánægður með skemmt- analífið, eins og það er? — Þaö er ágætt, en þó mætti ef til vill finna einhverja galla. Dansmúsíkin er ágæt, og ég er ánægður með kvenfólkið. —• Þú ert þá vafalaust mjög hamingjusam- ur maður að eiga heima hér og vilt engu við þetta bæta? — Ja, ... kannski meira af partýum eftir böllin. Jábreyiileiki og „illirf fciónar SIGRÚN GÍSLADÓTTIR heitir ung og lagleg stúlka, sem við hittum á förnum vegi, og ákveðum þeg- ar að fá að vita allt, sem hún hefur að segja um skemmtanalífið. —: Eg get varla svarað þessu, ... en þó finnst mér skemmtanalífið ef .til vill helzt til fábreytt. Það er ekk- ert hægt að gera nema fara í bió, leikhús og á böll og svo náttúrlega á ,,restrasjón“, sem ég tek persónulega fram yfir böjlin. — En þar er líka hængurinn sá, að maður hefur ekki efni á að kaupa sér vín, — það er svo dýrt, — og svo verða þjónarnir svo illir, ef maður kaupir ekki vín, að maður fær miklu verri þjónustu. +

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.