Vikan


Vikan - 28.04.1960, Side 11

Vikan - 28.04.1960, Side 11
rim Ht* ckkl aldrei séð þig fyrr. Jóna, kona Halldórs og móðir „hnátintátunnar“, var mun hægferðugri en mað- ur hennar. Magga var likari henni. ■— Viit.u ekki þvo þér, Sigurður? spurði Jóna. — Margrét, fylgdu Sigurði fram á bað. Sko, vissi ég ekki? Auðvitað rak konan augun í grómteknai' hendur minar. Það var auglýsing að tarna! Baðið var að kalla beint á móti eldhúsinu. Það var varla hægt að ráðgast neitt við Möggu á þeirri leið. Samt spurði ég: — Eigum við ekki að segja þeim það strax, Magga ? —- Nei, Siggi, ekki gera það. Þetta er svo snið- ugt, að við megum ekki eyðileggja það strax. Við skulum lofa þeim að halda, að þau séu ógur- lega ,,bræt“. Þau fá að vita sannleikann í kvöld. Þú veizt, að við ætlum að kynna trúlofunina þá. Guð, ég verð vitlaus úr hlátri! Eg gat ekki sagt það sama. Mér leið allt annað en vel. Böivaður bjáni var ég að fara að aulast væstur í bæ. Hefði ég ekki gert það, hefði ég ekki rekizt á Möggu, og hún hefði farið heim í matinn með „strætó" eins og venjulega. Asni gat ég ver- ið. Ef þau færu nú að spyrja mig spjörunum úr yfir matnum? Varð ég þá ekki að segja eins og var? Ef þau spyrðu um atvinnu mína? Aldur? Menntun? Eg var kominn út á hálan ís. Ég nuggaði olíufituna af höndunum í hvítt handklæðið og rétti úr mér. Þau vildu þetta sjálf. Þau drógu mig inn. Gott og vel. Þau um það. Eg reyndi að greiða mér og fór svo inn í borð- stofuna. Lagt hafði verið á borð, og Nonni, bróðir Möggu, var kominn inn. Hafði Magga náð í hann eða mundi hann kjafta öllu, þegar hann sæi mig? Jú, Magga hafði náð í hann og komið honum inn i leikinn. Hann stóð upp og rétti mér hönd- ina. — Blessaður, Siggi. Ég átti alls ekki von á þér hér, en pabbi hefur ekki gefið grið, ef ég þekki hann rétt. Hann getur verið alveg eins og gestapó- foringi, þegar honum býður svo við að horfa. Seztu hérna, bróðir, ég verð víst að t.aka að mér hlutverk þjónsins. Með kátlegum tilburðum ýtti hanri stól undir sitjandann á mér. Allt var það með ráðum gert: til þess að komast svo nærri eyranu á mér, að hann gæti hvislað, án þess að faðir hans heyrði. Það virtist svo sem ekki mikil hætta með hann, þvi að hann var svo niðursokkinn í Morgun- blaðið, að hann leit ekki út fyrir að hafa hugmynd um neitt annað. — Þetta er það bezta „sjó“, sem ég hef nokk- urn tíma vitað, hvíslaði Nonni. — Ég kem til þín á verkstæðið á eftir — bara til að hlæja. Nú kom Jóna með saitfiskinn og setti hann á borðið. — Gerið svo vel. —- Takk, sagði ég. Þögn. — Halldór, maturinn er kominn á borðið. Þögn. — Pabbi. Rödd Möggu var eins og hún væri að þreifa fyrir sér. Ekkert gerðist. Þögn. — Halldór minn. Skyldi Mogginn hafa lokað öllum hans skiln- ingarvitum? Skyldi hann taka I nefið, svo að hann finnur ekki ilminn af matnum? Skyldi hann hafa fengið hellu fyrir eyrun af leiðaranum? Nonni kom skrið á atburSarásina og vaktl Frmmhald. A bta. 36.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.