Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ég hef aldrei verið í betra formi, að minnsta kosti ekki síðan ég var átján ára,“ segir Sveinn Jóhann-esson Kjarval, sem hefur æft af kappi combat conditioning og kettle bells, eða ketilbjöllur, sem hafa verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Combat conditioning er hrein-ræktuð alhliða líkamsþjálfun, þar sem mikið er unnið með laus lóð, þol og eigin líkamsþyngd,“ útskýrir Sveinn fyrir blaðamanniog bætir við að þessi tþ slíkum íþróttum. „Ég hef alltaf verið aðdáandi bardagaíþrótta og lá alveg yfir myndum með Bruce Lee og Jean-Claude van Damme á unglingsárum. Þetta voru nátt-úrulega harðir naglar,“ segir hann og hlær.Áhuginn varð til þess að Sveinn fór að æfa jiu jitsu og taekwondo og gerði það í nokkur ár, áður en hann sneri sér síðan að combat conditioning og ketilbjöllunHann náði á lamdi litlu systur sína á æfingum. En það var allt í lagi, hún kunni nú alveg að sparka frá sér,“ segir Sveinn hlæjandi og neitar því ekki að ýmis ágreiningsefni hafi verið leyst í taekwondo-tímum. „Nú heldur hún sig mestmegnis í ræktinni og stendur sig vel.“Þótt bardagaíþróttirnar hafi alltaf heillað mest segist Sveinnfá heilmikið út ú Útrásarvíkingur í vígahug Sveinn Jóhannesson Kjarval er stórhuga maður, sjálftitlaður útrásarvíkingur sem vílar ekki fyrir sér að lyfta allt að 40 kílóa þungum ketilbjöllum og getur slengt eigin líkamsþyngd yfir höfuð sér án þess að blása úr nös. „Ætli áhugann megi ekki meðal annars rekja til þess að ég hef alltaf fílað mig betur í einstaklingsíþróttum en í liði,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, sjálftitlaður útrásarvíkingur með brennandi áhuga á bardagaíþróttum og líkamsrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÝÐHEILSUSTÖÐ ráðleggur að menn neyti að minnsta kosti tveggja fiskmáltíða á viku. Algengur skammtur af fiski er um 150 grömm og ágætt að reikna með því að fiskneysla sé að minnsta kosti 300 grömm á viku. Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af dönskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta* Heyrnarvernd* Heyrnarmælingar* Heyrnartæki* Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K . Björnsdóttir heyrnarfræðingur Auglýsingasími ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009 — 284. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SVEINN JÓHANNESSON KJARVAL Getur slengt eigin lík- amsþyngd yfir höfuðið • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Jónas Hallgrímsson batnar með tímanum Atli Heimir Sveins- son tónskáld hefur samið lag við Gunnarshólma. TÍMAMÓT 30 BLÁSARINN Á FLEYGIFERÐ Blásarinn svokallaði á Reykjavíkurflugvelli blés snjónum af flugbrautunum í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um að meta ástand flug- brautanna og bremsumæla þær. Óvenju lítill snjómokstur hefur verið á flugvellinum það sem af er ári, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN á www.jolamjolk.is Spennandi leikur hefst 1. desember. Fylgstu með LæknirPönkari Ó · 1 29 64 GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! Frægir frábær auglýsing Íslensk fatahönnun slær í gegn hjá fræga fólkinu. FÓLK 36 SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Lítil plata frá stórum manni Jólalög frá mafíunni FÓLK 50 FÓLK Íslenskur leikari sem búsett- ur hefur verið í Svíþjóð um ára- bil leikur eitt aðalhlutverkanna í nokkrum myndum um rannsóknar- lögreglumanninn Kurt Wallander. „Ég hef verið að leika í sænskum kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um og var bara beðinn um að taka þátt,“ segir Sverrir Guðnason. Næsta verkefni Sverris er að leika fyrir sænska ríkissjónvarpið en hann vill þó ekki gefa upp hvað um er að ræða. - fgg/sjá síðu 50 Sverrir Guðnason slær í gegn: Leikur Pontus í Wallander ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verða norðaustan 8-15 m/s, hvassara suðaustan til síðdegis, en heldur hægari norðaustanlands. Víða dálítil él en yfirleitt þurrt og bjart suðvestanlands. Frost 1-10 stig. VEÐUR 4 -6 -4 -4 -1 -3 VIÐSKIPTI Erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings hafa samþykkt að taka 87 prósenta hlut í Arion banka og mun íslenska ríkið eiga þau þrettán prósent sem út af standa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaðan verð- ur kynnt í dag. Legið hefur fyrir síðan snemma í september að kröfuhafar muni taka þann hlut sem þeim stóð til boða í bankanum og unnu fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley, sem er ráðgjafi í málinu, eftir þeirri línu þar til í síðustu viku. Líklegt var að kröfu- hafar myndu fara þessa leið í okt- óber. Málið frestaðist hins vegar seint í mánuðinum þar sem end- anlegar upplýsingar um fjárhag bankans lágu ekki fyrir. Kröfuhafar og skilanefnd Kaup- þings hafa unnið sleitulaust að því síðan fyrir helgi að ljúka málinu. Samkomulag átti að liggja fyrir á miðnætti. Eignarhald bankans verður með svipuðu sniði og Íslandsbanka en í báðum tilvikum er eignarhaldið í gegnum sjálfstætt starfandi dótt- urfélög og munu fulltrúar á vegum kröfuhafa taka sæti í stjórn bank- ans. Ekki er loku fyrir það skotið að kröfuhafar snúi baki við Arion þrátt fyrir hverfandi líkur á því. Gerist það mun ríkið eiga bankann áfram en kröfuhafar hafa mögu- leika á að eignast níutíu prósenta hlut í honum á árabilinu 2011 til 2015. Eftir því sem næst verður kom- ist skiptast stærstu kröfuhafar Kaupþings í tvö horn. Evrópskir kröfuhafar bankans, svo sem frá Deutsche Bank, hafa verið tvístíg- andi enda hafa þeir tapað háum fjárhæðum í viðskiptum sínum við íslensku bankana og því ekki jafn viljugir og hinn hópurinn að eign- ast stóran hlut í bankanum. Nýrri kröfuhafar, breskir og bandarískir fulltrúar sjóða sem upp á síðkastið hafa keypt kröf- ur gamla bankans, eru taldir sjá meiri verðmæti í honum en hinn hópurinn. Þeir hafa nú þegar hagnast vel á kaupum skuldabréfa gamla Kaupþings og hafa trú á að íslenskt efnahagslíf muni rétta úr kútnum með ábata fyrir þá. Endanleg mynd hefur ekki verið dregin upp af nýjum eigendum Arion en frestur til að lýsa kröfum í bú gamla bankans lýkur á gaml- ársdag. - jab Kröfuhafar bjartsýnir á horfur hér á landi Mestar líkur eru á að erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings samþykki að taka 87 prósenta hlut í Arion. Nýlegir kaupendur krafna bankans telja mikil verð- mæti felast í honum. Þau muni aukast þegar efnahagslífið rétti úr kútnum. Söguleg ráðstefna Sverrir Jakobsson skrifar um vonir og væntingar til umhverfisráð- stefnunnar sem haldin verður í Kaupmannahöfn 8.-15. desember. Í DAG 22 Njarðvík fór létt með Keflavík Njarðvíkingar eru á toppnum eftir sann- færandi sigur á nágrönn- um sínum. ÍÞRÓTTIR 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.