Vikan - 13.10.1960, Qupperneq 7
imi var ljóst, að nú
yrði hann brátt að
hefjast handa, grípa
hvert tækifæri, sem
honum byðist, þótt
vonlítið virtist. Það
kom reyndar stöku
sinnum fyrir, að
menn komust yfir
peninga af stakri
heppni. Hvers vegna
ætti hamingjan ekki
að verða honum
hliðholl?
Hann sat á gang-
stéttinni síðla dags, og hitinn var
kæfandi. Það var nýárskvöld. Hann
hafði setið rúma klukkustund i lam-
andi hitanum. Skordýr, sem komst
suðandi upp í nösina á honum, kom
honum til að hnerra. Hann fékk tár
í augun. Honum fannst umferðin á
götunni dansa fyrir augum sér.
Svo minntist hann þess enn, hversu
óvænlega horfði fyrir honum. Hon-
um fannst hann grátt leikinn þenn-
an dag. Hann hafði farið í þrjá staði,
þar sem allt hafði bent til, að vinnu
væri að fá. 1 fyrsta fyrirtækinu hafði
honum verið tjáð: „Við erum búnir
að fá strák, John." Á næsta stað hafði
lítil, hvít vélritunarstúlka sagt: „Þú
ert of gamall, Jim. Forstjórinn vill
yngri mann, — átján ára eða þar um
bil." — Og loks hafði lítill, kubbsleg-
ur, hvítur maður reynt að prútta við
hann: „Tvö pund og tíu á viku." Timi
hafði krafizt þriggja punda. „Kemur
ekki til mála," höfðu lokaorð hvíta
mannsins verið, — „tvö pund og tíu
og ekki penný meir."
Timi gat ekki varizt hlátri, er hann
hugsaði um andlit mannsins, — feit-
ar, hvítar kinnar hans og litil, log-
andi augun.
Timi kom auga á geitung, sem var
að ráðast á maðk. Geitungurinn flaug
nokkra hringi yfir bráðinni og stevpti
sér loks niður á varnarlausan maðk-
inn. Líklega hefur geitungurinn ráð-
izt á haus maðksins. Maðkurinn tók
nokkra krampakippi, stirðnaði að
lokum og lá kyrr. Timi vorkenndi
vesailngs skriðkvikindinu. Þetta hafði
verið ójafn leikur, maðkurinn hafði
verið dauðadæmdur. Varð þetta alltaf
að vera þannig? spurði hann sjálfan
sig. Hlaut alltaf hinn vel vopnaði og
skjóti að ganga af hinum varnar-
lausa dauðum? Geitungurinn tók nú
að toga í maðkinn — heim á leið.
Timi kom snauður heim. En hugs-
unin um þolinmóða og skilningsríka
eiginkonu fyllti hann kjarki. „Já,“
hafði hún eitt sinn sagt, „á morgun
rís sólin. Hún rís jafnt yfir alla. Ef
til vill færir hún okkur hamingju."
Og hún hafði einnig sagt: „Ég ætla
að kveikja upp lítinn eld, Timi. Vitr-
ingarnir okkar segja, að þótt ekkert
sé I pottinum, eigi að kveikja upp
eld."
Hún átti von á barni. Það yrði
þriðja barnið. Og hann, sem ekkert
hafði borið í búið síðustu tvo mán-
uðina, og forðabúrið stóð autt. Hann
varð að finna leið úr þessum ógöng-
um. Það var til einskis að sitja heima,
er konan og börnin sultu.
Hvítur maður gekk fram hjá, ó-
stöðugur á fótunum, greinilega
vel drukkinn. Eftir fáein skref nam
hann staðar og sneri sér að Timi.
Síðan gekk hann nær og rétti honum
koníaksflösku.
— Hérna, John, fáðu þér einn. Og
gleðilegt nýár.
Timi hristi höfuðið.
— Láttu ekki svona. Vertu nú
vænn, og fáðu þér slurk. Það sér eng-
inn til þín.
