Vikan - 18.08.1960, Síða 12
Ævar R. Kvaran
Síðari hluti
TINDALA — ÍMI
■m
i
Svæsnir ,
svikahrappar, i
í síðasta þætti var greint frá því, hvernig
peningar hurfu úr kistu frá auðugum manni:
hálfur annar spesíudalur og „tveir sléttir“ og
tveir tindalir voru komnir i staðinn. Var ími
Arnórsson frá Rangárvöllum grunaður um
þjófnaðinn og að hafa smíðað hina haglega
gerðu tindali, hina fölsku mynt. En þegar átti
að höndla íma, var hann strokinn og var síðan
kallaður Tindala-ími. Leyndist hann um tíma
hjá Halldóri presti Magnússyni i Árnesi i
Trékyllisvík, sem líkaði stórvel við hinn duglega
og haga húskarl, enda var hann völundur. Lýst
hafði verið eítir íma um land allt, og barst lýs-
ing hans í Árnes, og þóttist klerkur þá vita, hver
húskarl hans hinn hagi væri. En svo var honum
orðið hlýtt til hans, að honum tókst með brögð-
um að koma honum í franskan hvalfangara. Var
ími um hrið með hvalföngurum þessum og
reyndist þar sem annars staðar hinn nýtasti
háseti. Að lokum tók heimþrá að þjá hann, en
hvalveiðimenn þóttust ekki mega af honum sjá.
Fékk hann þó talið þá á að sigla nokkuð upp
að landi, svo að hann mætti enn þá einu sinni
líta föðurlandið. Klifraði ími þá upp í mastur
og stakk sér til sunds, en hann var afburða-
sundmaður. Þóttust skipverjar þá sjá, að hann
ætlaði að strjúka, og skutu til hans, en hann
komst undan til lands eftir hið frækilegasta
sund. Kom hann að landi á Suðausturlandi. Og
skal nú haldið áfram frásögninni af íma.
Fara fáar sögur af því, hvað henti íms, fyrst
eftir að hann kom á land, en hitt er vist, að
hann hefur flækzt víða um land. Næst þegar
við heyrum af honum, er hann kominn á Strand-
ir, á bæ þann, er Drangar heita. Bóndi var þar
ekki heima; baðst ími þar gistingar, og var það
uppi látið. Bauð hann þá húsfreyju að halda á
einhverju, ef hún vildi; kvaðst hún þá ekkert
handbært hafa, nema ef hann kynni trésmíð,
því að bóndi hennar var trésmiður mikill þar
á Ströndum og af Alexíusarætt, er þar hefur
lengi búið. ími sagði húsfreyju, að reynt gæti
hann að greiða lítið fyrir um smíð bónda. Smíð-
aði hann þá fyrst gjarðir á stórkerald, síðan
stafi og síðast botninn, en setti ekkert saman.
Var það mjög öndvert atferli annarra smiða.
Fór ími við það á brott; en er bóndi kom heim,
frétti hann, hver smíðað hefði. Húsfreyja kvað
það gest einn verið hafa. Bóndi fór þá til og
setti saman keraldið, og stóð allt heima og svo
vel fellt, að hvergi dreyrði dropa. Þá mælti
bóndi: „Nú mun ég að visu ganga, hver gestur
sá var; mun smíð þessi einskis manns færi,
er ég þekki til, nema Tindala-íma, er ég vissi
smið beztan, áður en hann hyrfi frá Árnesi, og
uggir mig, að ekki hafi hann þá látizt. (En ími
hafði horfið fyrir borð i róðri með húskörlum
séra Halldórs í Árnesi og prestur gefið i skyn,
að hann iiefði drukknað í hafi.) Var þá boðið
af sýslumanni Strandamanna, Ormi Daðasyni,
að grípa íma. Er sagt, að Trékyllingar hlypu
saman margir og ætluðu að grípa Ima; segja
sumir þá nær 30 verið hafa. Ekki er þess getið,
á hverjum bæ það hafi verið í víkinni, og höfðu
þeir iiann ekki, því að hann var manna fóthvat-
astur. En loks kviuðu þeir hann þó á sævar-
harnri nokkrum. Sá ími þá eitt fangráð að varpa
sér í sjó ofan og synti þá svo langt frá landi
eða hvarf þeim sjónum, að hann komst undan.
Það hefur sagt verið, að ími freistaði að smíða
sér fjaðurham úr svanafjöðrum, en lítt tækist
honum það; þó segja margir, að mikið fengi
það létt undir hlaup hans. (Það hefur ekki verið
ógaman að sjá íma á harðaspretti með blakt-
andi vængjum!) Oft er sagt, að hann dyldist á
laun með Halldóri presti í Árnesi, þar til hann
réð honum að fara á fund Odds lögmanns Sig-
urðssonar vestra og beiða hann ásjár; væri
hann stórlyndur höfðingi, og mætti honum það
að liði verða. Var hann síðan þrjú ár með Odd|
og önnur þrjú með Ormi sýslumanni Daðasypi.
Árið 1726 var mál íma tekið fyrir á alþingi
og hafið mál á hendur íma um tindalina, er
kunnugt var orðið, að hann var á vist með
Ormi sýslumanni. Sagt er, að Fuhrmann amt-
maður byði Jóni Hjaltalín, sýslumanni i Gull-
bringusýslu, að sækja málið, en hann var orð-
lagður málagarpur. En ími var sjálfur til varnaj
og Jón Þorsteinsson klausturhaldari, er var
skipaður málfærslumaður íma á þinginu, en
dómari Niels Kjær lögmaður. Ekki þótti Páll
lögmanni Vidalín mikið koma til dómaraverka
hans, því að svo kvað hann eitt sinn um hann:
í dómarasæti seggur situr
svo sem aða í leirum.
