Vikan - 28.04.1960, Qupperneq 14
Sumir gifta sig, — en aðrir bara giftast.
Segja má, að þetta komi i einn stað nðiur, en þó
held ég, að flestir líti þannig á, að
það að gifta sig tákni frjálst val og framtaks-
semi og samrýmist betur ríkjandi siðgœðis-
hugmyndum en sú neikvæða, sljóa aðferð að fljóta
bara svona i hjónabandið með þvi að giftast.
Eftir þessa skilgreiningu mína væri
betra fyrir mig að vera ekki langorður um
það, hvernig þetta atvikaðist, að við Eva
gengum í það heilaga, en þó get .ég upplýst, að
orsakirnar voru eiginlega mjög, — jæja,
segjum, að orsakirnar hafi verið ýmsar.
Framtíðarhorfur mínar voru mjög óvissar um
þessar mundir, og ég hafði ekki náð neinni
fótfestu í mannfélagsstiganum.
Eíf mitt var hið frjálsa lif piparsveinsins,
og ég kunni ágætlega við það. Þó að ég
elskaði Evu, hafði ég alls ekki hugsað mér að
giftast henni, eiginlega fór því víðsfjarri.
1 fyrsta sinn, sem ég tók hana í faðminn, sagði
ég hreinskiihislega við hana: „Þér ætla ég
ekki að giftast" — og átti við, að til
þessi þætti mér allt of vænt um hana og. að
það va'ri heim.skulegt að eyðileggja okkar
skemtiiegu vináttu með hjónabandi. I-Iún varð
svona hálfhvumsa við þetla neikvæða
bónorð, en lét allt kyrrt liggja og sagði
ekki neitt.
Þá er að segja frá kvöldinu, þegar ég fylgdi
EVu heim, eftir að við höfðum verið í bíó . ..
Eva býr i einu af þessum nýju, glæsilegu
úthverfum, þar sem íbúarnir verða að
• vera án ýmissa þæginda, svo sem alménningssíma,
bílastöðva og fullgerðra gatna. Þarna
var þó svo komið, að byrjað var á gatnagerð,
og kemur það nokkuð við sögu seinna.
Ég er ekki slíkur maður, að ég sé að grobba
af sjálfum mér, a. m. k. ekki neitt. áberandi.
En sé ég í félagsskap fallegra stúlkna, kemur
það fyrir, að ég á minn hlédræga hátt
læt svona rétt skína í það, að ég sé eiginlega
fjári mikill kall, kannski ekki svo sérlega
sterkur, en liðugur og þolinn og hafi
óbilandi hugrekki. Og Eva er nú óvenjulega
falleg og glæsileg stúlka. Við höfðum um
kvöldið séð kvikmynd, sem hét Menn, metrar og
sekúndur — eða eitthvað Því likt, en það
var ágæt fréttamynd frá Evrópumeistaramótinu
í frjálsum iþróttum. Það var því ekki
óeðlilegt, að við færum að tala um íþrótta-
iðkanir og að ég svona af tilviljun nefndi
nokkrar af helztu dáðum mínum, þegar ég
var yngri og var tímunum saman við
strangar æfingar á íþróttavellinum í '
Slemdal. Afburða-íþróttamaður varð ég aldrei.
En, eins og ég skýrði út fyrir Evu, hafði ég
svo mörg áhugamál, að ég stóðst
freistinguna að verða íþróttastjarna. Það gat
líka haft svo forheimskandi áhrif á mann,
og þar að auki lá það ekki fyrir mér að lifa
því meinlætalifi, sem krafizt er nú á
tímum af íþróttamanni, ef hann á að komast
á efsta tindinn. E’n ég fékk þó skólaheiðurs-
merki úr brosni fyrir góðan árangur í
öllum greinum — og Það, sem meira var: Á
tveggja daga móti úti í Sandvík hlotnuðust
mér, eftir óhemjulegt átak i hlaupi,
köstum og stökki, þriðju verðlaun, brons-
peningur, sem mér tókst með daglegri fægingu
að láta lita út sem væri hann úr skíra
gulli. Að á þessu móti voru aðeins 3 þátttak-
endur og að tímaverðirnir urðu að
bíða, þar til dimmt var orðið, eftir mér
úr 1500 metra hlaupinu, —slíkt, fannst mér
ekki taka því að nefna. En ég lýsti þvi fyrir
henni með heilögum eldi sannfæringarinnar, hve
írjálsiþróttirnar krefðust óhemjumikils í
þreks og væru næstum yfirnáttúrlegt átak i
tækni, líkamlegum styrk, eldlegum við-
bargðsflýti og úthaldi. Nútíma-tugþrautarkepp-
andi, — skýrði ég fyrir Evu, — sem hlustaði
á mig með lotningu, getur ekki eins og
sumir iþróttamenn, sem stunda aðeins eina
íþrótt, þjálfað suma hluta líkamans á
kostnað annarra. Hann verður að samræma
vöðvana í handleggjum, fótum og baki, —
já, sérstaklega í spjót- og kúlukasti
reið á að hafa sem liðugast og vöðvasterkast
bak. Svo varð að æfa vel lungu, hjarta og
hin og þessi líffæri fyrir hvern leik. I sumum
æfingunum var það undir skapferli og
ýmsum andlegum hæfileikum komið, hvort
unnið yrði til varðlauna. Væri nokkurs
staðar unnt með sanni að tala um mens sana in
corpore sano, — heilbrigða sál i hraustum
líkama, — væri það í sambandi við frjáls-
íþróttir. Það var eins og ég sagði Evu,
sem nú var sem dáleidd af hrifningu, að ef
ég hefði ekki haft svo mörg áhugamál, væri
ég líklega meðal frægustu manna í þessari göfugu
Framhald á bls. 28.
14
VIKAN