Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 20
/. lÁÍoMöLf 'H?Löt^&dge: StUúmi 1 [V ií — -1 _Æ) ^ v -LjvViíib.M IIIu M miiiíAi ÍvSvAVS^VÝ wv.v.vSXva i m * ■ * ■ ■ ■ ■ ■ *■■■"■ Mér er ógerlegt að komast undan, hugsaði hún. Ég er hrædd og kvíðin. E'n eftir að við förum aftur inn í sumarbústaðinn, er öll flóttatilraun útilokuð. Og þegar þeir hafa fengið lausnargjaldið greitt á miðnætti ... og ef Mick leggur hendur á mig, sem ég er ekki í neinum vafa um, að hann muni gera, — nei, ég verð að freista að komast undan, hvað sem það kostar ... > Þegar hún hafði tekið ákvörðun sína, varð hún rólegri. ^Sn nú varð henni líka bið'n þyngra álag en nokkru sinni fyrr. Hana langaði mest af öllu til að spretta á fætur og æpa. Taka síðan á rás. Dauð'nn var þúsund sinnum betri en þessi hræði- lega óvissa og bið ... Ef hún hefði aðeins þá heppni með sér að drukkna á sundinu ... Hún starði á kraftalegar hendur Micks og vöðva- hnyklana á örmum hans, og það fór hrollur um hana Þá tók hún það til bragðs að neyða sjálfa sig til að stara á kuðung, sem lá í sandinum, háfa ekki augun af honum. Henni var Ijóst, að hún varð að bíða þangað til liðið væri á dag, biða, eins lengi og henni væri unnt. Því skemmra sem var til myrkursins, því betra fyrir hana og Því meiri iíkur til að flóttatilraunin mætti takast. Þvi skemmri tima mundi hún þurfa að liggja á sundi, áður en hún gæti sloppið óséð í land og látið myrkrið skýla sér / Hana grunaði þó, að Will Roth mundi ekki hætta á að biða svo lengi. Og hún reyndist hafa rétt fyrir sér. Það var enn fufl klukkustund til sólarlagsins, þögar hann lokaði bókinni og sagði: „Það er orðið áliðið dags. Við verðum að fara inn . ..“ ,.Ég er orðinn bullsveittur í sólskininu,“ svaraði Mick „Ég verð að skreppa sem snöggvast í sjóinn og lauga af mér það mesta.“ „Gerðu það þá,“ varð Will Roth að orði. ,.Má ég þá ekki skreppa lika?" spurði Karen. Hún fann hann hvessa á sig augun eitt andar- tak. En svo kinkaði hann kolli til hálfbróður síns og brosti. „Taktu hana með þér, Mick,“ sagði hann. Þegar í sjóinn kom, gerði Karen sér ljóst að hún mátti ekki eyða timanum til einskis. Fyrst og fremst varð hún að reyna að komast eins langt út og frekast væri unnt, áður en Will Roth yrði litið upp frá bókinni Og sem lengst frá Mick, án þess þó. að það vekti nokkra grunsemd með honum. Hún stakk sér nokkrum sinnum í kaf og synti í króka, en sífellt fjær stöndihni. Hún sneri sér að Mick, hló glettnislega, eins og hún hyggð- ist synda nær honum en um leið og hún var kom- in í kaf, sneri hún við og synti sem fjærst hon- um. unz hana þraut andrá. . Hæ!" kallaði Mick allt í einu. „Komdu til baka ...“ Nú eða aldrei, hugsaði hún með sér. Og hún kinkaði kolli og kallaði til svars: „Ég ætla að synda til Þín í kafi." En það le'ð ekki á löngu að honum yrði Ijóst að hún var að gabba hann. Hann kallaði, Will Roth rois á fætur á ströndinni. Þá lagðist Mick fram, öskraði af reiði um leið og hann tók að synda af öllum kröftum, svo boðaföllin stóðu af honum. Karen heyrði á busli hans og öskri að hann nálgaðist stöðugt. En hún þorði ekki að líta um öxl. Hún synti til hafs, út að kóralrifinu eins og iiún mest mátti. Það verður langt sund, hugsaði hún, en ég verð að ná þangað, hvað sem það ' ostar. Ef Mick nær tangarhaldi á mér nú, þarf ég áreiðanlega bkki griða að biðja. Hún reyndi að leggja sem minnst að sér á sundínu, án þess drægi úr hraða þess. Hagaði sér se >. líkast þvi að hún tæki þátt í þolsundskeppni, og gætti þess að draga andann reglulega. Henni var horfinn allur ótti; nú háði hún