Vikan


Vikan - 19.05.1960, Side 12

Vikan - 19.05.1960, Side 12
Mac Fairlane lög:reg:lustjóri þóttiit fnllviii uin það, liver væri morðingrinn. Ogr þcii vegrna graf liann isér tíina til þcii að lireinsa kvenhanzku npp lír benzíni. stmdd ýSfou Sakamálasaga eftir Evu Stone. Penny Jones hafði átt erfiðan dag á sjúkra- húsinu og þráSi satt aS segja þaS eitt aS fara heim og sofa, en óróleikinn, sem hafði gripið hana fyrr um daginn, neyddi hana til að klæð- ast göngufötum og taka sporvagninn til Angel- field. Penny var fullviss um, að Cathy þarfn- aðist hjálpar. Það var meira en vika iiðin, siðan hún hafði síðast heyrt frá vinstúlku sinni, og þótt orsökin til þess þyrfti ekki að vera alvar- legs eðlis, var Penny hrædd um, að eitthvað slæmt hefði komið fyrir. Þess vegna var hún svona óróleg. Penny hryllti við tilhugsuninni um það að þurfa að setja skó á fæturna aftur. Hún var Jjreytt og sár í fótunum eftir hjúkrunarkonu- starfið á spitalanum, en samt sem áður gat hún ekki hugsað sér að taka sér neitt annað starf fyrir hendur. Og hvílíkt lán var liað fyrir sjúkrahúsið í Meadwell, en þar hafði hún starf- að í meira en fimm ár. Það var sagt, að Penny Jones hefði bjargað fleiri mannslífum en sjálfur yfirlæknirinn, sem þó var vel metinn skurð- læknir. Hann hafði jafnvel sjálfur látið orð um það falla, en Penny fannst allt slikt öfga- fullar ýkjur. Hún gerði aðeins skyldu sína, — ef til vill stundum aðeins meira, en það var ekki til þess að gera veður af, því að hún hafði ætíð haft áhuga á starfinu, — og ekki var það neitt hrósvert að sinna áhugamálum sinum. Þó var hún fús að játa, að 1 tvö skipti hafði hún farið út fyrir öll venjuleg, takmörk skyldu og áhuga. 1 fyrra skiptið var um Cathy Justin að ræða, en svo Jeanne litlu MacFarlane, sem átti að útskrifast af sjúkra- húsinu í dag. í fjóra erfiða sólarhringa hafði Penny setið yfir dóttur MacFarlanes lögreglu- stjóra án þess að hugsa nokkuð um vaktaskipti eða frítíma. Og þess vegna var hún einnig við- stödd, þegar súrefnistækið bilaði, og gat bjargað lifi barnsins með þvi að leggja munn sinn að munni þess og að heita mátti draga fyrir það andann. Penny brosti, er liún hugsaði um þessa litlu stúlku, sem nú gat farið heim til sín aftur og lialdið áfram að leika sér að brúðunum sínum. Og hún sá ekki eftir einni minútu af jiessum svefnlitla tíma, sem hún hafði fórnað Jeanne. Og þvi fannst henni engin ástæða fyrir for- eldrana til að koma og hlaða yfir hana gjöfum. En lienni Jaótti samt vænt um að fá lianzkana. Þeir voru mjög fallegir og dálitið sérkennileg- ir. — Frú MacFarlane hafði saumað þá sjálf. Penny setti á sig nýju hanzkana, greip hand- töskuna sína og hraðaði sér til sporvagna- stöðvarinnar. Hún var með hælsæri undan öðr- um skónum, og þegar hún var setzt niður í sporvagninum, fann hún loks, hvað hún kenndi mikið til. IHún reyndi því að leiða hugann frá sársaukanum og fór að hugsa um Cathy. Það var fyrir ári, að Cathy var lögð inn á Meadwell-sjúkrahúsið. Hún var veik af botn- langabólgu, ósköp venjulegt tilfelli, og eftir vikutíma var henni fullkomlega batnað. En liað gerðist annað: — 'Cathy hafði hrifizt svo af Penny, að hún vildi skilyrðislaust verða hjúkr- unarkona. Cathy var alin upp á uppeldisstofn- unum og hafði aldrei átt neitt heimili. Hún leit á Penny sem eldri systur sína, og Penny tók það lilutverk að sér með ánægju, því að henni geðjaðist vel að Catliy. Og hún kom því til leiðar, að Cathy var sett inn á hennar deild sem lijúkrunarnemi. Allt gekk vel í nokkra mánuði. En svo var Cathy flutt inn á aðra deild, og það var þar, sem hún hitti Roger Smith. Hann hafði verið lagður inn til rannsóknar á gallsteinum. Þetta var ekki deild Pennyjar, en hún hafði heyrt ýmislegt misjafnt um Roger Smith, og hún ásak- aði sig fyrir að hafa ekki varað Cathy við hon- um nógu snemma. En hcnni hafði ekki dottið í hug, að jafnskynsöm stúlka og Cathy yrði svona ákaflega hrifin af honum. Roger var auðvitað ekki með neina gallsteina. Þetta var aðeins ráð, sem hann notaði til Jiess að komast yfir eiturlyf. En Roger lék hlutverk sitt svo vel, að honum var haldið á spitalanum í þrjár vikur til rannsóknar. Og þrjár vikur nægðu lionum alveg. Eftir að liann útskrifaðist, eyddi Cathy öllum frístundum sínum með honum. Þá varaði Penny hana við, — en það var orðið of seint. Dag einn jiremur mánuðum síðar upp- lýstist, að morfín vantaði í lyfjaskápana bæði á deild Pennyjar og á deildinni, þar sem Cathy vann. Penny tók á sig sökina fyrir óregl- una í sínum eigin skáp, — kenndi um óná- kvæmni í reikningshaldinu. Það mundi ekki koma fyrir aftur. Hún fékk aðeins áminningu, og engum datt i hug að setja þetta á nokkurn hátt í samband við Cathy. Og Penny var einni kunnugt um, að hún hafði nokkrum sinnum lánað Cathy lykilinn að lyfjaskápnum sínum til þess að ná í höfuðverkjartöflur og ýmislegt annað ósaknæmt. En Penny var nú vel ljóst, að henni höfðu orðið ófyrirgefanleg mistök á, en hún hafði treyst ungu stúlkunni óg ekki grunað, 12 V I K A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.