Vikan


Vikan - 14.07.1960, Side 34

Vikan - 14.07.1960, Side 34
en ekki bara þunnt lag ofan á brauðsneið eins oy sumir halda. Ostaneyzlan eykst stöðugt bæði í hversdagsmat og veizlumat. Engar fæðutegundir hafa jafnmikið næringargildi og mjólk og ostur eða bæta eins vel slit, orkutap og þreytu líkamans. Ostur er þessvegna sú fæða sem menn skyldu sízt án vera. Ut, út ... í sumaxið í sumarfríið - J 1 helgarferðirj •r hentUffast að hafa álugS í túbum: Kryddafld Sykuraíld Mayoneae Jarðaberjamauk Ávaxtahlaup, rautt, gult oe sramt Fást í flestum matvöru og heildverelunum. Heildsölubirgðir: Skipkalt Vr SKIPHOLTI 1 • REYKJAVtK Símbi2-3737. Gömul skuld Framhald af bls. 9. Ég missti matarlystina, varð sljó og af mér gengin, svaf illa á nóttunni, og þegar ég loksins blundaði, dreymdi mig Merítu. Ég hafði ekki séð hana, en þó fannst mér ég þekkja hana. 1 hug- anum hafði ég skapað mér greinilega mynd af henni. Hún var björt yfirlitum, grönn og falleg, bláeyg og brosið yndislegt. Hún var allt sem ég var ekki. Ég er nefnilega brúneyg og dökk yfir- litum, hlédræg og’hálf feimin. t samanburði við hugmynd þá er ég hafði gert mér af Merítu, varð ég harla léttvæg fundin. Nú skildi ég allt saman. Og með hverjum degi sem leið, fylltist ég æ meiri örvilnan. Loksins stóðst ég ekki mátið lengur. Ég gat ekki lifað svona framvegis. Það gerði mig fár- veika. —• Troels, sagði ég eitt kvöldið eftir snæðing. — Ég verð að tala við þig. Ég er komin að þeirri niðurstööu, að það sé bezt að þú verðir frjáls og laus. — Bezt að ég verði frjáls? át hann undrandi upp eftir mér. Hann sat og starði á mig. — Hvað áttu við? — Að vlð verðum að skilja, svaraði ég og barðist við að halda niðri í mér grátinum. — Þetta getur ekki haldlð áfram að ganga svona til. Hann þagði andartak og starði á mig eins og steingervingur. — Svo þú — ert þá orðin ástfangin af öðrum, sagði hann loksins. — Ég? Ertu orðinn brjálaður? — En hvers vegna í ósköpunum viltu þá að við skiljum? Okkur sem líður svo vel, Anna. Ég hélt að þú værri hamingjusöm lika. f> — En Meríta, sagði ég og það var hættulegur tjskjálfti í rómnum. j — Merita? Hún sem er farin aftur til Ame- ríku. Hún er að giftast bandariskum manni, og þau ætla vist að setjast að i Kaliforníu. Hef ég ekki minnzt á Það við Þig? Nei, það hafði hann ekki minnzt á með einu orði. — Ég vildi ekkert um hana tala, hélt hann áfram. — En ég sé nú að þú munir hafa mis- skilið ólukku bréfið. Það var þannig úr garði gert að það gaf allt aðra hugmynd um okkar málefni en raun var á. Við vorum að vísu góðir vinir. Við höfðum verið saman í svo mörg ár, að eigin- lega höfðum við ekki ástæðu til annars en gera ráð fyrir, að viO mundum giftast einhvern tima. En kvöldið sem hún minnist í bréfi sínu, sleit hún öllu saman. Hún sagðist ekki vilja bindast mér fyrir alvöru, fyrr en hún væri búin að kynn- ast lífinu dálítið meir. Hún hafði aldrei verið með öðrum karlmönnum, og þess vegna sagðist hún ekki vita hvort henni þætti eiginlega vænt um mig. Hvort hún elskaði mig nóg til þess að fara að kvænast mér. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég andmælti því hatrammlega, en hún var ósveigjanleg. Ég kannast fúslega við að ég tók þetta anzi nærri mér. Mér fannst ég allt í einu vera orðinn svo einmana og vissi ekki upp á hverju ég ætti að taka. Þá kynntist ég þér og varð ástfanginn af þér. Það varst Þú sem kenndir mér hvað sönn ást er ... Þetta var orðið langt eintal, og mér datt ekki i hug að segja stakt orð fyrr en hann hafði talað út. — En gjafirnar, Troals? Ég varð að vita vissu mlna. — Gjafirnar? — Já, ilmvatnlð og eyrnalokkarnir. — Ilmvatnið keypti ég vegna þess, að ég gat akkl vitað þig svona raunamædda, en vildi ekki ónáða þig með þvi að spyrja um ástæðuna. Ég bjóst við, að þú mundir koma til mín með það, sem lægi þér á hjarta, þegar þér fyndist tími tlí þess kominn. Mig langaði aðeins til að gleðja þlg, sýna þér, að mér þætti vænt um þig. Eyrnalokk- arnir voru brúðkaupsgjöf mín til þín. En þú mundir ekki einu sinni eftir deginum ... Ég fann helta og hressandi öldu fara um mig, fagnaðaröldu sem var svo voldug, að hún relf meö sér síðustu leifarnar af óhug og afbrýðiseml. Troels elskaði mig, elskaði mig eins heitt og ég hann. Merita kom ekki málinu við. Hann kom tll mín og horfði beint í augu mór. — Við ættum að reyna að eignast barn, Anna, sagði hann. Þá fengir þú um eitthvað annaö að hugsa, eltthvaö sem vert er að fórna sér fyrir. Ég er búinn að fá iaunahækkun, svo við getum veitt okkur það. jr u VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.