Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009 47 FÓTBOLTI Þórunn Helga segir að Santos-liðið fái gríðarlega athygli í Brasilíu eftir að Marta og Christ- ine komu til liðsins. „Athyglin hefur aukist gríð- arlega. Öll umfjöllun um liðið hefur aukist og áhorfendafjöldi hefur margfaldast. Við höfum fengið 15.000 áhorfendur á leiki, sama hvort við spilum á útivelli eða heimavelli. Það fylgja liðinu myndavélar hvert sem við förum. Á æfingum, í rútunni, á flugvöll- unum og alls staðar. Við fengum athygli í Santos áður, en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Þórunn Helga Jónsdóttir sem eyðir góðum tíma eftir hvern leik í að sinna stuðningsmönnum Santos-liðsins. „Ég er klukkutíma að labba tvö hundruð metra heim, því hundruð manna vilja fá eiginhandarárit- anir og láta taka af sér myndir, en aumingja Marta og Cristine þurfa að hanga inni í búnings- klefa langtímum saman og bíða eftir tækifæri til að laumast út um bakdyr,“ segir Þórunn. - óój Þórunn Helga eftir hvern heimaleik Santos-liðsins: Klukkutíma að labba 200 metra ÞÓRUNN OG MARTA Þórunn Helga Jónsdóttir með bestu knatt- spyrnukonu heims. FÓTBOLTI Það er skammt stórra högga á milli hjá Þórunni Helgu Jónsdóttur og félögum í kvenna- fótboltaliði Santos því í kvöld er komið að bikarúrslitaleiknum í Brasilíu þar sem liðið mætir Bot- ucatu og spilar sinn 58. leik á árinu. Þórunn Helga er áfram í stóru hlutverki hjá liðinu og það breytt- ist ekkert þótt tvær af bestu knatt- spyrnukonum heims, Marta og Christine, bættust í hópinn fyrir síðustu tvö mót tímabilsins. „Við erum mjög spenntar fyrir leiknum. Mótherjarnir eru Botu- catu, sama liðið og við töpuðum fyrir í úrslitaleik Paulista fyrir mánuði. Það voru gríðarleg von- brigði að tapa þeim leik og allir með blóðbragð í munninum að ná að hefna fyrir það. Þetta er eina liðið sem við höfum tapað fyrir í ár. Eina leiðin til að vinna sæti í Libertadores á næsta ári er að vinna bikarkeppnina svo að það er til mikils að vinna,“ segir Þórunn sem var að sjálfsögðu með þegar Santos vann fyrstu Suður-Amer- íku-keppni kvenna á dögunum. Þórunn er sátt við sig en við- urkennir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. „Ég hef aldrei spilað svona langt og strangt tímabil en þetta er án efa besta tímabil mitt á ferlinum, bæði per- sónulega og frá sjónarmiði liðs ár- angurs. Við erum líka búnar að tryggja okkur sæti í fyrstu heims- meistarakeppni félagsliða kvenna sem haldin verður hérna í Brasil- íu á næsta ári í apríl. Það er gríð- arlegur uppgangur í kvennaknatt- spyrnunni hér og mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í þessu ævintýri með Santos,“ segir Þór- unn. Heimkoma Christine og Mörtu hefur haft mikið að segja um áhug- ann á liðinu í Brasilíu. „Það eru hreinlega forréttindi að spila með knattspyrnukonum sem hafa náð svona langt í íþrótt sinni. Fyrstu dagarnir og fyrstu æfingarn- ar voru svolítið skrýtnar, en það vandist,“ segir Þórunn Helga sem lenti í því fljótlega að vera her- bergisfélagi Mörtu. „Við erum vanar að fara inn á hótel í einbeitingu 24 tímum fyrir leik og í einum af fyrstu leikjunum var Marta herbergisfélaginn minn. Þetta var allt svolítið óraunveru- legt, en núna eftir nokkra mánuði nýt ég þess bara mjög að spila með svona góðum leikmönnum. Það er alla vega engin tilviljun að þær skuli vera taldar besta og þriðja besta knattspyrnukona heims,“ segir Þórunn. - óój Besta tímabilið Þórunn Helga Jónsdóttir getur í kvöld orðið brasil- ískur bikarmeistari með Santos annað árið í röð NÓG AÐ GERA Þórunn Helga Jónsdóttir sést hér gefa stuðningsmönnum Santos eiginhandaráritanir. MYND/JÓN SKATPASON MYND/PEDRO ERNESTO GUERRA AZEVEDO lta klingafata egundir og cl Pepsí dó alltaf í leiðinni! Ho kjú 2 t 33 598 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA! Viðkomustaðir um allt land. Kynntu þér afgreiðslutíma og síðustu ferðir fyrir jól á vefnum www.flytjandi.is. *Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,8 m. Hámarksþyngd 50 kg. Á ekki við um kæli- eða frystivöru. Greiða verður fyrir pakkann á upphafsstað. PI PA R \ TB W A T • SÍ A • 2 2 42 9 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.