Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 33
Góða Aldis. Maðurinn minn og ég höfum verið gift í tvö ár og vorum búin að vera trúlofuð i fjögur ár þegar við giftum okkur. Það kom fyrir einu sinni meðan við vorum trúlofuð að unnusti minn hélt fram hjá mér. Hann laug að mér, og fór svo út með annari konu. Þetta hefur hann sagt mér sjálfur, það kom aðeins fyrir þetta eina skipti, og ég fyrirgaf honum það, en svo illa vildi til að móðir mín komst að þessu og hún heldur áfram að núa honum þessu um nasir og tekst jafnvel að gera mig tortryggna gagnvart honum. Vinnu hans er þannig háttað að hann ferðast mikið, og þegar liann er ekki heima, bý ég hjá mömmu. Hún er J)á að ympra á því að hann hafi nú einu sinni sagt ósatt o. s. frv. og þá koma efasemdir upp í huga mínum og ég verð tortryggin og hrœdd. Finnst þér ég hafa ástæðu til jjess? Dóra. Kæra Dóra. Að minum dómi gerið þið báðar úlfalda úr m!Íftugu. Þó að maðurinn hafi tekið þetta hlið- arspor er hann svo heiðarlegur að segja frá þvi, og ekki held ég að hann sé sá flautaþyrill sem þið viljið vera láta. Ég held að þú treystir manninum þínum innst i hjarta þínu Dóra, en þú verður að tala við móður þína og biðja hana að hætta þessu óviðurkvæmilegu tali um manninn þinn, það er ekki til neins góðs fyrir nokkurt ykkar, þvert á móti getur það sáð þvi frœi óvildar og grun- semdar, sem gæti leitt til hjónaskilnaðar. Þegar afbrýðisemi og skortur á trausti virðist vera að stofna hjónabandi i voða, eru það oftast aðeins tvær manneskjur sem geta leyst vand- ann, og það eru hjónin sjálf, og enginn annar hefur leyfi til að blanda sér i þeirra málefni. Beztu kveðjur, Aldis. Kæra Aldis. Mér datt í hug að skrifa þér og vita hvort þú gætir ekki lijálpað mér eða leiðbeint. Fyrir Ijórum árum missti ég manninn minn og lief oft verið einmana síðan og þessvegna hallað mér aðallega að dætrum mínum. Sú eldri er gift og á tveggja ára son. Nú hefur hann legið á spitala um tima og þegar foreldrarnir hafa komið í heimsókn til hans, hefur hann tekið það mjög nærri sér þegar þau fara frá honum, og grátið mikið, svo að mér datt í hug að heim- sækja hann, hélt að hann yrði ekki eins óró- legur, en allt í einu koma þau bæði og ég varð svo sár yfir hvað þau tóku þetta ósinnt upp fyrir mér, dóttir mín var reiðileg á svipinn þegar hún sá mig og tengdasonur minn lét sem hann sæi mig ekki. Kg fór leiðar minnar. Á ég að hætta að skipta mér af þeini ' Yngri dóttir min á tvö börn og iijá henni er eg alltaf vel- komin. Þar sem ég er ekkja og á bara þessar tvær dætur, finnst mér ekki til of mikils raælst að það sé tekið svolitið tillit til min. Það litur út fyrir að sú eldri hafi gleymt þvi að við urð- um að leggja hart að okkur á sínum tíma til þess að hún gæti fengið að læra. Hún hefur ný- lega eignast dóttur, og yngri dóttir min og ég höfum hezlt hugsað okkur að fara ekki i skirn- arveizluna, þvi að þegar drengurinn var skirð- ur, var svo margt ókunnugt fólk að okkur fannst við alveg utanveltu. Þetta eru nú kanski allt smámunir Aldis mín, en í minum augum — Ég ætla að fá 50 grðmm af hveiti, eina matskeið af sykri og safa úr hálfri sftrónu. — - s iiii V viX; i:; r ' % \ \s ' \C< P IP v.v.;.- Piiiii '\ •• M i»- -\-- PRENTSMIÐJAN — SIMAR: 35320, 35321, 35322, 35323 \'\ t -•''❖ \ • \ • ‘ tntt wm «;» i VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.