Vikan - 19.05.1960, Síða 33
mér, aö þú ættir aö hugsa um skilnaö, þvi aö þaö
er ótrúlega erfitt aö rífa sig upp frá heimil isinu,
jafnvel þótt manni hafi ekki alltaf fundizt þaö
hamingjusamt. Og þó aö nöldriö sé slæmt, er ein-
manaleikinn samt verri.
Ég mundi ráöleggja þér aö reyna aö öölast meira
sjálfstæöi og sjálfræöi innan þinnar fjölskyldu og
þins heimilis. Geröu állt, sem þú getur, til aö eign-
ast nýja kunningja og ný hugöarefni, þannig aö
heimiliserjur og daglegt amstur (hverfi í skuggann,
vegna þess aö þú liefur bókstaflega ekki tíma til
aö ganga upp í slíku.
Kær kveöja,
Aldís.
— Fóðrið er ekki síðra — það getur
herrann sjálfur séð. —
„ítalir eyða öllu í föt“
Framhald af bls. J8.
staklingsfrelsið lítið sem ekki neitt, atvinnuleysi
rikjandi í stórum stil, og fólk getur yfirleitt
ekki veitt sér neitt umfram það allra nauðsyn-
legasta.
— Hvernig eru íbúðir manna þarna í Róm?
— Eftir að ég hætti að vinna hjá þessum
hjónum, bjó ég á pensionati í dálítinn tíma. Þar
kynntist ég enskri stúlku, sem var við söngnám
og urðum við góðar vinkonur. Til þess að komast
betur af fjárhagslega, langaði okkur til að fá
leigt herbeigi saman, og í þessari herbergisleit
okkar kynntist ég svolitið í hvernig húsnæði
ltalir búa yfirleitt. Þar kenndi nú margra grasa.
— — Er ekki alltaf hægara fyrir kvenfólk
að ná sér í ibúð en karlmenn?
— Nú, að hvaða leyti?
— Þær geta alltaf fengið inni hjá einhverjum
náungum.
— Já, svoleiðis. Farúk bjó nú þarna í næsta
nágrenni — ég hefði kannski getað fengið inni
hjá honum!
— Er italskt kvenfólk eins ábcrandi fallegt
og manni virðist það vera á myndum?
— Ja — þar sem ég var nær eingöngu í Róm
gct ég lítið dæmt um það í heild, en þar fannst
mér stúlkur vera yfirleitt mjög fallegar og vel
klæddar.
— Hvernig hafa þær efni á því?
— Jú, eins og ég sagði virðast allir vera vel
stæðir þarna, en seinna komst ég að þvi, að fólk
almennt eyðir mjög litlu í mat og í heimilið eða
heimilisprýði og annað slíkt. Mesta kappsmál
ítalanna er að vera vel klæddir. Og þeir eru mjög
smekklegir í klæðaburði, eins og svo mörgu
öðru.
— Stundaðir þú ekki skennntanalifið?
— Nei. þó fór ég nokkuð oft i kvikmyndahús.
— ítalir gera margar góðar myndir. Svo fór ég
á þrjá næturklúbba.
— Og hvað gerðist svo á þessum nætur-
klúbbum?
— Þið vitið nú hvernig næturklúbbar eru —
þeir eru alls staðar eins. Kannski er músíkin
bara mismunandi.
— Og kunnirðu vel við itölsku músíkina?
— Já, alveg Ijómandi. í þessari suðrænu
músík er oft meira líf og ritmi, heldur en ann-
arri. Og svo syngja ítalir mjög mikið — jafnvel
þótt þeir hafi enga rödd. Og allir reyna að stæla
þennan Mondugno. Hann er nú mikið til radd-
laus náungi.
— Er hann aðalstjarnan þeirra?
— Já, það virðist vera — ásamt öðrum auð-
vitað. Hann hvarf nú ekki aldeilis, þó að Volare
gengi út.
— En heyrðir þú þá ekki syngja óperuaríur
og reyna að stæla Gigli eða Di Stefano?
— Minna var um það. Annars er nú eins með
ítali og aðrir þjóðir — sumir eru mjög hrifnir
af óperum en aðrir ekki.
— Jæja, af hverju varstu nú hrifnust í fari
ítalanna?
— Þeir eru mjög glaðlegir og hjálpfúsir.
— Við vorum að lesa það i blaði, sem heitir
Men Only, að þeir væru þeir ómögulegustu elsk-
hugar, sem til væru í heiminum. Hvað heldur
þú um það?
— Jaaaá — ég veit ekkert um það, skal ég
segja ykkur. Kannaði það aldrei.
— Nú, þegar fólk ferðast til fjarlægra landa
til að kynnast landi og þjóð, verður það að
skyggnast eitthvað inn í þessi mál. Þetta er nú
alls staðar stór hluti i lífi fólks?
— Jú, víst er það, en það er hægl að kanna
svo margt annað. Þetta atriði fór alveg fram
hjá mér!
PRENTSMIÐJAN — SÍMAR: 35320, 35321, 35322, 35323
ma
zitiii
1
♦♦ ♦♦
V I K A N
33