Timi hristi enn höfuðið og bandaði
frá sér hendinni.
— Andskotinn sjálfur! Þessi lúsa-
blesi setur á sig snúð, þegar maður
ætlar að óska honum gleðilegs nýárs.
Farðu þá til andskotans.
Hvíti maðurinn sneri upp á sig,
vagaði burt og veifaði flöskunni.
Hefðu það verið peningar, hugsaði
Timi.
Hann vissi, að nú var kominn tími
til þess að halda heim, svo að hann
steig upp í strætisvagninn til Sophia-
town. I strætisvagninum var mikil
kátína. Nýár, hugsaði Timi, áhyggju-
laus timi. — Gleðilegt nýár! var hróp-
að við .og við.
Timi tók eftir manni með gítar við
hliðina á sér handan við gangveg-
inn. Stúlka dansaði eftir tónlistinni
og sveigði seiðandi likama sinn til og
frá. Gítarleikarinn sló hljóðfærið og
virtist sokkinn í tónlist sina. Hann
sló nýja tóna, strauk hljóðfærið og
sló. Hann horfði æstur á stúlkuna,
sem dansaði. Hann laut fram yfir gít-
arinn eins og til Þess að galdra fram
tónana í kæti sinni.
Tvær ungar konur settust hjá Timi.
Önnur var föl og virtist sjúk. Hin
lagði frá sér tösku við hliðina á Timi.
Hann hætti að skeyta tónlistinni og
fór að virða fyrir sér konurnar. Hann
þóttist sjá, að þær væru að ræða eitt-
hvert leyndarmál.
Þær stigu úr vagninum við næstu
biðstöð. Timi hafði ekki augun af
veskinu, þegar konurnar tvær gengu
út. Þegar strætisvagninn var hð
leggja af stað, hrópaði maður bak
við hann:
— Þér gleymduð töskunni!
— Nei, ég á hana, sagði Timi
snöggt.
— Ég sá mætavel, að þær voru með
töskuna, þegar þær komu inn, sagði
maðurinn reiður.
Gríptu nú tækifærið, hugsaði Timi.
— Ég segi það satt, að ég á þessa
tösku.
— Segið mér ekki, að ég hafi ekki
séð það, sém ég sá! sagði maðurinn.
Það má ekki gera veður út af þessu,
hugsaði Timi.
— Sáuð þér mig ekki, Þegar ég
kom inn með töskuna?
— Segið sannleikann, það drepur
yður ekki, sagði maðurinn i hótunar-
tón.
— Hvað viljið þér, að ég segi?
Það var starað á hann. Guð minn
góður, hvað á ég nú að gera? hugs-
aði Timi.
— Lánið eltir hann í Þetta sinn,
kallaði einhver aftur í vagninum.
Láttu hann vera.
— Það er ekki víst, að lánið elti
hann samt núna, sagði einhver annar.
Kona heyrðist hlæja.
— Þú tekur mitt, og ég tek þitt,
sagði h,ún. Og hann tekur frá ein-
hverjum öðrum. Þetta jafnast allt
t upp!
Hún hristist enn af hlátri.
Látið hann i friði, heyrðist rödd
gamalmennis úr einu horninu. Það
var bara einn maður, sem sá stúlk-
urnar koma inn með töskuna, og
annar maður segir, að hann eigi tösk-
una. Einn gegn einum. Látið hann
eiga sitt, töskuna. Og látið hinn eiga
sitt, sannfæringuna um, að stúlkurnar
hafi átt töskuna.
Það heyrðist hlegið hjartanlega.
Deilurnar hurfu í nýársglaum og
söng.
Timi létti stórum. Hann hafði
sigrað.
Við næstu biðstöð steig hann úr
vagninum. Hann heyrði ekki einu
sinni manninn hrópa á eftir honum:
— Taskan kemur sjálf upp um
svikin. Guð veri mér vitni!
