Vikan


Vikan - 24.03.1960, Side 21

Vikan - 24.03.1960, Side 21
Will Roth hló, hásum, gamansnauðum hlátri. „Það má vera, nú orðið. Kannski væri réttara að orða það þannig, að iþu værir farinn að hafa efni á því. En áður . . .“ Hosmer var nú farinn að jafna sig, og um leið endurheimti hann reiði sina. „Ég kæri mig ekk- ert um það, að hlusta á það í minni eigin skrif- stofu, að innbrotsþjófar séu að sálgreina mig. Lögreglan ...“ Lágvaxni, hamrammi maðurinn sem stóð upp við vegginn, bjó sig enn til stökks. En áður en til þess kom, hafði Will stöðvað hann. „Nei, Mick,“ mælti hann letilega, og Mick nam staðar eins og leikbrúða, þegar kippt er i streng. „Hosmer gerir ekki alvöru úr því að kalla á lögregluna," mælti Will. „Og hvers vegna heldurðu að ég geri ekki alvöru úr því?“ Will leit þangað, sem ungi maðurinn stóð. „Þetta er hálfbróðir minn, árangurinn af frem- ur misheppnuðu, seinna hjónabandi föður míns. Hann var atvinnuhnefaleikari áður fyrr. Ég gerði mér einu sinni vonir um, að hann gæti orðið meistari í sínum þyngdarflokki, en þvi miður komst ég aldrei upp á lag með að hugsa fvrir hann, auk þess sem ég komst að raun um, að þegar honum var farið að hitna í hamsi, heyrir hann ekki neinar ráðleggingar, jafnvel þótt maður standi alveg upp við kaðlana. Því var það, að hann drap mahn í hnefaleikakeppni á Kúbu “ Hosmer fann hroll fara um sig. Hann dró við sig svarið, svo að ekki heyrðist neinn titringur í röddinni. „Eins og þú sagðir áðan, Will, 'þá kærirðu þig ekki sérlega um að lenda í rafmagns- stólnum." Will yppti öxlum. „Er þetta þá þakklæti þitt fyrir það, að ég skuli hafa bjargað lífi þínu? Það vildi svo til, að mér varð gengið hér fram hjá dyrunum og sá manninn ráðast á þig ...“ „Hálfbróður þinn?“ ,,Þú ættir að reyna að sanna Það.“ Will tók að virða fyrir sér auglýsingaspjöld, sem héngu á veggnum. „Ferlegt," mælti hann og hristi höf- uðið. „Raunar geri ég ekki ráð fyrir. að hægt sé að ætlast til þess af þér, að þú kunnir greinar- mun á góðri auglýsingateikningu og slæmri. Það gera fæstir. Það er þessi sami skortur á smekk, og veldur því, að fólk vill ekki kaupa málverkin min.“ „Ég spyr þig bara svona af forvitni. Wili — að hverju hugðist þú eiginlega leita í peninga- skápnum?" „Hlustaðu þá á mig,“ svaraði Will mjúkum rómi.“ Ég skal segja Þér eins og er. Ég gerði mér vonir um, að ég kynni að finna þar bréf, sem ég skrifaði þér einu sinni, þar sem ég skýrði þér frá hinni nýju uppfinningu minni — hreysti- gjafanum, sem þú kallar nú þína eigin uppfinn- ingu.“ „Það er langt siðan ég reif það bréf í smá- sneda, Will, og dreifði þeim út um gluggann." Will Roth festi á hann grá og köld augun. „Ég efast ekki um það, Hosmer, ég efast ekki um það. E'n ég vil engu að siður fá minn ágóða- hlut. Fimmtiu af hundraði." „Þú hafðir gengið með þessa undralyfjadellu svo árum skipti, Will — eða allt frá því að þú veiktist af mýraköldunni, sem nú er að drepa þig. Þú hefur reynt fleiri skottulækningalyf, en þú hefur hárin á hausnum. Og það er ekki eins og þú hafir verið að leyna þeim, því að þú sagðir hverjum sem var frá þeim. Þau voru einskis virði, þessi hreystigjafi þinn ekki heldur. Hann er ekki meiri hreystigjafi, en hveitið sjálft, sem hann er gerður af. Það er auglýsingasnilli mín, sem hefur gert hann að gróðavænlegri framieiðslu. en ekki blöndunaruppfinning þín.“ „Fimmtíu af hundraði," endurtók Will Þrá- kelknislega, og Mick færði sig skrefi nær; kreppti hnúanna eins og honum leiddist biðin, en Will lét fara vel um sig í stólnum og það varð ekki á honum séð, að þolinmæði hans væri á þrotum. Hosmer mælti af meiri dirfsku en hann vissi efni standa til. „Fyrst er nú það, að ég skulda þér ekki neitt. I öðru lagi, þá hef ég ekkert grætt á þessu enn sem komið er. Allur ágóðinn og meira að segja mestur hluti launa minna fer í það að standa straum af stofnkostnaðinum. Ég hef tekið há rekstrarlán, þeir vita sem er, að þeir fá þau greidd. En þegar ég fer að græða eitthvað, sem gróði getur kallast, þá má vel vera að ég hugsi til þín.