Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 2
Allar vörur sem keyptar eru frá Tékkóslóvakíu eru greiddar með íslenzkum afurðum. Frá firmanu Pragoexport í Tékkóslóvakíu flytjum við inn allar tegundir af Nemendur við framleiðslu- störf Leikritaflutningur af segulböndum Of mikil vítamín Draumráðningar Geimferðalög „ÞVf ERTU AÐ HOUFA SVONA ALLTAF Á MIG .. Kæra Vika. Viltu spyrja hæstvirt útvarpsráð — rainna dugir víst ekki við slíka hákarla ■— hvað út- varpsefni þurfi að vera hringlandi handvitlaust að hugsun, máli og allri framsetningu, til þess að það teijist óliæft til flutnings, — ef það sé sönglað við lög, sem dansa má eftir. Þau tak- mörk virðast ekki fyrirfinnast. Útvarpsráð mundi áreiðanlega ekki hleypa neinum þeim höguhósa oftar en einu sinni að hljóðneman- um, sein léti þar út úr sér aðra eins endileysu og á slíku og þvíliku hrognamáli. „Því ertu að liorfa svona alltaf á mig“, er ekki lakari dægur- lagatexti en þeir gerast nú yfi'rleitt — þar er öllu misþyrmt, sem unnt er að misþyrma, hugs- un, máli, rimi, áherzlum, framburði, — en þó fyrst og fremst brageyra og málsmekk þjóðar- innar. Það er ekki neinn vafi á því, að það væri mun þjóðlegra að syngja erlendu textana við lögin en þennan samsetning. Þeir eru kannski ekki upp á margá fiska heldur, en þeir eru þó ekki misþyrming á íslenzku máli. Virðingarfyllst. Jóhann Gíslason. Svo mörg eru þau orð. Og satt að segja virðist lítið samræmi í því að gera strangar — og sjálfsagðar — kröfur til hins mælta máls í útvarpinu, en alls engar kröfur til þess, sem sungið er, eða sönglað eins og bréfritari vill kalla það, einkum þar sem vitað er að hið „sönglaða“ orð hefur mun meiri og víðtækari áhrif, sér í lagi mðeal yngra fólks sem lærir textana og sönglar þá, gagnrýnislaust, og tileinkar sér smám- saman allan ruglinginn. SKÓLAR OG VINNA. Kæri póstur. Nú eru skólarnir að byrja. Vetrarlangt verða unglingarnir bundnir við bókina, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Og allmörgum er það leitt, það eru ekki allir hneigðir til bók- náms og enginn lakari eða minna mannsefni fyrir það. Og jafnvel þeim, sem annars eru bóknáinshneigðir, getur orðrð það leitt að sitja yfir bókunum lon og don, vetur eftir vetur. 1 fyrravetur var þess getið í fréttum, að gagn- fræðaskólabörnum i Vestmannaeyjum hefði verið gefið frí frá námi nokkurn tíma til að sinna aðkallandi framleiðslustörfum. Sumir hneyksluðust á þessu, þótt kynlegt megi virðast. Ég gæti bezt trúað að þetta væri rétta leiðin. Að láta gagnfræðaskólanemendur skiptast á að vinna að framleiðslustörfum tíma og tíma á hverjum vetri. Það mundi verða þeim upplyft- ing og draga úr námsleiðanum. Og námsafköst- in mundu áreiðanlega ekki verða minni fyrir það, því að unglingarnir yrðu hressari og betur upplagðir á eftir. Með beztu kveðjum. Lesandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.