Vikan


Vikan - 20.10.1960, Page 31

Vikan - 20.10.1960, Page 31
fleiri en einn i félaginu og það var aS lokum samþykkt. Nonni skrifaði þá efst á blaSiS, Lög féiagsins VerSir. „Lestu lögin,“ sagSi Gunni og Nonni las: BannaS aS gramsa í öskutunnum. BannaS aS hrekkja minnimáttar. BannaS aS stúta flöskum í und- irganginum. BannaS aS hrekkja fugla og önn- ur dýr. BannaS aS hanga aftan i bílum. BannaS aS kveikja bál. BannaS aS kasta grjóti. BannaS aS taka nokkuS frá litlu krökkunum. BannaS aS stela rabarbara. BannaS aS fara í fimmaurahark. BannaS aS rúbla á hjólum. BannaS aS gera at í Búdda feita. Búddi feiti, eins og hann var allt- af kallaSur, átti heima í næstu götu. Hann var aSeins átta ára, en svo feitur aS hann gat varla hlaup- iS og eldri strákarnir voru alltaf aS stríSa honum fyrir þaS. „Eigum viS aS hafa eitthvaS meiraV" spurSi Nonni, þegar hann hafSi lokið lestrinum. „Já, sagöi Doddi, „viS skulum hafa, aS þaS sé bannaS aS leika draug í undirganginum. Honum var þaö enn i fersku minni, þó aS nú væri Jiðinn meira en mánuður síðan, þegar kallinn hafði náð lionuin og Gunna i undirganginum og dregið þá af stað lil löggunnar og ekki sleppt þeim fyrr en þeir voru báS- ir farnir að grenja af hræðslu. Gunni var alveg samþykkur þessu, svo Nonni bætti þvi viS á listann. „Gunni, sem hafði verið mestan tímann að dunda við stimpilinn, stakk nú upp á því að tekin væru fingraför al' félagsmönnum á sér- stakt blað og að þeir skrifuðu sjálf- ir nafnið sitt á það. Nonni og Doddi, sem voru farnir að mæna löngunar- augum til stimpilsins samþykktu það umyrSalaust. Gunni rétti þeiin sitt hvort blaðið og sagði þeim að skrifa nafnið sitt efst. Þegar þeir voru allir búnir að þvi byrjaði at- höfnin. Dodúi þrýsti einum fingr- inum aí' öðrum á púðann og siðan á blaðið, rétt fyrir neðan nafnið, þar til hann hafði prentað með öll- uin puttum. „Golt,“ sagði Gunni, sem hafði aðstoðað hann, og opnaði borð- stofuhurðina, til þess að hann mak- aði hnúana ekki alla iit, „farðu fram og þvoðu þér.“ En Doddi var búinn að klína skyrtuna sína og þó hann næði því mesta al' höndunum, eftir að hafa burstað og nuddað þangað lii fingurgómarnir voru orðnir aumir og þrútnir, gat hann ekki með nokkru móli náð blekinu úr skyrtunni, heldur breiddist það bara úl um alla skyrtulíninguna. Hann gafst upp, þegar strákarnir koinu fram. Þeir tróðust báðir að vaskinum. „Fór i skyrtuna?“ spurði Gunni og fann til sektartilfinningar, því það hafði verið hann, sem átli uppástunguna. „Já,“ sagði Doddi. „Hvað heldurðu að mamma þín segi?“ spurði Nonni. „Ekkert,“ sagði Dodiii og reyndi að bera sig mannalega enda þótt hann væri alveg viss um að það nnindi ekki verða neitt skemmtilegt. Nonni og Gunni höfðu sloppið við að klína sig út þó litlu munaði. Þeg- ar jieir voru búnir að þvo sér eins og þeir mögulega gátu fóru þeir allir aftur inn í stofu. Þeir strik- sem húðin finnur ekki fyrir Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sem stóreykur pægindin við raksturinn. Það er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að pér vitið af. TPegar notað er Blátt Gillette Extra rakblað má naumast trúa pví að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. þér verðið að reyna það / Gillette er skrásett vörumerki uðu fyrir nokkur auka-fingraför, sem höfðu komið á Gunna biað, þegar Nonni var að hjálpa honum að halda við það. ÞaS var satt aS segja dáiítið sóðalegt að sjá þetta krass, sem algjörlega var ofaukið en þá langaði hreint ekkert til að endurtaka athöfnina, svo að þeir létu það gott heita. „Blöðin eru alltof stór,“ sagði Nonni. „Nei, nei,“ sagði Doddi, „við get- um skrifað á þau ef einhver félags- maður brýtur lögin.“ „En hver á að verða formaður?“ spurði Nonni. Þó að þessi spurn- ing kæmi svona seint, voru þeir aliir búnir að velta henni lengi fyr- ir sér og hafði alla langað til þess en nú þögðu allir. Framhald á bls. 35. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.