“ „Og það eins fyrir það, að þú skuldar mér ekki neitt? Þarna kemur fram munurinn á mér og þér, Hosmer. Þú ert í eðli þinu tilfinninganæmur. Ég er hinsvegar raunsær. Hvaða mismun gerir það hvort maður skýtur mann til bana aftan frá eða framan frá? Hann er dauður eftir. Aftur á móti öfunda ég þig alltaf af hugrekki þinu. Þú getur setið þarna og látið sem ekkert sé, enda Móðurbróðir Karenar og fjárhalds- maður, umsvifamikill athafna- maður í viðskiptalífinu í New York, hefur boðið henni í ferðalag upp úr jólunum suður í sólskinið á St. Thomas. Hann hefur verið henni ástúðlegur og örlátur, og hún treystir honum fyllilega. En nokkru áður en þau lögðu af stað, gerði hann örlagaríka samninga við bófa nokkra, varðandi skjólstæðing sinn — samninga, sem hann vildi nú sízt af öllu gert hafa, þar eð hann finnur að hann ann hinni ungu og saklausu stúlku meir, en hann vill þó kannast við. Karen grunar hins vegar ekki neitt hvað hún á í vændum......... Þótt þú vitir að Mick getur myrt þig á hverri stundu." „Það þorir þú ekki, Will. Þú hefur aldrei viljað eiga neitt á hættu að nauðsynjalausu." Will kinkaði kolli. Ég tefli aldrei á tvær hætt- ur, satt er það. Ailt áhættuspil er heimskan ein- ber. Það er hins vegar spilafýsnin. sem fær þig til að tefla djarft, eins og til dæmis í sambandi við eignir frænku þinnar." „Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að fara, Will. Þú hefur ekki heldúr hugmynd um það sjálfur." „Það var ekki sérlega erfitt að reikna það út. Þú freistaðir lánardrottna þinna með mjög glæsi- legum tilboðum og snjallri auglýsingaherferð, þegar þú varst að fá þá til að leggja fé í fram- leiðsluna. En stofnféð, sem með þurfti, kom þó ekki allt frá þeim. Þú varðst sjálfur að leggja fram álitlega upphæð. Og svo einkennilega vildi til, að það var þvi sem næst tvöföld sú fjáruppr hæð, sem þú hlautzt að erfðum eftir föður þinn. Með öðrum orðum — helmingurinn af fjárfram- lagi þinu var arfahlutur þinn, en hvaðan kom þér þá hitt? Þar var ekki nema um einn möguleika að ræða, söluverðið fyrir eignir þær, sem þér voru faldar til gæzlu fyrir systurdóttur þína, og voru hennar arfur. Þú seldir þær tafarlaust fyrir reiðufé. Eflaust mundir þú segja dómaranum, ef til þess kæmi, að þú hefðir lagt 'þetta fé til geymslu inn í bankahólf, þar sem Þú hefðir ekki talið þig eiga með, að kaupa fyrir þá verðbréf, eða að leggja þá á vöxtu — þú mundir eflaust segja honum það, ef þú hefðir þá peninga hand- bæra. En það hefurðu ekki.“ „Geturðu sannað það?“ „Ég hef ekki minnstu löngun til að reyna að sanna það. Eftir að þú ert kominn í fangelsið, ertu mér einskis virði. Þú mátt ekki misskilja mig samt, Hosmer, ég hata þig mest allra manna, og mun meira en þá, sem ég hef drepið. Allt, sem þú hefur komist yfir, er frá mér stolið, en hefndin er því aðeins nokkurs virði, að maður fái hana greidda í peningum. Þess vegna vil ég gera þér tilboð, fyrir illa nauðsyn. Það mundi koma okk- ur báðum í góðar þarfir, þrátt fyrir allt.“ „Þú hefur ekki áhuga fyrir ágóða neinum til handa öðrum en sjálfum þér, Will Roth.“ Will svaraði mjúkri röddu. „Það tekur þig ekki nema tæpt ár að endurgreiða allan stofnkostn- aðinn. Þá áttu sjálfur helming hlutafjárins og getur hirt laun þín að auki, og þá mundi þér veitast auðvelt að endurgreiða arfahlut systur- dóttur þinnar. En það eru ekki nema sex mán- uðir þangað til hún verður tuttugu og eins árs, og þá verðurðu að gera grein fyrir fé hennar fyrir skiptarétti. Og þá hefurðu það ekki hand- bært. Þú verður því settur í fangelsi fyrir að hafa misnotað aðstöðu þína sem fjárhaldsmaður hennar. Farir þú hinsvegar að mínum ráðum, færðu þann frest, sem þú þarft með.“ „Og hvað kosta þau ráð?“ „Fimmtíu þúsund dollara." „Og þú hyggur að ég muni greiða þér þá upp- hæð?“ „Það er ég viss um, Hosmer. Og þú mátt telja þig sleppa bærilega, Hosmer. E'f mér yrði lengra lífs auðið, mundi ég krefja þig um meira. En læknarnir fullyrða að ég eigi ekki nema sex mánuði eftir ólifað, í mesta lagi. Fimmtíu þús- und dollarar eru ekki mikil borgun fyrir alla þá áhættu, sem ég skapa mér, og fyrir alla þá aðstoð, sem þú hlýtur í staðin. Þú sleppur við fangelsið og átt svo eftir að græða milljónir dollara — á minni uppfinningu." „Hvernig getur þú komið því í kring?" „Mér mun veitast það auvelt. En ég segi þér ekki nánar frá ráðum mínum, fyrr en þú hefur tekið tilboðinu." „Allt í lagi.“ Will Roth fékk ákaft hóstakast. Hann varð eld- rauður og þrútinn í framan og magur líkami hans titraði og skalf eins og i hörðum krampaflogum. Svo lauk kastinu eins skyndilega og það hófst. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og svit- inn draup af enni hans. „Wiský?" spurði Hosmer. Will bandaði frá sér með magurri hendinni. „Ég bragða aldrei áfengi, þegar ég á i einhverj- um viðskiptum," svaraði hann með erfiðismunum. „Þú átt að liggja í rúminu," mælti Mick geð- vonzkulega. „Læknarnir sögðu það.“ „Ef mig hefði ekki borið að, mundir þú vera á leiðinni i fangelsið, þar sem þú hefðir verið Framhald á bls. 33. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.