þá raun, sem hún haíði von um að geta unnið, þrekraun, sem þó reyndi margfalt minna á hana en biðin og ó- vissan. Þegar hún gaf sér tóm til að líta um öxl, si hún sér til mikillar undrunar, að bilið á milli þeirra hafði styzt. E'nda Þótt Mick synti fyrst og fremst af kröftum, og allar likur væru því til að hann gæfist upp von bráðar, virtist hann hafa meira bol en hún hafði getað gert sér í hugar- lund. Hann buslaði svo að gusurnar stóðu í allar áttir, en engu að síður dró hann stöðugt á hana. Hún hafði haldið, að hún gæti ekki synt hrað- ara, en nú kom það íljós, að óttinn og skelfing- in jók henni þrek. Hún var ekki í nokkrum vafa um að Mick myndi læsa sterkum fingrunum að kverk henni, ef hann næði tökum, kyrkja hana í ofsareiði. þar eð hann þurfti ekki að hafa neinn ótta af Will er hann var úr skotfæri við hann. Karen stakk sér í kaf í öivæntingu sinni og sveigði nokkuð af leið til að villa um fyrir Mick. Þegar hún kom úr kafi, heyrði hún, að hanr rak enn upp öskur af reiði og herti sundið. Hún tók á öllu því, sem hún átti til, innan skamms fann hún sáran sting undir síðunni, og vissi þá, að henni mundi ekki endast þrek miklu lengur. Hún stakk sér enn í kaf. Stingurinn varð æ sárari, en hún reyndi að láta það ekki á sig fá. Þegar hún kom loks úr kafi, sá hún að Mick hafði alls ekki dregið á hana, bilið á milli þeirra hafði lenr^st að mun, og lengdist óðum, þvi að hann hafði snúið við og synti nú i átt til strandar. „Há- karlarnir éta Þig,“ heyrði hún hann öskra. „Og ef það verður ekki, þá bið ég þess að taka á móti þér, þegar þú kemur í land." Hún synti samt e;m sem hún mátta, Því að hún vildi ekki láta hann sjá nein þreytumerki á sér; það hefði getað orðið til þess að hann sneri við. Það var ekki fyrr en að hann var langt undan, að hún áræddi að hægja á sér um hríð. Loks lét hún sig fljóta á bakinu. Og um leið fann hún til meiri þreytu en hún hafði nokkru sinni áður kennt. Hún fann ekki lengur til stingsins, hún hafði ekkert að óttast, hvorki Will, skammbyss- una né Mick. Allt i einu varð hún þess vör að hana tók að syfja í ylvolgum sjónum, svo að hún sneri sér aftur á bringuna og lagðist fram, synti hægum tökum og öllu frekar til að halda sér vakandi en komast lengra undan. Það var ekki fyrir að synja, að einhver hefðist við í sumarbústöðunum, sem hún sá i landi, raunar ólíklegt, því að Will Roth hafði sagt, að enginn byggi hér í grennd, og Það var maður, sem athugaði sinn gang. Og Þó svo væri, þá voru lítil líkindi til að hún næði þangað, enn var hún ekki komin úr augsýn þeirra bræðra á ströndinni. Hún leit til baka. Gerði sér í hugarlund hvað hún myndi sjá; Mick, sem stæði óttasleginn en þrákelknislegur frammi fyrir hálfbróður sínum, sem mældi hann augum með ískaldri fyrirlitn- ingu. Það lá við sjálft að hún vorkenndi Hún tróð enn marvaðann og leit um öxl. Mick hljóp um í flæðarmálinu og gætti þess að vera alltaf á móts við hana. Hann kallaði og benti. En það var þó ekki hann, sefn fyrst og fremst vakti athygli hennar. Aftur á móti varð henni starsýnt þangað, sem Will Roth stóð. Þriðji nnaðurinn hafði bæzt í hópinn, og þessi þriðji maður lá flatur og hreyf- ingarlaus í sandinum við fætur Will Roth, sem beindi skammbyssu sinni að gagnauga hans. Þenn- an mann þekkti Karen samstundis, mundi hafa þekkt hann hvar sem var og hvernig svo sem harrn væri á sig kominn. Þetta var Douglas. Hann lá þarna í sandinum, meðvitundarlaus og ef til vill hættulega særður. Og nú lagði hún óafvitandi eyrun við köllum Micks. „Komdu!" hrópaði hann. „Komdu tafar- laust, eða vinur þinn verður drepinn . . .