Vikan - 19.05.1960, Qupperneq 13
hve illilega Cathy var korain i klærnar á Roger
Smith.
En svo kom í ljós, að morfín vantaði i lyfja-
skápinn á deildinni hjá Cathy. Þar hafði yfir-
hjúkrunarkonan einnig í grandaleysi lánað
Cathy lykilinn, þegar þurfti að ná i lyf handa
sjúklingunum. En gagnstætt Penny hafði lijúkr-
unarkonan upplýst, að Catliy hefði haft aðagng
að skápnum. Og að undangenginni rannsókn
kom i ljós, að unga stúlkan var orðin eitur-
lyfjaneytandi, — að vísu aðeins á byrjunar-
stigi, en nóg til þess, að henni var vísað úr
starfi tafarlaust.
En Penny kom því til leiðar, að málið var
ekki kært til yfirvaldanna. Hún lofaði að hafa
auga með ungu stúlkunni, en það hafði reynzt
erfiðara en hún ætlaði. Hún liafði talið, að
Roger mundi slita öllu samhandi sínu við Cathy,
jjegar hún hefði ekki lengur aðgang að eitur-
lyfjum, og þar með væri Cathy bjargað.
En svo auðvelt var málið ekki viðfangs. Með
því að gera Cathy að eiturlyfjaneytanda hafði
Roger veitt hana tryggilega í net sitt. Þetta var
hinn venjulegi gangur málanna, en Penny undr-
aðist, hversu oft þetta virtist heppnast. Strax
og menn byrjuðu að neyta eiturlyfja, sljóvgað-
ist skynsemi þeirra og velsæmistilfinning. Og
jafnvel stúlka eins og Gathy hafði látið ánetj-
ast.
Og Cathy var nú þegar sokkin svo djúpt, að
hún 'gekk á milli læknanna og gerði sér upp
alla mögulega verki, aðeins til þess að komast
yfir lyfseðla fyrir eiturlyfjum. Þegar Penny
komst að þessu, beindi hún öllu viljaþreki sínu
að því að reyna að bjarga vinstúlku sinni úr
klóm þessarar óvættar, og nú var hún farin að
trúa því, að sér mundi heppnast það. Cathy
hafði ekki snert morfín í heilan mánuð, og sem
hjúkrunarkonu var Penny vel ljóst, hve mikillar
sjálfsfórnar og hugrekkis slíkt krafðist. Eitur-
lyfjaneyzla var ekki einungis sem brött brekka,
heldur einnig sem svellhál brekka, sem mjög
auðvelt var að renna niður, — en næstum ó-
gerlegt að klifa. Það var ekki svo lítils um vert,
að Cathy hafði stillt sig í heilan mánuð, og
Penny var farin að trúa þvi, að nú væri þessi
martröð liðin hjá.
En nú fannst henni liún ekki vera eins ör-
ugg. Cathy liafði alltaf hringt i hana daglega
og látið vita um sig. En nú liafði Penny ekki
heyrt frá lienni í heila viku.
Penny steig úr sporvagninum við Angelfield
og hélt fótgangandi af stað áleiðis til sumar-
hússins, sem Cathy hafði tekið á leigu um
óákveðinn tima. Hún hafði nú reyndar haldið,
að Roger mundi útvega Cathy einhvern betri
samastað — eftir allt, sem þau liöfðu átt saman
að sælda. En nú loks var Cathy orði^ ljóst,
hversu viðbjóðsleg manngerð Roger hafði verið.
Gaslyktin gaus á móti Penny, þegar hún lauk
upp útidyrunum. Lykilinn hafði Cathy fengið
henni, síðast þegar þær höfðu hitzt.
— Mér finnst ég vera öruggari þarna út frá,
ef ég veit, að þú liefur lykil að útidyrunum, —
hafði hún sagt og litið á Penny augum, sem
lýstu ótta eða skelfingu við eittlivað voveiflegt.
En hún liafði ekki viljað skýra það nánar. ■
í ofboðsflýti opnaði Penny allar dyr og
glugga upp á gátt. Síðan hljóp hún inn i stof-
una, þar sem Cathy lá hreyfingarlaus á legu-
bekknum. Allt lif var slokknað fyrir mörgum
klukkustundum. — Cathy hafði skrúfað frá
gasvélinni án þess að kveikja á henni.
Við hliðina á legubekknum lá samanvöðlað
pappírsblað. Penni tók það upp af gólfinu, slétti
úr því og stautaði sig fram úr næstum ólæsi-
legri skriftinni.
Mér er vel Tcunnugt um, aö þú fékkst lof-
orö um aö mega hefja störf þín aö nýju á
spítalanum, þegar þú hefur náö þér fylli-
lega aftur. Mér finnst þaö einnig vel til
fundiö. Þú gerir áreiöanlega meira gagn
þar. Þú skalt ekki halda, aö þú losnir viö
mig núna, einmitt þegar ég get fariö aö
hafa not fyrir þig aftur. Ég hef alveg nóg
af lyfseölum meö þinu nafni og sönnunum,
hvernig þú útvegaöir þér þá, til þess aö
koma þér í fangelsi. Og þú skalt ekki halda,
aö jafnvel þessi yndislega yfirlijúkrunar-
kona þín vilji nokkuö meö stúlku hafa, sem
setiö hefur inni fyrir slíka hluti. Nei, þú
skalt heldur gera eins og ég segi þér, vina
mín, og þá getum viö haldiö áfram aö vera
góöir vinir. Þú skalt heimsœkja vinkonu
þína á sjúkrahúsínu og reyna þannig aö
ná í svolítiö meira af góögœti. ÞaÖ kemst
ekki upp, ef þú gœtir þess aö taka ekki of
mikiö í einu. Þetta er mín eina von eins
og stendur, svo aö þaö er eins gott fyrir þig
aö fara aö hefjast handa, nema þig langi
ef til vill í smágöngutúr meö MacFarlane.
Ég býst viö þér í kvöld ...
Það stóð eitthvað meira á miðanum, en það
var alveg ólæsilegt. Og Penny hafði séð alveg
nóg. Nú skildi hún allt. Cathy hafði fremur
kosið dauðann en láta undan einu sinni enn
þá. Og liún hafði ekki komið auga á neina aðra
Framhald á bls. 28.
VIK A N
13