Vikan


Vikan - 19.05.1960, Page 31

Vikan - 19.05.1960, Page 31
Þú og barnið þitt Framhald af bls. 15. til þess fást lika nógir. Leikfélögunum þykir gaman a8 striða barni með þvi, að amma þess sé vitlaus eða mamma þess sé kleppsmatur. Fimm ára drengur, sem ólst upp hjá gamalli ömmu, fékk á ýmsan hátt að kenna á geðbilun hennar. Hún lét hann alls ekki klæðast, þegar hún lá sjálf i vesældarköstum sinum, og dreng- urinn vandist þvi að kúra i handarkrika ömmu sinnar dögum saman, þegar önnur börn léku sér úti. Svo var það dag nokkurn, að hann kom inn til gömlu konunnar, horfði rannsakandi á hana svolitla stund og spurði i vantrúartón, eins og hann vissi hið neitandi svar fyrirfram: „Ertu nokkuð geggjuð, amma min?“ Þegar börn hafa skilið, hvar hinn geðbilaði er veikur fyrir, geta þau leiðst til að nota sér þetta, annaðhvort til þess að koma fram vilja sinum í ábataskyni, eða beinlinis að æsa hann upp og spila með hann. Frægt dæmi um þetta úr bókmenntunum: Pétur Gautur leikur á trú- girni og geðofsa liálfsturlaðrar móður sinnar. En nærtæk dæmi úr daglegu lífi skortir ekki lieldur. Ekki alls fyrir löngu taldi skóladrengur 1 Reykjavík ömmu sinni, stórlega geðbilaðri konu, trú um, að nokkrir eldri strákar hefðu hengt hann 1 auðum herskála. Þeir létu hann hanga í hálftima. Þessi einfaldi og uppeldislega vanrækti drengur skeinmti sér konuuglega yfir bæxlagangi gömlu konunnar við að fá mláið upplýst og liinum seku refsað. ★ Draumaráðningar Framhald af bls. 23. fannst ég stanza hjá honum og þá sé ég að þetta er barnsandlit, mér fannst hann ætla að gera eitthvað við það, hvort hann ætlaði að henda því eða hvað, man ég ekki, en þá fannst mér ég rétta út hendurnar eftir því, en þá fannst mér hann vefja hið svarta efni utan af handleggnum og þá kom i ljós, að þetta var litið barn, og rétti mér það síðan. Svo fannst mér ég fara lieim með barnið og ég eiga það. Mér fannst einnig, að ég gengi með barni. Þakka þér innilega fyrirfram fyrir ráðninguna. M. B. Svar til M.B. Ef marka má drauminn, þá þýðir hann að þú munt kynnast manni, sem hefur eignast barn áður, en leynir þig þess þar til þú munt komast að því. Mun hann þá verða óttasleg- inn, því hann heldur að þú sért mótfallinn barninu, en þegar að hann sér að svo er ekki þá réttir hann þér það. Kynni ykkar munu sennilega leiða til hjónabands og í sam- bandi við það muntu eignast margt nýrra fata á næstunni. Það mun vera nokkuð títt nú til dags að fólk hefur eignast óskilgetin börn og má ef til vill segja að það sé ekki mikið meira meðal vorrar kynslóðar en þeirra fyrri. Þetta fyrir- brigði virðist því ætla að verða förunautur vor enn um hríð ó meðan margur maðurinn er auðsveipur þræll hinna óvirðulegri hvata. Slíkur er ávöxtur yfirráða holdsins yfir and- anum. Ég ber ávallt djúpa lotningu fyrir konum og körlum, sem taka að sér maka með slikan ávöxt, því þar kemur fram mikill fyr- irgefningarmáttur og höfðingslund. Svo mun því varið í flestum tilfellum. Margur hefur reynt að skjóta sér undan ábyrgð ó óskil- getnum börnum, jafnvel þó fyrir lægju allar lfkur fyrir hinu gagnstæða, hefur slíkt at- ferli jafnan þótt heldur löðurmannlegt. Ég spói þér því góðrar framtíðar, gleddust og njótta óvaxta góðra verka i framtíðinnL Dragist ekki afturúr Það getur dregið dilk á eftir sér að vita ekki full skil á nýj- ungunum sem daglega koma fram á sviði tækninnar. Það er auðvelt að fylgjast með flestu sem ger- ist síðan timaritið „TÆKNI fyrir alla“ lióf göngu sína, því það birtir fréttir, myndir og lengri greinar um allt það sem máli skiptir. Þér þurfið enga tækniorðabók til þess að skilja greinarnar í „TÆKNI fyrir alla“. DraumráSningurþáttur Vikunnar. Mig langar mikið til að vita ráðuiugu á eftir- farandi draum: Mig dreymir að ég sé stödd í fjörunni hér við fjörðinn i ofsaroki og er árabátur stutt frá landi og i honum þrir menn og sé ég að honum hvolfir og langar mig til að reyna að bjarga mönnunum, sem í honum voru. Því næst rekur bátinn að landi og var ekkert i honum nema þrjár rottur. Svo fannst mér ég biða eftir þvi að mennina ræki að landi en þess í stað komu þrir fiskar og bjarga ég þeim upp á þurrt land. Ekki var þessi draumur lengri en þess má geta að einn mannanna, sem í bátnum voru var strákur, sem ég þekki og hann er á sjó. Fyrirfram þakkir. Stúlkan við fjörðinn. Svar til stúlkunnar við fjörðinn. Draumur þeaai er fyrir erfiðleikum mikl- um hjá þínum kunningja. Draumur sem þessi gefa oftast til kynna erfiðleika, veik- indi og dauða kunningja. En í þessu tilfelli virðist ekki ástæða til að ætla að ástandið sé svo slæmt. Dreymt nóttina 1. april 19G0. Til Draumamans, Draumur: Ég var úti í frumskógi með vinum minum við vorum 5 og klifruðum upp í 5 næstu tré, svo litum við niður og sáum þá 5 kóngulæl þær voru 3 X stærri en við þær voru með sinn hvorn pcninginn og spynndu vef upp til okkar og létu peningana detta ofaná vini mína svo að þeir dóu en ég var einneftir svo breyddu þær út teppi létu mig i það og fóru til baka i helli undir jörðinni ég var með kisuna mina og páfagauginn enn þau fengu ekki að koma inn það var bál á gólfinu i hellinum og ég var strax bundinn hengdur upp á królk og steiktur. Jón Alfreðsson, fæddur — 1940. Svar til Jóns Alfreðssonar. Ég held, Jón min.n, að drottning draum- anna hafi bara verið að senda þér fyrsta aprfl gabb, svo þú ættir ekkert að vera hræddur. Annars muntu sennilega missa ein- hverja af kunningjum þinum vegna peninga- leysis og muntu, þar með þekkja þína raun- verulegu vina frá hinum. Peningavinir eru fljótir að taka saman föggur sínar þegar gullið er þrotið. Og enn fljótari eru þeir að hypja sig þegar vandræði steðja aS. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.