Vikan


Vikan - 20.10.1960, Page 21

Vikan - 20.10.1960, Page 21
Skömmu eítir að þau, Wheeler og Gabriella, kveðja Ninu Booth ástmey Howards Fletcher, finnst hún myrt í íbnð sinni. Wheeler fær því meira en nóg að starfa, og þegar hann hefnr yfirheyrt þá Flelcher og Johnny Torch, bregður hann sér í heimsókn til Salters nokkurs, sem er einskonar eftirlitsmaður með Flelcher, á launum hjá spilavítaeigendnnum. Lavers lögreglustjóri hristi höfuðið óholinmóð- ur. „Ég sagði yður að við værum komnir í tíma- þrot í þessu máli, Wheeler. Hafið þér ekki einu sinni lesið greinina, sem birtist í Tribune í morgun ?“ „Eg lit aldrei í dagblöðin. Hef nefnilega fengið einskonar ofnæmi fyrir náunga nokkrum, sem þeir kalla Krustev og utanrikisráðuneytið virðist alltaf eiga í einhverjum brösum við.“ „Þér ættuð nú samt að lesa þessa grein,“ mælti Lavers lögreglustjóri og rétti mér blaðið. Ég leit á blaðið. Á forsíðu birtist frétt Um morð- ið á Nínu Booth og bar stórletraða fyrirsögrt, sem ekki var heldur að undra. Þegar sagt hafði verið frá þvi í aðaldráttum, tók fréttaritarinri að bollaleggja ýmislegt um hugsanlegt samband milli þess atburðar og morðsins á Lindu Scott, en tók að þeim bollaleggingum loknum lögregíu- stjóra borgarinnar svo óþyrmilega til bæna með dylgjum, fyrirspurnum og hinum óþægilegustu athugasemdum, að ekki stóð að endingu steinn yfir steini hvað snerti mannorð hans og embættis- rekstur. Þar að auki var þessi samsetningur svo liðlega gerður, að hvergi var, að því er séð varð, hægt að hengja hattinn sinn á neitt, eða krefja höf- undinn ábyrgðar orða sinna fyrir rétti, enda þótt hverjum og einum, sem greinina las, hlyti að vera meiningin deginum ljósari — að Lavers lög- reglustjóri hefði ærið óhreint mél I pokahorninu í sambandi við þetta mál. Það var svo sem ekki um að villast að Rex Schafer hafði ráðið þeirri stefnu. sem Þarna var upp tekin. „Jæja þá." urraði lögreglustjóri. „Finnst yður enn svo mikils um það vert að við eyðum tveim sólarhringum í ekki neitt?" „Þetta breytir ekki áliti minu í neinu." „Wheeler," mælti hann þreytulega. „Ég verð að viðurkenna. að yður getur dottið ýmislegt snjallt i hug. Þess á milli fáið þér aftur á móti hinar fáránlegustu hugdettur og það er oftast. Nú er emmitt sá gállinn á yður, og það þegar okkor ríður mest á að byggia allar okkar að- gerðir á beinhörðum staðreyndum Fyrir bragðið erum við bókstaflega ekki neinu nær, hvað hvor- ugt morðið snertir, og það eins þótt það sé deg- inum Hósara, ef maður hefur einhvern snefil af heilhrigðri skynsemi, að Fletcher er við bæði morðin riðinn og það meira en lítið. Ef ég léti það hiá líða að taka hann tafarlaust fastan, held ég að ég ætti tvímælalaust skilið þá meðferð, sem ég fæ i Þessum blaðsnepli." Ég var að Því kominn að hreyfa frekari mót- mælum. en þóttist siá að það mundi einungis verða til að gera illt verra eins og allt var í pottinn búið. og hætti við. Svipurinn á andliti Lavers iögreglustjóra bar þvi ljóst vitni að hann hefði tekið ófrávíkjanlega ákvörðun. Lét mér því nægja að kveikja mér í öðrum vindlingi. Lavers leit undrandi á mig. Hann hafði bersýni- lega gert ráð fyrir allt öðru; að ég risi til and- mæla og léti hart mæta hörðu. Hann var því algerlega óviðbúinn að ég léti undan síga orr- ustulaust og virtist ekki vita hvernig hann ætti að bregðast við þessari hernaðaraðferð; hélt sennilega að þetta væri aðeins kænskubragð hjá mér, að ég lét