Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 36
32 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Eftir ráðstefnuna var boðið upp á osta og rauðvín. Mikið rosalega voru þessir ostar sterkir. Komdu bara og sjáðu sjálfur Eftir barnaráðstefnuna eiga öll börn rétt á öruggu uppeldi, umhyggju og vernd. Og má hann þess vegna ekki gerast Leeds-ari? Bingó, hugs- aðu bara um allar kvalirnar sem hann þyrfi að þola þá. Litli sykurpúði, nú ætlar pabbi aðeins að segja þér frá Peter Lorimer. Jokke, þú mátt þetta ekki. Og þarftu að sofa með þeta. Svo sagði alla- vega í leiðbein- ingunum. Þar sem ég hef verið í þessum sporum þá vara ég þig við að nóttin verður ekki auðveld. Kannski ekki, en ég sofna frá þeim Er það? Lungun í mér. Hugsaðu þér hvað það væri flott ef bílar gætu flogið. Já! Og í staðinn fyrir hrað- brautir væru flugbrautir. Og bílskúrar yrðu flug- skýli. Og í staðinn fyrir mæður kæmu flugfreyjur. Og hvað væri svona öðruvísi? BAKÞANKAR Anna Margrét Björnsson Gullfallegur nýfallinn snjórinn nú á sunnudaginn og kakómorgunn með litlu fjölskyldunni kom mér í leiftrandi gott jólaskap. Ég kveikti á kertum og gróf upp uppáhaldsjólatónlistina mína: hátíð- lega miðaldasálma og Christmas with Elvis. Augljóst framhald var að halda niður í bæ og horfa á Óslóartréð tendrað á Austurvelli. Í mannþrönginni heyrðist lítil rödd við hliðina á mér. „Pabbi, hvar er jólasveinninn?“ FAÐIR barnsins hélt greinilega að hæðn- isleg fyndni væri það sem koma skal á jólunum og lýsti yfir með skrýtnu brosi: „Það kemur enginn jólasveinn elskan.“ Við tók tryllingslegur hlátur. Barnið sagði ekki neitt og leit skilningslítið á hann. Til frekari útskýringar hélt mað- urinn áfram, „það er kreppa! Hah- ahahhahaha.“ Stúlkan leit á hann rannsakandi augum og spurði: „Nei en pabbiiiiiiiiii. Hvar eeeeeeeer hann?“ Faðirinn, sem hélt greini- lega í eitt augnablik að hann væri Þorsteinn Guðmundsson með uppi- stand, leit stoltur í kringum sig og svaraði, „ætli hann sé ekki úti í löndum að borga fyrir okkur Icesave.“ HÓ HÓ HÓ. Ég ætlaði að forða mér burt úr kulda og biturleika Austurvallar þegar önnur lítil stúlka kallaði. „Ég vil ekki sjá þessa jólasveina. Þetta er bara gervi. Mamma og pabbi segja að jólasveinar séu bara þjóðsaga.“ Ég dró börnin í burt frá þessu ofurraunsæi sem ætlaði að drepa jólin og vonaði að þau gætu haldið í von- ina um vinalegan lítinn karl sem kæmi inn um gluggann með pakka í skóinn eftir tvær vikur. EN ÞAÐ eru margir að reyna að stela jól- unum þessa dagana. Blöð og tímarit eru uppfull af auglýsingum frá líkamsrækt- arstöðvum um að koma sér í form fyrir hátíðarnar. Heilsuspekúlantar segja okkur að það sé dauðasynd að fara að eyði- leggja allt sem við höfum lagt á okkur í ræktinni undanfarið ár með jólaátkasti. Best er bara að fá sér smá smakk í jóla- boðunum segja þeir með yfirlætislegum svip. Jólaútlitið í ár er að líta út eins og tálguð kanilstöng með sixpack. Í útvarp- inu ómar hið árlega flóð af vondum jóla- lögum. Geðveikisleg strumpalög og hryllingurinn úr Pottþéttum jólum sker í eyrun. Já, þegar það kemur að jólum hef ég komið mér upp góðum vana. Útiloka umheiminn, kveikja á kerti og tónlist og finna aftur jólin sem Trölli stal. Bannað á jólunum - AFSLÁTTUR af atvinnueldhústækjum Dæmi um afslátt: Kæliskápar, frystiskápar, eldunartæki, gufuofn og vínkælar 50% Þvottavélar og þurrkarar 20 – 25% Uppþvottavélar 30 – 75% LAGERSALA TAKMARKAÐ MAGN ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.