Vikan


Vikan - 19.05.1960, Qupperneq 23

Vikan - 19.05.1960, Qupperneq 23
Fyrir hverju er draumurinn? Nú hafið þið tækifæri til þess að fá rétta ráðningu á draumum. Um það sér drauma- ráðningamaður, sem VIKAN kemur ykkur í samband við. Utanáskrift: VIKAN, póst- hólf 149. Mig dreymdi. Að ég og systir mín vorum að ganga upp götu, sem var nokkuð löng og upp i móti að fara og beygði til vinstri fyrir húsliornið. Á vinstri hönd við fortóið var stór bygging sem var meðfram allri. götunni og var hún grá að lit eins og gata þegar við höfðum gengið mjög stuttan spöl, fannst mér við nema staðar fyrir miðjum tröpp- um, sem lágu niður í kjallara hússins (4 tröppur niður), en i tröppunum stendur maður, sem ég aðeins liefi séð nokkrum sinnurn (hann er sjó- maður). Hann var hár, og með dökkt hár í svörtum frakka og svörtum skóm. Stóð hann með öðrum fœti í 3. tröppu hinum i þeirri neðstu. Starði hann svo í augun á mér bæði nístandi og kuldalega. Stóð mér svo mikill stuggur af Athugið Ráðning' á draum kostar 20 krón- ur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningarmanninum. Þá kostar ráðningin 50 krónur. honum að ég titraði af hræðslu er ég vaknaði og var hálf hrædd við manninn næst er ég sá hann. Ég tek fram að við gengum eins utarlega á fortóinu og við gátum. Systir min nær götunni ég nær tröppunum. Við leiddumst og vorum eins klæddar i ljósum hálfjökkum. Það er mér forvitni að fá þennan draum ráð- inn. Ein draumlind. Svar til einnar draumlindrar. Draumurinn er athyglisverður og ekki þætti mér ósennilegt að þú berir hlýjan hug til piltsins. Rómantíkin og ástin á sér marga dvalarstaði og fáir munu þeir staðir meir notaðir af elskendum en stigar til að heilsast og kveðjast. Sennilega þætti mér eftir draumnum að til nánari kynna gæti dregið hjá ykkur ef þú heldur rétt á spilunuin. Vafa- laust er þetta ágætur náungi, sem þú undir niðri óttast að yrði skeytingarlaus um þig. Ég vildi því ráðleggja þér að kappkosta alúð og vingjarnleik við hann og reyndar hvern sem er, því það hjálpar manni ósegjanlega til að ná settu marki. Þú muní brátt komast að raun um að þetta er rétta leiðin. Þér er sem sagt alveg óhætt að leggja óttan niður, sem stafar frá draumnum, því hann byggist aðeins á þeirri ímynd þinni að þú missir af piltinum. Þetta fyrirbrigði mun vera nokkuð algengt hjá stúlkum og er ekkert nema eðlilegt ef svo mætti að orði kveða. Þegar stúlkur komast á þennan aldur þá eignast þær venjulega sína draumaprinsa og hugsa oft talsvert um þá. Draumaheimurinn er ó- fallvaltasti heimurinn, sem við þekkjum óg þær skýjaborgir, sem við reysum eru ekki háðar neinum efnislegum takmörkunum og er því oft okkar sætasti heimur. Þennan rómantíska heim eiga piltarnir líka og hver veit nema pilturinn hugsi einnig harla hlý- lega til þín. Kæri Draumráðningamaður. Mig dreymdi að ég væri í kirkju við altaris- göngu, en altarið f þessari krikju var ekki eins og venjuleg altör í krikjum. Það voru stólar með háum bökum i kringum það. Svo fannst mér allt fólkið vera farið upp að altarinu, nema ég. Þá gekk ég upp þrepin, sem lágu upp að altarinu, en þá sá ég mann i grárri skykkju með hettu, mér fannst hendin á honum vera kringlótt fremst, þar sem fingurnir og handarbakið er á öðrum mönnum og var vafið svörtu efni utan um handlegginn nema þetta kringlulaga. Mér Framhald á bls. 31. — Hvaða maður er nú svona í framan? — segja eldri menn grátklökkir, þegar þeir sjá hin alkunnu portrett Picassos. Það var svo sem munur, hvernig Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson máluðu. Það er vafamál, hvort sjálfur Picasso taki málið svona alvarlega. Hann er ef til vill að gera grín að hneykslunargjörnum smáborgurum. Kvenmaðurinn hjá myndinni hefur líklega verið fyrirsæta eftir andlitinu á henni að dæma. Á myndinni til hægri er annað listaverk eftir annan málara. Þessi mynd er máluð á vegg í bæjarstjórnarsalnum í Reykjavfk og er eftir Jón Engilberts. Það er næstum því eins og hann hafi haft fyrir framan sig skipulagskort af bænum. Vegir kúnstarinnar eru...

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.