Vikan


Vikan - 19.05.1960, Síða 24

Vikan - 19.05.1960, Síða 24
— Afsakið. Ég er víst að villast — þetta er herbergi númer 404. — Allt i lagi, komdu inn. Það koma ekki of margir i heimsókn hingað — en komdu ekki nálægt, þú gætir smitast. — Smitast? — Já, ég ligg í hlaupabólu. — Það er annað rúm þarna — eru fleiri hlaupabólusjúkiingar hérna? — Já, það er hann Cleve Norton — hann er þarna inni á baðherberginu núna. — Hvernig náungi er það? — Hann er ágætur — fyrri maður konunnar minnar. — Nú, já, og ykkur kemur vel saman? —• Já, alveg ágætlega. — Af hverju komið þið ykkur ekki á spítalann heldur? -— Ja — þetta er nú víst enginn fyrirmyndar spítali hérna. Það er sagt, að margir fari þar inn, en fáir komi út aftur. — Hvað varstu að gera hingað á þetta fjalla- hótel? — Ég og konan mín ætluðuin að fara á skíði. Hún er alveg forfallin skíðamanneskja. — Hafið þið verið hérna áður? — Ja, ekki ég. Hún kom víst hingáð i brúð- kaupsferð með Cieve. \ — Til hvers hefurðu þessa vetlinga á hönd- unum? — Þetta eru andklóruvetlingar. Þeir eru til þess að maður klóri sér síður. Cleve er dálitið erfiður með þetta. Hann vill aillaf taka af sér vettlingana og klóra sér — enda batnar honum ábyggilega miklu seinna en mér. Skoðarðu síjörnurnar í þessum kíki þarna? — Nei, en konan mín er á skíðum með hótel- st'jóranum. — Og þú vilt svona fylgjast með þeim? — Já, þeir eru stórhættulegir, þessir frönsku froskar. Farðu inn á baðherbergið og heilsaðu upp á fyrirrennara minn. Siit Htáf toéi ítiett '' — Cleve Norton? — Ja, hvern fjandann vilt þú? —Þú ert veikur af hlaupabólu? — Ja, veikur. Ég er með einliver smáútbrot, og jiess vegna er manni haldið hér i fangelsi eins og stórglæpamanni. — Hvernig náungi er þessi Humpy? — Hann er vægast sagt hundleiðinlegur, og getur tekið upp á ótrúlegustu hlutum. T. d. þegar frúin var að fara á skiði með Victor, þá lá Humpy út í glugga og æpti út, svo allir hótel- gestirnir heyrðu: „Maja, Maja, ég vil að þú sért með mér i nótt.“ — Já, Maja — hún var einu sinni gift þér. Hefurðu hugsað þér að reyna að krækja í hana aflur? — Maður veit aldrei hvað gerist, ef ég þarf að vera hérna öllu lengur. — Er það læknir, sem stundar ykkur hérna? — Nei, ekki aldeilis. Það er gamall kerl- ingard. . . sem kallar sig hjúkrunarkonu. Hún er að gera mig alveg sturlaðan — og ekki nokkur leið að losna við liana — mér kæmi ekki á óvart, þótt eitthvað kæmi fyrir hana hérna. — Geturðu ekki sloppið héðan? — Nei, heldurðu að hótelstjórinn hafi ekki sett öll okkar föt í sóttheinsun? Svo að nú höf- um við ekkert annað en það sem við stöndum í — náttfötin. — Ert þú giftur? — Nei, hættu nú góði — ég læt ]iig ekki ... uss, þarna kemur kerlingarnornin. — Hvað sé ég — allir gluggar upp á gátt og strákarnir að striplast. Svona upp í með ykur. — Þú ert liklega kerlingarnornin, sem Cleve var að tala um? — Já, ætli það ekki. Þetta eru mestu óþekktar- angar — sérstaklega hann Cleve. Hann er ósköp erfiður — hann heimtar viskíið sitt og sígar- „. . . maður verður að passa upþ á dollarana.“ etturnar allan liðlangan daginn. En hér fær liann ekkert nema meðalið sitt. — En neitar liann þá ekki að taka inn meðalið? — Neita er orð, sem við notum ekki hér. — Hver réði þig hingað? — Það var nú hóteleigandinn, Victor. — Og þú færð náttúrlega borgað fyrir þetta? — Ja, ég ætla nú ekkert að taka fyrir þetta. Ég er orðin svo gömul, að þeir vildu mig ekki lengur í Englandi og þá var ég bara send hingað til Frakklands . . . svona, upp í með ykkur, Nannie ætlar að sækja nammi handa ykkur, nammi-kakó. — Jæja, blessaðir strákar og góðan bata. —Vertu blessaður. — Eruð þér frú Miller? — Já. — Ég leit við hjá manninum yðar. Þetta eru meiri vandræðin með hann — finnst yður ekki leiðinlegt að hafa manninn veikan i bólinu? — O, nei, nei. — Þér getið náttúrlega alveg skemmt yður fyrir það? — Já, ég held það nú. Hann er nú enginn sérstakur skíðagarpur. — Hann sagði mér að þér væruð núna á skíðum — einar með hótclstjóranum? — Eirf með Victor? Æi, Huinpy er stundum svo mikill kjáni. — Hvernig kunnið þér við Victor? — Ágætlega — hann er mjög vingjarnlegur. — Maðurinn yðar virðist vera hræddur um yður fyrir honum — er einhver ástæða til þess ? — Nei, það er alveg ástæðulaust. Karlmenn láta alltaf svona. — Ertu ekki hrædd um að smitast af þeim þarna uppi? — Jú, enda er ég eins lítið hjá þeirn og ég get. — Góðan daginn, þér eruð hótelstjórinn? — Já, góðan daginn. — Hvernig gengur hóteireksturinn? —Vel, meðan nóg er af Ameríkönum — mað- ur verður að passa upp á dollarana. — Kunnið þér ekki illa við að hafa þessa bólu- sjúklinga á hótelinu? — Mon dieu — það má alls ekki fréttast. Ég er að reyna að losna við þá. Það er bara með Maju ... — Já, þið eruð mikið saman? — Já, hún er yndisleg kona. — Þér eruð kannski hrifinn af henni? — Ég svara ekki svóna spurningum — og allra sizt bláókunnugum mönnum. — Já, þið eigið bágt með ykkur, þessir Frans- menn. — Ætli það sé nú ekki frekar þær sem eiga bágt með sig, þegar þær eru með okkur . . . — Byrjum, gerið þið svo vel! Hvern fjandann ert þú að gera hér inni á leiksviðinu. Viltu koma þér í burtu! Athugasemdin kom frá Flosa G. Ólafssyni, leikstjóra. Ég hafði lent á leiksviðinu í Fram sóknarhúsinu, þar sem Verið var að sýna gaman- leikinn „Ástir í sóttkví“ eftir Kay Bannerman og 'Harold Brooke, sem „Nýtt leikhús" hefur nú sýnt í rúmar þrjár vikur við ágætar undirtektir áhorfenda. Með hlutverkin i leikritinu fara þau: Jón Kjartanson, Baldur 'Hólmgeirsson, Elín Ingvarsdóttir, Nína Sveinsdóttir og Jakob Möller. 24 VIK A N

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.