Vikan - 20.10.1960, Síða 3
“Kvikmyndagagnrýnin er svo léleg, að maður kaupir köttinn í sekknum“
segir Bína í bréfi
maður alltaf að kaupa köttinn í sekknum, nema
ef maður fréttir eitthvað um myndirnar hjá
kunningjum sínum. Ég er viss um að það mundi
horga sig íyrir blöðin að flytja meira efni um
kvikmyndir, og gera fólkinu auðveldara að velja
og hafna. Ég segi fyrir mig, að oft hef ég beðið
þess með óþreyju að viss kvikmynd kæmi hing-
að, eftir að ég hef lesið skemmtiegan útdrátt
úr henni i einhverju útlendu hlaði.
Vinsamlegast,
Bína.
Dagblöðin hafa takmarkað rúm fyrir annað
efni en pólitíkina. Oft er þó sagt þar frá
leikurum, jafnvel nýjustu kvikmyndum, sem
þeir hafa leikið í eða eru að leika í. Kvik-
myndagagnrýninni birtist og að staðaldri í
flestum dagblöðum, en það er skiljanlegt, þar
sem kvikmyndahúsin eru mörg og mynd-
skipti tíð, að þau geti ekki birt langar grein-
ar um hverja mynd, eða neitt svipaðar að
lengd þeim greinum, sem leikhúsgagnrýn-
endur skrifa. Oðru máli gegnir þarna um
erlend blöð, sem yfirleitt eru mun stærri
en þau íslenzku.
ÆTTI AÐ STÖÐVA ALLAN BÍLA-
INNFLUTNING?
Iíæra Vika.
Nú er svo komið að bilar eru stórfallnir i
verði. Það hefur verið flutt svo mikið inn af
þessum farartækjum, að framboðið er orðið
er orðið meira en eftirspurnin. Þetta verðfall
er vitanlega gífurlegt tjón fyrir bílaeigendur,
og alla þá, sem eitthvað hafa með bilaverzlun
að gera. Mér finnst sjálfsagt, fyrst svona er
komið, að allur bílainnflutningur verði stöðv-
aður, að minnsta kosti i eitt ár, það yrði mikill
gjaldeyrissparnaður og við höfum ekki þörf
fyrir fleiri bila í svipinn. Nú verður ekkert ann-
að að gera, þegar þeir fara að ganga úr sér,
en aka þeim út í einhvern bílakirkjugarðinn,
þar sem enginn hefur eyri upp úr þeim, en
áður gátu menn selt þá fyrir talsvert verð.
Þetta er bein sóun á verðmætum. Semsagt —
stjórnin ætti að stöðva allan bilainnfiutning
i eitt ár minnst, þá kæmist þetta kannski í eðli-
legt horf aftur.
. Fordari.
Er svartamarkaðsbraskið kannski eðlilegt
horf? Ekki viljum við mæla með óhófsinn-
flutningi á bílum, síður en svo. Samt sem
áður viljum við ekki heldur viðurkenna að
svartamarkaður og okur séu ákjósanlcgir
verzlunarhættir, hvort heldur er um að ræða
bíla eða aðra vöru. Það er ekki nema gott
til þess að vita, að bílar skuli nú ganga kaup-
um og sölum á sannvirði —aftur á móti er-
um við bréfritara sammála um, að það væri
ekki nema æskilegt að stöðva allan bílainn-
flutning í ár eða svo, ef það hefði ekki
áframhaldandi og jafnvel aukið svartamark-
aðsbrask í för með sér. Það vita allir að þrátt
fyrir ýmsar takmarkanir hefur ríkt mesta
óhóf og gjaldeyrisbruðl í þessum innflutn-
ingi að undanförnu.
i
HEYMJÖLSVERKSMIÐJAN EKKI
NÝ HUGMYND.
Kæra Vika.
Að undanförnu hefur mikiS verið skrifað og
rætt um það að koma upp heymjölsverksmiðju
liér á landi, og á þann hátt að halda mætti að
þarna væri um að ræða nýja hugmynd; sum
blöð hafa meira að segja eignað sér hana og
hælt sér af. Ég man ekki betur en að Ágúst
Jónsson rafvirki, Reykjavík, hafi barist fyrir að
koma þessari hugmynd í framkvæmd fyrir mörg-
um árum siðan, en mætt litlum skilningi þeirra,
sem helzt áttu um það að fjalla. Þetta finnst
mér að megi koma fram, og Ágúst eigi að hljóta
þann heiður, sem honum ber, þótt honum heppn-
aðist ekki að leiða málið fram til sigurs á sínum
tíma.
Með þökk fyrir birtinguna.
J. Gunnarsson.
Við geturn ekkert til þessa mála lagt, en höf-
urn ekki neina ástæðu til að ætla annað en
þetta sé rétt, og ber alltaf að hafa það sem
sannara reynist. Það er ekki í fyrsta skipti
hér á landi, að hugsjónamenn mæta litlum
skilningi, þegar þeir bera fram mól, sem til
heilla horfa — en aðrir hafa síðan heiðurinn
af að koma í framkvæmd. Og ekki verður
hlutur Ágústar rninni fyrir það þótt hug-
mynd hans hafi ekki hlotið góðar undirtektir
á sínum tíma.
UM DRAUMA OG STJÖRNUSPÁR.
Kæra Vika.
Ég les alltaf draumaráðningar og stjörnu-
spána. Og það er svo einkennilegt, að ég hef
hvað eftir annað orðið vör við, að eitt og ann-
að, sem er i stjörnuspánni kemur fram. En ég
lief líka sent drauma til að láta ráða þá, en
það hefur ekki komið neitt svar, og ég er orðin
óþolinmóð, því að ég held að þessi draumar
hafi kannski einhverja merkingu. Heldurðu að
það geti komið fyrir að bréfin hafi glatast, eða
eitthvað farið milli mála? Svo þakka ég þér
fyrir allt annað gott efni, sem þú flytur.
Vinsamlegast.
Dóra.
Það er ekki að niarka þótt nokkur bið verði
á því að ráðningar birtast, því að mikið berst
að. Að minnsta kosti er ekki nein ástæða til
að gera ráð fyrir neinum óhöppum strax.
Hafið svolitla biðlund, Dóra, og vonandi reyn-
ist svo ráðningin sönn á sínum tíma.
Við viljum taka það fram, að fallið hefur verið
frá því að taka greiðslu fyrir draumráðning-
ar, sökum þess að meira hefur borizt af
bréfum en blaðið gat birt.
Tvöföld nautn - drekkið aðeins úr BÆHEIMSKRISTALSGLÖSUM
Þér getið valið um hin fjölbreyttustu
form og liti, sem nú eru á boðstólum
á þessum markaði.
Bæheimskristall býður vandað
úrval!
Gleymið samt ekki þeirri staðreynd
Bæheimskristall kemur eingöngu frá Tékkó
slóvakíu.
I G LASSEXPORT
Praha — Libereg
Tékkóslóvakía
vikAn 3