Vikan - 19.05.1960, Qupperneq 28
— Nei, hann er knattspyrnuþjálfari
— hann er vanur að koma á útsöl-
una til þess að læra ýmis brögð.
— Hann gleypti segulstál, herra
læknir.
ekkert aðhafzt. — Hann var slunginn, og við
höfðum engar sannanir ...
— Nú, sagði Penny. — Vissi Cathy, að þið ...
— iHana grunaði það. En Cathy var hrædd
við okkur. Á stofugólfinu hjá henni fundum
við samanvöðlað bréf, þar sem Roger hótar
henni öllu illu. Þess vegna drap hún hann.
Penny starði á hann alveg orðlaus.
— Þið haldið þó ekki, að Cathy hafi ...
— Við erum fullvissir um það. Hún gaf hon-
uin innspýtingu af benzíni. Við fundum plast-
hylki með örlitlu af benzíni á tröppunum hjá
honum.
— Cathy átti það ekki, sagði Penny rólega.
— Það var ...
— Við vitum, að Cathy gerði það, tók Mac-
Farlane fram í fyrir henni. — Við fundum för
eftir skóna hennar á gólfinu í herberginu hans,
og það var leðja úr innkeyrslunni á skónum
hennar. Þetta mál var ckki erfitt að leysa, og
það verða engin réttarhöld, engin liegning. I.ögin
segja líf fyrjr lif, og Cathy tók aðeins ómakið
af böðlinum. Reikningsskilin standa jöfn.
MacFarlane leil loksins á Penny og horfði
lengi fast í augu henni.
— Reikningsskilin standa jöfn, endurtók
hann. Enginn gdur gert Cathy neitt illt framar.
Penny sat sem stirðnuð og starði á hann.
Hugsanirnar flugu gegnum höfuð hennar. Hún
opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað, en
þá tók hann enn fram í fyrir henni.
— Annars kom ég hingað með hanzkana yð-
ar, sagði hann. Þér gleymduð þeim í bílnum
hjá mér um kvöldið, sem Cathy dó.
Hann dró hanzkana upp úr vasa sínum, —
hanzkana, sem kona hans hafði saumað og gefið
Penny sem þakklætisvott fyrir að bjarga lifi
Jeanne litlu.
— Þeir höfðu skitnað svolitið út, sagði Mac-
Farlane, svo að ég hreinsaði þá — upp úr
benzíni.
— Þakka yður fyrir, sagði Penny. Þakka yð-
ur kærlega fyrir MacFarlane.
Tækni gegn glæpum
Framhald af bls. 5
aði til konu sinnar, og hinir farþegarnir, 39 tals-
ins, voru í óða önn að kaupa ferðatryggingar á
flugstöðinni. Ungur maður fylgdi móður sinni að
flugvélinni ásamt konu sinni og barni. Hann bar
farangur hennar að flugvélinni og kyssti hana síð-
an í kveðjuskyni. Flugvélin hófst á loft, og litlu
síðar sveimaði hún eðlilega í 1900 metra hæð. En
þegar ellefu mínútur voru liðnar frá flugtaki,
sprakk flugvélin i loftinu!
Síðar um kvöldið bað læknir flugfélagsins FBI
um aðstoð við að greina sundur likin. 1 bæki-
stöðvunum í Washington er sérstök deild, sem
veitir aðstoð í slíku tilfelli, og voru menn þegar
sendir á vettvang með fingraför þeirra, sem vitað
var, að tekið höfðu sér far með flugvélinni. Þegar
likin höfðu verið könnuð og þau þekkt, settust
aðrir sérfræðingar FBI á rökstóla með starfs-
mönnum flugumferðarstjórnarinnar, flugfélags-
ins og verksmiðjanna, sem smiðuðu flugvélina.
Þeirra verkefni er að finna orsök slyssins, ef Það
er unnt. Var hún mistök flugmannsins, smíðagalli
eða skemmdarverk? Hið síðastnefnda virtist fyrst
i stað ákaflega ólíklegt.
Akrinum, þar sem flugvélarbrotin höfðu fallið,
var skipt niður í svæði, sem öll voru rannsökuð
nákvæmlega. Flugmenn úr flugherstöð skammt
frá fóru yfir akurinn og tíndu upp alla flugvélar-
hluta og farangurs, hversu smátt sem það var.
