Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 33
ÞÆR AUjSTURLENZKU ítalir hafa nýlega gert mjög sérstæða kvikmynd, sem nú er byrjað að sýna þar í landi. Myndin lieitir „Þær austurlenzku — og er saman setl úr sex stuttum ástar- sögum, sem gerast sín i hverju landi Austurheims. Og aðalpersónurnar i mynd- inni eru sex austurlenzkar hlómarósir frá Egyptalandi, Nepal, Síam, Malakkaskaga, Kína og Japan. Á myndunum liér að neð- an sjáum við fimm þessara stúlkna, sem leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni. I 1 Unga stúlkan í kínverska kafla myndarinnar vinnur i Metropole-næturklúbbnum í Hong Kong. Hennar starf er að skemmta kar'lmönnum, sem koma í klúbbinn, — vera félagi þess manns, sem hefur valið sér hana fyrir kvöldið. Chiang Yiu, sem fer með hlutverkið, er einmitt ein þessara stúlkna. Hún er aðeins 17 ára gömul, en er þó enginn ný- liði í sínu ömurlega starfi. Hún missti foreldra sína í borg- arastyrjöldinni og flúði þá ásamt systur sinni til Hong Kong. 2. Eins og margir vita. er Nepal lítið, sjálfstætt riki, sem liggur við rætur Himalajafjalla, milli Tíbets og Ind- lands. Aðaipersónan í kaflanum, sem gerist þar, er sveita- stúlka, sem er eiginkona sjö bræðra. Enn í dag á slíkt sér stað í Nepal. Lakshmi, sem fer með hlutverkið, er 22 ára gömul, er gift og á son á fyrsta ári. E'kki er þess getið, að hún eigi nema einn eiginmann I veruleikanum. 3. Akiko, hin japanska, hefur það að atvinnu að kafa eftir perlum. Og einmitt þess vegna var hún valin í eitt hlutverkið, þar sem japanski hluti myndarinnar fjallar um unga stúiku, sem er perlukafari. 4. Stúlkan frá Síam, Kanikar, er ein af stúlkunum þremur, sem við sáum í kvikmyndinni Brúin yfir Kwai-fljót. Hennar saga segir frá ungri stúlku, sem giftist manni, sem er ópíumneytandi, en hún bjargar honum frá eiturlyfjunum með óþreytandi þolinmæði sinni og ást. 5. Sagan, sem gerist á Malakkaskaga, fjallar um stúlku, sem tinir kókóshnetur. Hún þjálfar apa i að kliíra upp í pálmana og rifa niður þær hnetur, sem orðnar eru full- þroskaðar. Marajat, sem er 18 ára, er ólík hinum stúlk- unum að því leyti, að hún hefur hlotið menntun í Sviss og talar bæði frönsku og ensku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.