Vikan


Vikan - 28.04.1960, Side 20

Vikan - 28.04.1960, Side 20
búðingur, sem bráðnaði í tungu manns, kex, danskt herragarðssmjör, brezkt ávaxtamauk — og loks kaffi, bragðbetra en Karen hafði nokkru sinni áður drukkið. Hvað eftir annað hafði Mick opnað fyrir út- varpstækið, sem virtist vera dálætisgripur hans, og síðan hafði hann lyngt aftur augunum og fett sig allan og skekið eftir trylltustu rokklögunum, sem um var að velja. Og hvað eftir annað hafði Will hálfbróðir hans lokað fyrir útvarpið, kulda- legur á svipinn, Mick hreyft lágum rómi einhvers- konar mótmælum og síðan sett upp fýlusvip eins og krakki. Annars stóð Karen ekki eins mikil ógn af hon- um, eftir að hún sá hann í dagsbirtunni. Enda þótt hann væri bersýnilega nautsterkur, var eitt- hvað það í svip hans, sem gaf til kynna hálfgert ístöðuleysi. Lítið, ljóst yfirvararskeggið og Ijóst, liðað hárið gerði hann allt að því drengjalegan. Karen létti líka óumræðilega við það, að hann virt- ist ekki veita henni neina athygli lengur, nema hvað hann sat á verði við dyrnar, svo óhugsanlegt væri að henni tækist að flýja. Hann hélt á þykkri bók. hélt henni alveg upp að augum sér og pírði i hana, tautaði blótsyrði fyrir munni sér. „Stríð og friður“, tautaði hann. „Will segir að það sé stórkostlegasta skáldsaga, sem skrifuð hefur verið; nú héf ég ásett mér að lesa hana fyrst spjaldanna á milli, og því næst allar hinar skáldsögurnar, aðeins til þess að komast að raun um hvort nokkuð sé að marka hvað hann segir. Ég verð orðinn jafn menntaður og hann að öllum þeim lestri loknum, það fer ekki hjá því. Það tefur bara fyrir, að ég verð að byrja á skrudduskrattanum aftur, æ ofan i æ. 1 hvert skipti, sem ég hef lagt hana frá mér, er ég búinn að gleyma öllu, sem ég las þegar ég tek til við hana aftur. Meira að segja þótt ég lesi listann yfir sögupersónurnar, er mér ekki nokkur leið að muna hver er hvað. Nema það eru allt útlendingar". Will Roth sat út við stóra gluggann, sem vissi út að ströndinni og sjónum og málaði mynd af brimöldunum, sem brotnuðu á skínandi hvítu kór- alrifinu og soguðust aftur út í grænblátt, sól- glitrandi djúp hafsins. öðru hverju stöðvaðlst pens- illinn á léreftinu og Will sat og horfði; það urðu ekki séð nein svipbrigði á andliti hans, kuldinn vék ekki einu sinni úr tilliti grárra augnanna, en þó var eins og hann sylgi í sig fegurð umhverfisins eins og sárþyrstur maður svaladrykk. Karen laumaðist til að virða fyrir sér málverkið, og hana rak í rogastans þegar hún sá hvílíkri kunn- áttu og hæfileikum það var vitni, bæði í linubygg- ingum og — ef til vill fyrst og fremst — í lita- meðferð. „Hvernig stendur á því að þér, sem getið málað þannig, skuluð . . .“ Hún lauk ekki við setninguna. Will brosti gleðivana brosi. „Skuli vera að beita fantabrögðum til að komast yfir lausnarfé, mér til lífsviðurværis", botnaði hann setninguna fyrir hana. „Jú, ég geri ráð fyrir að það stafi fyrst og fremst af þeirri ótrúlegu fákænsku málaverka- kaupenda, sem veldur því, að þeir geta aldrei viður- kennt hæfileika listamanns, fyrr en hann hefur rotnað í gröf sinni í hudrað ár, að minnsta kosti". Karen virti fyrir sér málverkið. Reyndi að skilja það, sem lá á bak við línurnar og litina. Og hana furðaði á þeim kluda og Því miskunnarleysi, sem þar birtist þegar betur var að gáð, öldungis eins og í svip og framkomu málarans, Will Roth. „Þú vildir kannski rétta mér penslana þarna", mælti Will sínum mjúka suðurríkjamálhreim. Þegar hann tók við penslunum, snertust hendur þeirra, og