ásökunum hans ósvarað. Hið sanna var einfaldlega það, að ég átti ekkert svar við þeim. Að minnsta kosti ekki á stundinni. „Þeir ættu að geta komið með hann hvað úr þess," mælti hann hranalega. „Ég gerði öllum blöðunum aðvart; þau senda hingað bæði frétta- menn og ljósmyndara." „Gáfu þeir hjá Tribune yður leyfi til að gera öðrum aðvart?" spurði ég meinleysislega. „Vildi Schafer ekki sitja einn að krásinni, þar sem hann hefur óneitanlega mest til matar unnið?" „Hypjið yður út héðan,“ öskraði Lavers lög- reglustjóri. „Hypjið yður út úr skrifstofu minni. Farið til fjandans, beinustu leiö og tafarlaust ... heyrið þér það?“ „Og þér kærið yður þá vitanlega ekert um að ég komi aftur?" „Ekki hingað .. . Komið aldrei framar fyrir mín augu, Wheeler, heyrið þér það. Það er engin ástæða til þess fyrir mig að þola yður slíkar að- dróttanir. Þér getið farið í götulögregluna, ef Þeir þar vilja þá taka við yður — sem ég efast stórlega um, enda lái ég þeim það ekki. En þér komið ekki inn i mína skrifstofu framar. Skiljið þér það ..." „Það verður víst varla misskilið," svaraði ég ósköp rólega og reis á fætur. Gerði mig líklegan til að ganga út. „Og í þetta skiptið, Wheeler, þá er það alvara," mælti Lavers lögreglustjóri og var nú sýnu ró- legri. „Ef þér gerist svo djarfur að láta sjá yður hér í skrifstofu minni eftir þetta, skal ég, að mér heilum og lífandi, láta varpa yður á dyr ...“ „Vi ðskplum vona að ekki korpi til þess,“ svar- aði ég og }ét sem ekkert væri. Þegar ég kom fram í ytri skrifstofuna, sá ég að það var orðið ærið gestkvæmt þar hjá Anna- bellu. Þar biðu tíu til fimmtán blaðamenn og ljósmyndarar, þeirra á meðal Schafer, sem hafði tekið sér sæti á skrifborðinu hennar, dinglaði bíf- unum og rabbaði við hana, glaðklakkalegur mjög. Það leyndi sér svo sem ekki, að hann þóttist kunna tök á kvenfólkinu. Hann glotti til mín, þegar ég kom fram. „Það lítur út fyrir að þið hafið allt í einu tekið rögg á ykkur," varð honum að orði. „Þú ættir ekki að vera að eyða ævinni í Það lengur að dunda hjá Tribune," sagði ég. „Þú ert áreiðanlega fæddur í lögreglustjóraembætti. Aftur á móti er ekki loku fyrir það skotið, að ég hafi einhverja hæfileika til blaðamannsku." „Þú gætir orðið góður dálkaritstjóri," svaraði hann. „Þú ættir til dæmis að skrifa fastan dálk um ljóðagerð. Ég er viss um, að þar yrðir þú í essinu þínu.“ „Og þó lögreglustjóraembættið hérna sé skipað eins og stendur, ætti það ekki að tefja lengi frama þinn,“ mælti ég enn. „Ég skil ekki í að það sé mikið örðugra viðfangs að brenna einn lögreglustjóra en húsvörðinn þarna í Chicagó." Schafer hleypti I brýrnar eitt andartak. „Já, þarna minntir þú mig á dálitið, sem ég mun eiga ógert — að athuga fortið þína og semja síðan smápistil um þig til birtingar í blaðinu," mælti hann gáskalaust. „Hvernig litist Þér á það?“ Það var í sömu svifum að Polnik birtist í dyr- unum með Howard Fletcher fangaðan. Hinir fréttamennirnir og blaðaljósmyndararnir þyrptust að þeim, og Schafer reyndi að olnboga sig i gegn- um þröngina. Það hefði verið synd að segja að hinum fyrrvarandi spilavitiseiganda I Las Vegas væri veitt tilhlýðileg athygli. . „Þú verður að koma mér til aðstoðar, Wheeler," kallaði Polnik í öngum sínum, þegar hópurinn króaði þá, hann og fangann, af út við vegginn. „Við verðum að komast leiðar okkar ...“ „Því miður er ég öllum völdum sviptur, Polnik," svaraði ég. „Þú verður að kalla lögreglustjórann sjálfan þér til aðstoðar . ..