Sé ég, að halur sýnist vitur
sér, en ekki fleirum.
Er skemmst frá því að segja, að ími dugði
með ágætum í málinu, sem lyktaði með þvi, að
hann varð sýkn. Hjaltalín skaut málinu til æðri
réttar konungs, en allt fór á sömu leið. Gazt
Hjaltalín, hinum mikla málagarpi, lítt að þess-
um málalokum, en við það sat, og varð ími þar
með laus allra mála.
Það ætla menn, að ími flyttist með Ormi sýslu-
manni frá Bæ að Innri-Fagradal (1728) og væri
þar með honum um hríð. Er ókunnugt, hve lengi
hann dvaldist með sýslumanni, en hitt er vist,
að hann fluttist því næst norður í Húnaþing,
þá nær fertugsaldri, og kvæntist þar, en gleymt
er nafn konu hans. Bjó hann siðan á Hegg-
stöðum í Miðfirði. Átti hann jafnan þröngt í
búi, en þótti þó jafnan slyngur í hvívetna og
vel látinn.
Það er þá eátt sinn frá honum sagt, er hann
og aðrir sátu að fiski úti á Hrútafirði, að þar
rann að þeim stórfiskavaður mikill; flýðu allir
sem skjótast til lands undan vaðnum, hafði og
allskammt róið verið, nema ími sat kyrr sem
áður. Jafnan er sagt, að hann hefði smásteina
marga í bát sínum; var þá að sjá sem hann biði
lags og gætti vandlega vöðunnar. En hásetum
hans gazt ekki að því, að hann skyldi kyrr sitja,
meðan aðrir forðuðu sér. En er minnst varði,
hæfði ími steini litlum blástursholu eins hvals-
ins, er sagður var reyðarhvalur sextugur. Við
það rann hvalurinn beint á land í Hrútafirði
og varð með þeim hætti til bjargar og arðs bæði
íma og öðrum. Og var svo jafnan sem allt lægi
dautt fyrir Ima, sem til veiða vissi, þótt litlu
_>atnaði búsæld hans; lagðist og lieldur orð á,
að hann gerði eða steypti peninga, þó að ekki
væri um það í grafgötur gengið, og ætla menn,
að ylli mest fátækt hans.
Það er sagt, að ími yrði siðast skipreika, og
Framhald á bls. 29.
Kjarnar og kaffar úr þjóðlegum fræðum
Ræningjar og morðingjar eru næst-
um daglegur blaðamatur, en öllu
minna ber á hinum svokölluðu
„auðvaldsafbrotamönnum“, sem
beita vingjarnlegu brosi sem vopni
gegn saklausu efnafólki, sem veit
ekki, hvaðan á sig stendur veðrið,
fyrr en auður þess hverfur skyndi-
lega, — og þá er allt um seinan.
Percy Smith, lögregluforingi við
Scotland Yard, er sérfræðingur í
alþjóðlegum fjárkúgurum og kann
ýmsar furðusögur að segja af ^eim
þrjótum. I bók sinni: Plutocrats of
Crime, lýsir hann vinnuaðferðum
sínum, og frásögn hans þefur vakið
heimsathygli. Smith leiðir okkur
fyrir sjónir ótrúlegustu klæki lög-
reglu jafnt sem afbrotamanna, en
endalokin verða þó ávallt þau, að
afbrotamaðurinn er klófestur ...
Dag nokkurn nálægt 1930 gekk
bandariskur kaupsýslumaður, að nafni
Baker, um borð i millilandaskip.
Hann ætlaði til Englands, þar sem
hann þurfti að sinna ýmsum viðskipt-
um. Baker var nafntogaður fyrir
glöggskyggni og skynsemi. E'n hann
vissi ekki, að hann hafði verið val-
inn fórnarlamb nokkurra fjárglæfra-
manna í New York, sem fylgdust vel
með ferðum hans og högum.
Tveimur dögum eftir, að skipið lagði
úr höfn, kynnti maður nokkur, að
nafni Pompey, sig fyrir Baker. Tókst
með þeim hin bezta vinátta. Eins og
venja er meðal f járglæframanna, þótt-
ist Pompey vera vel efnaður og kunni
skil á öllum kúnstum peningamanna.
Hann sagði meira að segja Baker, að
hann væri með víxil upp á 50.000 doll-
ara í vasanum. Peningana ætlaði hann
að nota i sumarleyfinu, sem átti ekki
að taka neinn smátíma.
En auðvitað var Pompey.þarna ekki
einn að verki. Félagi hans var einnig
um borð, en hann kom ekki fram á
sjónarsviðið — fyrr en síðar. Þegar
svo þessi félagi hans birtist, reyndi
Pompey að telja Baker trú um ágæti
þessa félaga sins. • •
Þegar skipið kom til Squthampton,
fengu Pompey og Baker sér herbergi
á sama gistihúsi. Siðan fylgdi Pompey
vini sínum til Berlínar og Miir.chen,
þar sem þeir fengu inni á dýrustu
gistihúsunum. Innan þriggja vikna
var Pompey kominn vel .inn undir
hjá Baker, og þá fannst Pompey tími
til kominn að hefja annan þátt svika-
sögunnar, sem einnig var vel undir-
búinn.
Dag einn, er þeir félagar sátu að
tedrykkju inni á Regina Palace-gisti-
húsinu í Múnchen, tók Pompey
skyndilega veski upp af gólfinu og
spurði, hvort Baker ætti. það. Ekki
kvaðst Baker kannast við veskið, og
eins og mönnum er tamt, litu þeir í
veskið, — og í því var annað og meira
en smápeningar. Fyrst fundu þeir
vikan