Karen fann að fingur hans voru brenn- andi heitir. Hún veitti því líka athygli, að annar- legur roði var í vöngum hans og svitadropar stóðu á enninu. „Þú hefur sótthita", varð henni að orði. Will bandaði út hendinni eins og hann vildi vara hana við að láta Mick verða nokkurs áskynja. En það var um seinan. Mick hafði þegar liðið upp úr bókinni, og gleðibros ljómaði upp andlit hans. „Já, Will fær þessi hitasóttarköst alltaf öðru hverju", mælti hann. „Og hann veit ekki sitt rjúk- andi ráð, meðan á þeim stendur. Fær óráð og hefur ekki hugmynd um neitt". Mick þagnaði við, og lét ósögð þau orð, sem bersýnilega lágu honum á tungu — að Will gæti ekki einu sinni valdið skammbyssunni, þegar hann fengi köstin, og Það gæti Því hæglega komið fyrir að viðhorf breyttist fyrr en varði. „Þér verður ekki að von þinni í þetta skiptið", tók Will til máls. „Hefurðu nokkurntíma vitað til þess að ég missti ráð og rænu, þegar um mikla peninga væri að ræða?" Karen fór fram í eldhús og þvoði upp matar- áhöldin. Hún var því fegnust að fá að vera eitthvað að starfa það dreifði að minnsta kosti hugsunum. Hún sá að bakdyrnar voru læstar. Ef henni tæk- ist nú að opna þær — mundi henni þá auðnast að komast svo skjótt undan, að Mick hefði ekki við henni og kúlurnar úr skammbyssu Wills hæíðu hana ekki? „Ég held því enn fram", heyrði hún að Miek sagði, „að það sé ógætni að setja ekki hlera fyrir þennan stóra glugga. Það gæti farið svo að ein- hver álpaðist hérna framhjá og liti inn." „Hef ég ekki sagt þér það", mælti Will og gætti óþolinmæði í röddinni, „að kóralklettarnir í fjör- unni fela sumarbústaðinn sjónum manna. Og hver ætti að fara að aka alla leið hingað, þegar vitað er, að ekki er hér neinn nema yfir sumarmánuð- ina? Og við hlytum að minnsta kosti að heyra í bílnum þegar hann nálgaðist. Hvaða vit er í því, að loka úti alla þessa fegurð, fyrst hún stendur okkur á annað borð til boða, og ekki er nein hætta því samfara að njóta hennar". „Má ég opna fyrir útvarpið?" spurði Mick enn. „Nei". Karen gat ekki varist þeirri kynlegu hugsun, að hérna stæði hún ogþvæi mataráhöldin, öldungis eins og í eldhúsinu heima , Pawnee Falls, en bóf- arnir tveir stæðu frammi í stofu, læsu sígildar skáldsögur, máluðu og þráttuðu um fegurð ... Hún rifjaði það upp fyrir sér, án þess þó að finna til fáts eða fums, hversu óttaslegin hún hefði orðið, þegar Mick lagði krumiuna að mitti hennar, og þegar hún sá hann lúta að sér, og fann græðgislegt augnaráð hans hvíla á sér. Hún gerði sér það einnig ljóst, að það var hann, sem sat við dyrnar, og lokaði henni hinni einu hugsanlegu leið til undankomu. Aðstæðurnar voru þvi með öllu óbreyttar frá því, sem verið hafði kvöldið áður. Sólskinið og fegurð og friðsæld Karibbeanhafsins villti aðeins sýn, undir niðri var hættan söm og áður. Mick sat með bókina, meinlaus að því er virtist; en þótt hugsun hans væri svifasein og sljó, rann hún stöð- ugt í sama farveg. Það mundi ekki líða á löngu áður en hún finndi augnaráð hans hvíla á sér aftur. Ef til vill mundi hitasóttin þá hafa náð meira valdi á Will Roth, og ef hann gæti þá ekki valdið skammbyssunni . . . Hann hafði skammbyssuna við hendina þótt hann væri að mála. Will Roth. tefldi aldrei á tvær hætt- ur. Karen þurfti ekki annað en virða hann fyrir sér og heyra raddhreiminn til að sannfærast um, að hvort sem hann væri með hitasótt eða ekki, væri hann við öllu búinn. Hún minntist þess nú, er hún sá hann fyrst, þegar hún lá á gólfi jeppans 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.