“ Að svo mætlu hélt ég leiðar minnar og lét sem mér kæmi þetta ekkert við. Sem snöggvast nam ég staðar á gangstéttinni úti fyrir. Það var indælis veður, sólskin og blæja- logn, og ég var sjálfur í sólskinsskapi; allri ábyrgð og amstri af mér létt og mér fannst ég allt í einu vera orðinn frjáls eins og fuglinn. Svo settist ég inn í bílinn minn, en 6k þó ekki af stað heldur naut þess að enginn sagði: flýttu þér. Og þá gerð- ist það, að mér datt allt í einu ráð í hug. Þetta virtist svo ofureinfalt í framkvæmd, en áhrifin af því hlutu að verða ekki ósvipuð og af strekri dýnamítsprengju. Ég hugleiddi það drykklanga stund og varð sífellt vissari um að það bókstftflega gæti ekki brugðist. Og hvað stóð í veginuni fyrir því að éf} reyndi það? Ég hafíji hvort eð var ekki neinu að tapa — en hins vegar allt að vinna. Það var um hálftólfleytið að ég gekk inn í íbúð mína. Gabriella leit undrandi á mig. „Ef þú ætlar að leggja það í vana þinn framvegis, að koma svona aðvífandi heim um miðjan dag, finndist mér það ekki nema tillitsemi, að þú létir mig vita um það. Hver veit nema að þú hittir annars svo á, aðe einhver karlmaður væri staddur hjá mér I heimsókn," sagði hún. „Þú ættir þá að reyna að stytta húseigandanum stundir, ef þér á annað borð langar til að bjóða einhverjum heirn," svaraði ég. „Það gæti kannski gert hann ögn vingjarnlegri í minn garð. Hann hefur alltaf horn í síðu minni jafnvel þótt ég hagi mér siðsamlega á allan hátt." „Ætlarðu að telja mér trú um að Það komi líka fyrir þig,“ sagði hún og skellihló. „Nei, elsku vinur — ég er að vísu reiðubúin að trúa hinu og þessu um þig, en að þvi undanskildu." „Hvernig getur staðið á því að enginn virðist auðsýna mér traust og virðingu," varð mér að orði, „og þó var þvi spáð um mig, þegar ég var ungur, að það mundi verða mikill maður úr mér. En sleppum því. Mig langar til að biðja þig að gera mér dálítinn greiða, vina min.“ „Al,“ svaraði hún ástúðlega. „Þú ert eins og ómótstæðilegur prakkarastrákur. Það er ekki nokkur lífsins leið að neita þér um nokkurn skap- aðan hlut, þegar þú biður." „Þú mátt ekki gera mér rangt til,“ mælti ég og bar óðan á. „Það er ekki eins og það sé neitt ósæmilegt, sem ég ætlast til af þér í þetta skiptið — aðeins það, að þú látir sem dálitið það hafi gerzt I nótt sem leið, sem ekki gerðist?" „E'lsku vinur minn, ég man ekki eftir neinu, sem hefði getað gerzt í nótt sem leið, og ekki gerðist," svaraði hún og það var ekki laust við að nokkurs kvíða kenndi I málróm hennar. „Satt bezt að segja skil ég ekki hvað þú ert að fara.“ „Það er bara dálitið, sem mig langar til að biðja þig að segja að hafi gerzt; það er allt og sumt.“ „Eins og hvað?“ Ég fann að það stóðu svitadropar á enni mér. „Það er nú það,“ mæltl ég vandræðalega, „það er bara hreint ekki svo þægilegt að koma orðum að þvi, skilurðu. Jæja — sem betur fer höfum viö tlmann fyrir okkur. Heyrðu annars ... hvers vegna fáum við okkur ekki kaffisopa?" „Allt I lagi,“ svaraði hún og reis úr sæti sínu. „En ef það hefur fyrst og fremst verið það, sem þiji ætlaöir að biðja mig um, þá finnst mér að þú hefðir ekki þurft að hafa allan þennan formála." „Ég er allur í uppnámi í dag,“ varð mér að orði. „Þflð kom nefnilega dálitið fyrir, sem aldrei er að vita hver áhrif kann að hafa. Mér var sagt upp f töðijnpi .. Framhald I næsta blaði. vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.