Ætlunin var að setja saman brotin, sem i leit-
irnar kæmu, í vöruskemmu við flugvöllinn og
reyna þannig að finna orsök slyssins. Flugvélar-
brotunum var raðað niður af mikilli nákvæmni
og kunnáttu og Þau fest saman og skrúfuð, og
brátt var þarna kominn risastór flugvélarskrokk-
ur. En hvernig sem leitað var, fannst enginn hluti
til að fylla í skörðótt op fyrir aftan inngöngu-
dyrnar í fiutningsklefa flugvélarinnar nr. 4. —
Þannig varð ljóst, að sprengingin hafði ekki getað
komið frá benzíngeymunum, því að augljóst var,
að hreyfiarnir fremst í flugvélinni voru í gangi,
þegar sprengingin varð. En loks fundust litlar
málmagnir úr opinu, og í Því voru rákir af undar-
legu, gráu dufti. Tekin voru af því sýnishorn og
flogið með þau til FBI-rannsóknarsafnsins í
Washington, þar sem þau voru rannsökuð. Niður-
staða rannsóknarinnar var þessi: „Sýnishornið
ber greiniiega vitni um dýnamítsprengingu." —
Þetta bei\ti til þess, að um skemmdarstarfsemi
hefði verið að ræða, og ekki voru margar klukku-
stundir liðnar, þegar rúmlega 100 FBI-menn voru
komnir á vettvang. Nokkrir þeirra voru sendir
til Denver, og þar hófu þeir mestu mannaveiðar,
sem um getur í sögu bandarískra flugmála. Hver
var tilgangurinn með sprengingunni? Hver hafði
getað framkvæmt og skipulagt slíkan glæp, sem
var allt að því fullkominn?
Nákvæm rannsókn var gerð meðal skyldíólks
og vina hinna látnu, og leitað var i skjölum FBI
að upplýsingum um fyrri afbrot, ef einhver væru.
Smám saman þrengdist rannsóknarhringurinn, og
þeim, sem grunaðir voru, fækkaði, og hvert nafnið
af öðru á listanum yfir þá, sem grunaðir voru,
var þurrkað út, þar til eftir var Jack Graham.
Það var ungi maðurinn, sem fylgt hafði móður
sinni aö flugvélinni og kysst hana, áður en hún
steig upp í vélina. Grunur beindist fyrst að hon-
um, þegar ferðataska frú Daisie King, móður
hans, fannst hvergi — eða ekki annað en smábrot
úr henni hér og þar. Handtaska hennar fannst
aftur á móti, og í henni var blaðaúrklippa frá
1951. þar sem lögreglan lýsti eftir Jack Graham
vegna fölsunar. Þeir, sem þekktu Graham, voru
yfirheyrðir, og þannig fékkst athyglisverð vitn-
eskja. Það kom í ljós, að hann hafði oft átt í
harðri orðasennu við móður sína, en hún var
eigandi veitingahúss, sem hann veittj forstöðu,
Skýrslur sýndu, að hann hafði lært skemmdar-
verkastarfsemi, þegar hann gegndl herþjónustu I
flotanum. Kona hans sagði, að skömmu áður en
þau lögðu af stað til flugvallarins, hefði maður
hennar farið með gjafaböggul niður í kjallara
heima hjá þeim, þar sem frú King var að setja
niður farangurinn.
Siðla dags nokkrum dögum síðar gekk FBI-
maður á fund Grahams. Hann ávarpaði Graham
þessum orðum: „Ég vil, að Þér vitið, að þér hafið
ákveðin réttindi. Dyrnar þarna eru opnar. Þér
megið ganga út, hvenær sem Þér viljið. Og þarna
er sími. Þér getið hringt á konu yðar, lögfræðing
eða hvern þann annan, sem þér viljið. Þér þurfið
ekki að segja okkur neitt, — og ef Þér segið
okkur eitthvað, verður það notað gegn yður í
réttinum. Það verða engar hótanir hafðar I
frammi né loforð gefin, meðan við tölum við yður.
Sprengduð þér upp flugvélina til þess að drepa
móður yðar?“
„Nei, ég gerði það ekki,“ svaraði Graham.
„Hafið þér þá nokkuð á móti því, að við leitum
í húsi yðar?“ spurði fulltrúinn.
„Þér skuluð leita, ef þér viljið, ég hef engu
að leyna.“
Leitin var nákvæmari en Graham hafði grunað.
