Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009 3 Hreyfing getur haft góð áhrif á timburmenn en hún bætir ekki upp þann skaða sem mikil áfengisneysla veldur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar könnunar stundar einn af hverjum fimm Bretum líkamsrækt til að bæta upp fyrir áfengisneyslu en jafnmargir Bretar drekka meira en helmingi meira áfengi á degi hverjum en ráðlagt er. Sam- kvæmt National Health Service (NHS) er konum ráðið frá því að drekka meira en tvö lítil vínglös á dag og karlar mega fá þrjú. Sumir halda því fram að með því að hreyfa sig og svitna dragi þeir úr skaðlegum áhrifum áfengisins á líkamann en einu áhrifin eru í raun skárri líðan. „Áhrifin á lifr- ina og fleiri líffæri eru eftir sem áður hin sömu,“ segja forsvars- menn átaks á vegum bresku ríkis- stjórnarinnar sem ber yfirskrift- ina Þekktu takmörk þín eða Know Your Limits. -ve Hreyfing lagar ekki allt Skaðleg áhrif áfengis á lifur og önnur líffæri eru þau sömu hvort sem hreyfing fylgir í kjölfar áfengisneyslu eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Hér þarf engan heilsumatseðil því allur matur frá okkur er holl- ur og góður,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir eigandi og stofnandi skyndibitastaðarins Culiacan að Faxafeni 9 og í Smáralind (inni í Hagkaup). Sólveig stofnaði staðinn í maí árið 2003 að bandarískri fyr- irmynd en hún var í námi í Banda- ríkjunum um skeið og er iðnhönn- uður að mennt. „Ég féll gersamlega fyrir þess- um mat,“ segir hún en Sólveig hefur lengi haft áhuga á líkams- rækt og forðast að borða brasaðan og djúpsteiktan mat og kýs heldur hollustuna. „Þetta er því hinn full- komni matur fyrir mér,“ segir hún en á Culiacan er maturinn, hvort sem er kjúklingur, grænmeti eða annað, grillaður en ekki steiktur. Þá er ávallt notað ferskt hráefni í sósurnar og á hverjum morgni er búið til ferskt salsa og guac am- ole. „Hingað kemur mikið af íþrótta- fólki til að borða, bæði fitnessfólk og annað íþróttafólk. Til dæmis koma hingað lið fyrir leiki því maturinn er toppbensín og er auk þess léttur í maga,“ útskýrir Sól- veig og bætir við að maturinn sé fitulítill og fullur af vítamínum enda aðeins notað ferskt hráefni og ferskar kryddjurtir. Á matseðli Culiacan eru ávallt fastir liðir á borð við burrito, tacos, quesadillas, salat og nachos. „Við reynum einnig að koma reglulega með nýjar útfærslur út frá sama holla hugtakinnu,“ segir Sólveig en nýjasti rétturinn heit- ir Tostada. „Þetta er pítsa á mex- íkóskan máta,“ lýsir hún og tekur fram að réttinn sé aðeins hægt að fá á Culiacan. „Í botninn er tort- illa, heilhveiti eða venjuleg. Svo er á þessu sterk salsasósa sem við búum til á hverjum morgni frá grunni. Síðan er kornsalsa sem í eru maísbaunir, chili, límóna, kóríander, salt og pipar, mulið nachos, ostur og loks grillaður kjúklingur að hætti Culiacan,“ segir Sólveig en rétturinn er bor- inn fram með guacamole og sýrð- um rjóma. Marineringin á kjúkl- ingnum hefur verið í þróun í mörg ár. „Við erum nú loksins komin með það frábæra grillbragð sem við vildum,” segir hún og bætir glettin við að margir viðskipta- vinir haldi að maturinn hljóti að vera fitandi þar sem hann sé svo góður. Hins vegar verði þeir glað- ir þegar þeir heyra að hollustan sé í fyrirrúmi. Til nánari glöggvunar á mat- seðli og verði má benda á vefsíð- una www.culiacan.is. Grillað og gómsætt á hverjum degi Á veitingastaðnum Culiacan fæst bragðgóður skyndibiti á mexíkóska vísu. Þar er áhersla lögð á ferskt hráefni, hollustu og ekta grillbragð. Nýjasti rétturinn kallast Tostada og er pitsa á mexíkóskan máta, en hún er aðeins fáanleg á Culiacan. Með því að lyfta lóðum byggir maður upp vöðva- massa líkamans. Þar sem vöðvarnir brenna hita- einingum verður meiri brennsla eftir því sem vöðvamassinn er þéttari. Og með reglubundinni vöðvastyrkingu ýtir maður undir fitubrennslu allan sólarhringinn. 500 hollráð Kynning Sólveig Guðmundsdóttir leggur mikla áherslu á hollan og góðan mat, sem gerður er úr fersku hráefni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.