“ Vitanlega ætti ég að nota tækifærið til að kom- ast undan og ná í hjálp, hugsaði hún, en þá drepa þeir Douglas á meðan og hverfa svo báðir á brott ;'ður en unnt verður að hafa hendur i hári þeirra. Ég bjarga honum raunar ekki frekar, þótt ég hlýði kallinu, því að þá drepa þeir okkur bæði, en ég get ekki látið Douglas einan. Ef þeir drepa hann, verður mér lífið einskis virði, svo að það er jafngott, að við förum þá bæði. . . Hver veit lika, nema við getum þá átt nokkra stund saman áður . . . Hún lagðist fram og synti hægt upp að strönd- inni; hún var svo dösuð, að hún gat ekki beitt sér, en þætti þess þó, að stefna ekki þangað, sem Mick var fyrir, enda þótt stytzt væri þangað, held ur synti hún í stefnu á staðinn, þar sem Will Roth stóð. Hún varð að taka á því síðasta, sem hún átti til, og þegar hún reis upp í flæðarmálinu, reikaði hún í spori eins og drukkin væri. Henni var ekki sjálfri ljóst hvernig hún komst þangað, sem Douglas lá, mundi það næst eftir sér, að hún kraup við hlið honum. Hann dró Þungt andann, en virtist hvorki vera slasaður né særður, nema hvað stór kúla var á höfði hans eftir þungt högg. Hún heyrði hvæsið i Miek, þegar hann kom að á harðahlaupum. Hún hvessti brún augun á Will og leit ekki undan köldu tilliti grárra augna hans. Hann hélt skammbyssunni í skotstillingu, og nú titraði hendi hans ekki hið minnsta. Þau áttu bæði allt undir miskunn hans. Undir miskunn Will Róths, mannsins, sem ekki vissi hvað miskunn var. Það var eins og öfugmæli. Þetta kvöld tók Hosmer ekki þátt í kokkteil- drykkju gestanna niðri í skenkistofunni. Hann sat upp í íbúð sinni, þar sem öll húsgögn og annar búnaður var með hinum mesta glæsibrag og sam- kvæmt nýjustu tízku. Hosmer sat við opið útvarps- tæki og hlustaði á stöðina á eynni, í von um að Will Roth sendi honum einhverja orðsendingu, varðandi gang málanna. Rödd kynnisins var skýr og lét ákaflega þægi- lega í eyrum. Einhver hafði sagt, að þulur þessi hefði starfað um skeið við útvárpsstöð í Chicago og notið mikils álits, en horfið aftur heim i eyna af sjálfsdáðum til að annast þularstarf við hina nýbyggðu útvarpsstöð eyjarskeggja. Hann talaði eðlilega og áreynslulaust, með nokkrum fram- andhreim sem gerði röddina enn áheyrilegri. Það leyndi sér ekki, að hann var stoltur af að tala þannig; þetta er okkar málfar, virtist hann segja, ein af erfðum okkar, sem við teljum okkur mikils virði og látum ekki, hvað sem í boði væri. Hosmer lokaði augunum, og beið tilkynningar- innar, sem hann þóttist mega vera viss um að kæmi fyrr eða síðar. Þulurinn kynnti nýjar hljóm- plötur, sagði fréttir 'þess á milli; meðal annars af eldsvoða á einni af eyjunum i grennd. Þetta var hinn sögulegasti eldsvoði, fyrir skort á nægum vatnsþrýstingi hafði brunaliðinu á eynni ekki tek- ist að koma í veg fyrir að nýbyggt og glæsilegt hús eyðilagðist gersamlega í eldinum. En ekki nóg með það, heldur hafði viljað þannig til, að einn af þeim háttsettu í utanrikismálaráðuneytinu hafði verið nærstaddur, og var hann góðkunningi þess, er husið átti. Fyrir áhrif hans hafði brunaliðs- stjóranum verið vikið úr starfi, en hann hafði gengt því í full tuttugu og fimm ár samfleytt. Virtist allt benda til að þetta mundi verða hita- mál á eyjunum . . . 1 sömu svifum kom tilkynningin. Skýr og sak- leysisleg í senn. Will sendir Smith kveðju sína, og kveðst munu heimsækja hann klukkan eitt. Nú leikum við lagið „Endurminning" fyrir herra Smith. Það var knúið dyra. Smith lokaði útvarpstæk- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.