Vikan


Vikan - 24.03.1960, Qupperneq 25

Vikan - 24.03.1960, Qupperneq 25
„Vansinn er minn draumur, dansinn er mitt Ittf' Þeir, sem eitthvað hafa í'ylgzt með íslenzkri dansmennt undanfarin ár, kannast eflaust við Jón Valgeir og Eddu Scheving. Þau hafa verið einhverjir eftirsóttustu skemmtikraftar, scm komið hafa fram síðast- liðin ár, og varla er sá áliorfandi til, sem liefur ekki hrifizt af fáguðum og öruggum dansi þeirra og óvenju-glæsilegri sviðsframkomu. Jón Valgeir Stefánsson er fæddur árið 1934, — hafnfirzkur að ætt. Hann hóf dansferil sinn í þjóðdansasýningum á skólaskemmtunum, en 16 ára gamall iióf liann ballettnám lijá Sigríði Ármann. I il Spanar for Jon liaustið 1956 til náms í spænskum dönsum og var hjá hinum fræga danskennara Juan Magrina. l>aðan lá svo leiðin til Kaupmannahafnar á þekktasta dansskóla Norðurlanda, Institut Carlsen, en þar var hann í eitt ár. Einnig var hann i einkatímum hjá konunglega ballettmeistaranum Birgi Bartholm. Haustið 1958 tók Jón Valgeii siðan lokaprof fra skolanum i öllum greinum danslistarinnar með ágætiseinkunn. Veturinn 1958—59 starfaði Jón við danskennslu hér í Reykjavik, en fór siðan aftur utan til Danmerkur um vorið, ráðinn til að skemmta í Tívolí í Kaupmannahöfn. Gat hann sér þar mjög góðan orðstír, _____ meðal annars bauðst honum danshlutverk i söngleiknum My Fair Lady, sem hann gat þó ekki þegið. Þess má geta, að Jón hefur lagt gjörva hönd á fleira en danslistina. Hann cr t. d. iþróttakennari að mennt og hefur réttindi lil þess ,að kenna handavinnu. Edda Scheving er Vestmannaeyingur, en kom til Reykjavikur árið 1948 og nam danslist hjá Sif Þórs og Sigríði Ármann og síðan í ballettskóla Þjóðleikliússins. Eftir nokkurra ára hlé á dans- inum — vegna veikinda — gerðist hún svo nem- andi Jóns Valgeirs og var honum einnig samtiða á Institut Carlsen í Kaup- mannahöfn, en þaðan út- skrifaðist Edda sem dans- kennari. Sl. haust setti svo Jón Valgeir á stofn dans- skóla, sem hefur verið mjög eftirsóttur, enda liinn eini hérlendis, sem veitir kennslu í öllum greinum danslistarinnar. Skólinn er ávallt fullskip- aður nemendum, og kom- ast færri að en vilja. Jón Valgeir og Edda munu fara utan til Dan- merkur á sumri komanda og sitja þar þing Dans- kennarasambands Norð- urlanda til að kynna sér ýmsar nýjungar, sem I ram hafa komið í lieimi danslistarinnar á þessu ári. * Vikan mun seinna heimsækja þau Jón og Eddu í dansskólann og birta frásögn með myndum af starfinu þar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.