Vikan


Vikan - 28.04.1960, Page 9

Vikan - 28.04.1960, Page 9
var alltaf hraedd, er Gert stýrði. Hann var fífldjarfur og tefldi á tœp- asta vað, en taugasterkur, svo að þau komust heilu og höldnu heim. Eftir þetta voru þau öllum stundum saman. Gert virtist hafa misst allan áhuga á öðrum stúlkum og leið vel í návist Móniku. Kvöld eitt spurði hann hana auðmjúkur, hvort hún vildi giftast sér. — Gert, ég veit það ekki. Ég veit ekki, hvort ég þori það. — t>ú elskar mig ekki, — er það? — Jú, ég geri það, en ég þori ekki að treysta því, að þú verðir mér trúr, þegar ég verð orðin þér að vana. — Lofaðu mér að fá tækifæri til þess að sýna þér það, ástin mín. Ég get ekki án þin verið. Mónika gaf honuin tækifærið. En það þurfti miklar fortölur frá lienn- ar hendi til þess að fá að borga námsgjald hans, en hún vildi ekki byrja búskap með skuldum. Scm maður hennar varð hann að halda Jaunum sJnum án þessa stóra frá- dráttar. Hið fyrsta, sem hann gerði, var að kaupa sér litinn sportbil, sem hann gat ekið með ofsahraða. Oft og tíðum beið Mónika með kviða I hjarta, þangað til að hún lieyrði, að hann ók bflnum inn í bilskúr. Það sló i brýnu milli þeirra, þegar Gert krafðist þess, að hún liætti að vinna. Það var ekkert heimili, taldi liann, þegar þau unnu sinn vinnu- tímann hvort. Hann vildi vita af henni heima, þegar hann ætti frí. Leið i huga liætti Mónika vinnu sinni. Svo fæddust börnin þrjú. Að- eins af að hugsa um það, kólnaði henni allri. Sorg hennar yfir þeim var svo ömurleg, þó að hún hefði ekki cinu sinni fengið að halda þeim svo lengi, að hún gæti farið með þau heim. Hvers átti hún að gjalda? Að íseða lítil börn til þess að missa þau strax, — hvers sök var það, — hennar eða Gerts? Hún varð þunglynd af öllu þessu andstreymi. Gert tók upp fyrra Hf- erni sitt, og hún sá hann sjaldnar og sjaldnar. Hún ásakaði hann aldrei, reyndi að gleyma smáninni og dylja vonbrigði sin. Gert stýrði, hann var fífldjarfur og tefldi á tæpasta vað, en taugasterkur, svo að þau komust heilu og höldnu heim. .. Það var í samkvæmi hjá yfirlækninum í fyrra- kvöld, að hún hafði tekið ákvörðun sína. Gert átti vakt þetta kvöld. I.æknarnir gátu aldrei hitzt allir i einu, en yfirlæknirinn hafði þrábeðið Móniku að koma þrátt fyrir það. Gert gat komið og sótt hana, þegar hann væri búinn. Það var þá, sem Harald dró hana með sér til hliðar og talaði við hana. —• Mónika, mér likar ekki að sjá þetta. Þú ert að- eins svipur hjá sjón. Þvi i ósköpunum kemurðu ekki aftur til okkar? Nilsson hættir eftir mánuð, og við höfum ekki fengið neinn í hans stað. Komdu aftur, Mónika, við þörfnumst þín. — En, góði Harald, ég lofaði Gert að hætta, og ég er vön að halda loforð mfn. — Talaðu ekki um það. Gert hegðar sér ekki þann- ig, að Iiann geti sett skilyrði. Aftur á móti finnst mér, að læknasamvizka þin megi leggja orð í belg. Þú veizt, hve erfitt er að fá duglega og samvizku- sama lækna. — Auðvitað mundi ég gjarnan vilja það, en ég verð að fá samþykki Gerts fyrst. — Kvenfólk. Hvernig getur hyggin og skynsöm kona eins og þú hngað sér svona kjánalega? Þú ættir sannarlega að vera á sjúkrahúsinu og lita eftir Gert. Það væri ekki vanþörf á þvi. Þetta snerti Móniku illa. Af þrá eftir vinnunni og gremjunni yfir auðmýkingunni, sem Gert hafði komið henni í, mælti hún hljóðlega: — Ég tek tilboði þínu. Fyrst mér auðnast ekki sjálfri að verða móðir, skal ég að minnsta kosti gera mitt til þess að hjálpa kyn- systrum minum. Gert hafði komið, áður en samkvæminu lauk, og er þau fóru heim, var hann góðglaður. Hún gat ekki sagt honum fréttirnar þá, og í kvöld hafði hann ekki einu sinni kært sig um að segja hcnni, að hann ætlaði út að skemmta sér. Hún settist fram á rúmstokkinn og leit á hann, er liann vaknaði. — Er konan mín ergileg? Hann brosti til hcnnar á þann hátt, sem honum var lagið og alltaf hafði komið henni til þess að gef- ast upp. En J þetta skipti mistókst það. — Nei, vinur minn, ég er ekki ergileg, eins og þú imyndar þér. Ég hef aðeins gefizt upp. Það var ónotalegt að sjá, hvernig hahn fölnaði. — Mónika, það hljómaði sem skrækur. — Ætlarðu að fara frá mér? Hún kinkaði kolli. — Nei, æpti hann og hentist fram úr rúminu, — það má ekki verða. Þá er ég búinn að vera. Þú ert samvizka mín, og án hennar get ég ekki verið. — Jæja, sagði Iiún áhugalaus, — þú þarft ekki að Framhald á bls. 29. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.