Vikan - 28.04.1960, Page 24
veitir yður fullkomio permanent og greiðslu að eigln vali—og
það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysirallan vandann
Hið dásamlega nýja Toni gerir yður ennþá
auðveldara en yður gat áður grunað, að setja
permanent i hárið heima og leggja :það sið-
an að eigin vild, — en það er Even-Flo
harliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda:
— þvi hann hæfir öllu hári og gerir það
lett og lifandi, sem I raun og veru er aðal-
atriði fagurrar hargreiðslu, varanlegs og
endingargoðs permanents.
hvao er auðveloara?
Fylgið aðeins hinum einföldu leiðbeining-
um, sem eru i islenzku, og permanent yðar
mun vekja aðdaun, vegna þess hve vel hef-
ur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi.
gentle fyru auðliðaö hár
super fyrir erfitt hár
REQULAR fyrir venjulegt hár
VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI.
Einn af vinsælustu bandarísku rokksöngv-
urunum nú er hinn 16 ára Fabian — eða
„The Tiger", eins og hann er oft nefndur,
Því að fyrsta lagið, sem gerði hann frægan,
var einmitt rokklagið Tiger. Hann býr I
Fíladelf-íu, í sömu götu og annar þekktur
rokksöngvari, Frankie Avalon, og það varð
einmitt til þess, að Fahian var uppgötvaður.
Það var einn dag, að „stjörnuleitararnir"
Marucci og de Angelis komu gangandi eftir
strætinu, sem þeir félagar, Frankie og
Fabian húa við. Þá komu þeir auga á Fahian,
sem stóð við dyrnar heima hjá sér og reykti
sígarettu. „Uppgötvararnir" sáu strax, að
hann var ágæt „týpa“, gengu til hans og
spurðu, hvort hann gæti sungið. Það vissi
Fabian ekkert um, en hann lofaði að koma
tli upptökusalarins og láta reyna sig. Og
hann kom, — var reyndur — og fékk samn-
,ing á stundinni. Hann söng strax inn á
nokkrar hljómplötur, sem brátt náðu geysi-
legum vinsældum og seldust í milljónaupp-
lagi. Og nú ógnar Fabian jafnvel sérstöðu
Elvis Presleys á bandarískum hljómplötu-
markaði, — en það er víst ekki á allra
færi. ±
Dansskóli
Jóns Valgeirs
í 12. tbl. Vikunnar birtist greinarkorn
um þau Jón Valgeir og Eddu Scheving
og þar minnzt á, að birtar yrðu seinna
myndir úr dansskóianum. Hér reynum við
að standa við þetta loforð, þótt þessar
svipmyndir á síðunni hér á móti gefi ekki
nema örlitla mynd af þeirri yfirgrips-
miklu og fjölbreyttu danskennslu, sem
þau Jón og Edda hafa annazt undanfarið.
Myndirnar voru teknar í Breiðfirðinga-
bóð, en þar hefur dansskólinn verið að
miklu leyti til húsa í vetur.
24
V I K A N
FABIAN