Hvers vegna geta menn ekki hætt
að skipta sér af þessu? hugsaði Timi
og var sér þess meðvitandi, að allra
augu störðu á hann.
Þegar hann var kominn spölkorn
frá strætisvagninum, greip forvitnin
hann, hann var gripinn ótta og eftir-
væntingu í senn. Hann varð að flýta
sér heim til þess að komast að því
hvaða fjársjóði taskan geymdi.
Hann hafði gripið tækifærið í ör-
væntingu. Honum var Það fylliiega
ljóst, þegar hann gekk niður götuna.
Timi vissi ekki af sér, fyrr en hann
var kominn að fjölda fólks, sem stóð
í þyrpingu utan um tvo hvita lög-
regluþjóna. Hann rak i rogastanz,
þegar hann sá glampa á lögreglu-
merkið. Hann skauzt inn í húsasund.
Þarna var ég heppinn! hugsaði hann,
um leið og hann smeygði sér bak
við mikið járnhlið.
Hann hlaut að hafa staöið þarna í
felum í að minnsta kosti stundar-
fjórðung og hlustað á það, sem gerð-
ist úti á götunni. Ymurinn, sem var
einkennandi fyrir Good Street. breytt-
ist og jókst og varð að æðislegum
öskrum. Þá greip hann skyndilega
óþekkt og undarleg tilfinning. Hon-
um fannst hann eiga sök á þessum
ólátum, hann hafa skapað reiði
múgsins, hann vera bráðin, sem lög-
reglan var að leita!
Andartak datt hopum í hug að
skilja töskuna eftir og hverfa á brott,
verða frjáls á ný og laus við nagandi
samvizkubitið. Því að töskuna átti
hann ekki. Nei, hann átti alls ekki
þessa tösku.
Alls ekki. Hugsunin minnti hann
á, að það var einmitt þess vegna,
sem hann stóð þarna. Déilurnar i
strætisvagninum höfðu hafizt af því,
að hann átti alls ekki töskuna. Hvers
vegna ekki Þá skilja töskuna eftir
þarna? En vissulega hlaut eitthvert
verðmæti að vera í töskunni. Hvers
vegna hafði forsjónin annars verið
honum svona góð? Jú, það hlutu að
hafa verið andar forfeðra hans, sem
visuðu honum, fullir meðaumkunar,
á þessa tösku. Þeir hlutu að hafa
kennt í brjósti um sjúka konu hans
og börnin, sem sultu heilu hungri
heima. Þá varð hann skyndilega
staðráðinn og ákvað í blindni eins
og villimaður að gefast ekki upp á
því, sem hann hafði byrjað, hvort
sem það endaði með skelfingu eða
ekki, hvort sem eitthvert verðmæti
var í töskunni eða ekki. Nei, hann
gat ekki skilið töskuna við sig!
Fjöldinn umhverfis lögregluþjón-
ana tvístraðist, og Timi sá, að bæði
menn og konur voru tekin til fanga.
Þegar lögreglubíllinn ók í burt,
skauzt Timi úr felustað sínum og
gekk niður götuna. Hann þorði ekki
að líta við. Hann vissi, að ef hann
gerði það, mundi hann missa stjórn
á sér. Hann vissi allt of vel, að hann
var ekki í heiminn borinn til verkn-
aðar sem þessa.
Pitso kom á móti honum á gang-
stéttinni. Guð minn góður, — hvers
vegna einmitt núna! Pitso, kjafta-
skúmurinn, sem alilr forðuðust, sem
alltaf var óboðinn gestur, þar sem
vinir komu saman.
— Halló, sagði Pitso. — Þér virð-
ist liggja á, Timi.
Pitso var alltaf sami galgopinn.
— Ertu á heimleið?
— Já, svaraði Timi stutt til þess
að koma ekki af stað viðræðum.
Framhald á bls. 27.
Smásaga frá Suður-Afríku effir BRUNO ESEKEI