1 vasanum á einni af skyrtunum hans fannst vír-
lengja, — sams konar og notuð er til að sprengja
dýnamít. Við nánari leit fannst jafnvel enn mikil-
vægara sönnunargagn. Það var 37,500 dollara líf-
tryggingarvottorð, undirritað af móður hans, og
átti að greiða Graham upphæðina við dauða henn-
ar. Og enn var leitinni haldið áfram. Afgreiðslu-
maður i verzlun skammt frá, sem selur dýnmít,
þekkti andlit Grahams af Ijósmynd. Þá fundust
hlutir, sem búast hefði mátt við, að móðir hans
hefði tekið með sér í ferðina, og hefðu þeir hæg-
lega getað rúmazt í „gjafapakka" Grahams.
Eftir því, sem hringur óyggjandi sannana
þrengdist utan um Graham, brást mótstöðuafl
hans, og loks kom að því, að hann gafst upp.
„Allt í lagi. — Hvar viljið þið, að ég byrji?“
spurði hann.
„Hvar sem Þér viljið," var svarað.
Og nú leysti hann frá skjóðunni, og hraðritari
tók niður játningu hans. Þegar því var lokið,
skrifaði hann undir framburð sinn. Kallað var á
lækni til að rannsaka hann og fá læknisvottorð
um, að engu ofbeldi hefði verið beitt til að fá
hann til að játa. Því næst var hann fenginn í
hendur yfirvöldum Colorado-fylkis, svo að unnt
væri að leiða hann fyrir dómstóíana, ákærðan
fyrir morð.
Hvergi var smugu að finna i sönnunargögnum
og játningu ákærða, svo að kviðdómurinn þurfti
ekki nema 72 mínútur til að kveða upp úrskurð
sinn. Hann var: Sekur um morð af fyrstu gráðu!
Þannig lauk þessari tilraun til að fremja hinn
fullkomna glæp. Skarpar ályktanir, dregnar af
staðreyndum, áttu nokkurn þátt í lausn leyndar-
dómsins, en annars má aðallega þakka hana starfi
FBI-manna í náinni samvinnu við lögregluyfir-
völd fylkja og héraða úti á landi og upplýsing-
um, er aflað var í hinu fullkomna rannsóknar-
safni FBI í aðalbækistöðvunum í Washington.
VERND HINNA SAKLAUSU.
Saklausir menn fiækjast oft inn í sögu afbrota-
mála, eingöngu vegna þess, að aðstæðurnar eða
rás viðburðanna valda því, að grunur fellur á þá.
Stundum er það líka svo, að margir eru grunaðir,
þar til böndin berast loks að hinum raunverulega
afbrotamanni, þegar áþreifanleg sönnunargögn
koma fram. Að dómi FBI og þjóðarinnar í heild
er ekki síður mikilvægt að sanna sakleysi þeirra,
sem ranglega eru sakfelldir, en sanna sekt hinna
seku. I báðum tilfellum fer fram nákvæm leit
að staðreyndum með sömu starfsaðferðum og
sömu hjálpartækjum.
Það gerðist í Nome í Alaska árið 1936, að mað-
ur klæddur skinnfeldi læddist að kofaglugganum
hjá John Nilima, fyrrum gullgrafara og kaup-
manin, miðaði á hann byssu og skaut hann til
bana. Stórhríð var á, og snjórinn fyllti brátt spor
moröingjans. Grunur beindist aðeins að tveimur
mönnum. Annar var ungur Eskimói, sem hafði
eytt meiri peningum en góðu hófi gegndi í þorps-
búðinni. Hinn hafði áður setið í fangelsi og var
yfirlýstur andstæðingur kaupmannsins og hafði
meira að segja í annarra vðiurvist hótað að drepa
hann vegna deilu um verzlunarréttindi. Eskimó-
inn náðist, er hann var á leið burt úr þorpinu,
og þótti allt háttarlag hans grunsamlegt, líkt og
hann væri á flótta. Hann Þverneitaði að segja
frá, hvar hann hefði fengið peninga til hinna
miklu vörukaupa í verzluninni. Fógetinn tók eftir,
að blóðblettir voru á sokkum hins mannsins, sem
setið hafði í fangelsi, og spurði hann, hvernig
h þeim stæði. „Ég skaut hreindýr," sagði hann,
yiSAN