Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 28
 1. 2 Anna Rósa Róbertsdóttir grasa- læknir hefur sett á markað krem, smyrsl og tinktúrur undir eigin nafni en þær eru búnar til úr hand- tíndum íslenskum lækningajurt- um. „Ég er auk þess með örfáar erlendar jurtir en þær eru undan- tekningarlaust lífrænt vottaðar,“ segir Anna Rósa. Anna Rósa heldur samhliða úti heimasíðunni www.annarosa.is en þar er hægt að nálgast allar upp- lýsingar um þær jurtir og þau efni sem eru í vörunum. „Það hefur alltaf farið svo í taugarnar á mér að geta ekki lesið mér almennilega til um hvað er í hinum ýmsu vörum og var ég staðráðin í því að bæta úr því en við hverja vöru á síðunni er að finna lista yfir innihald. Með því að smella á orðin birtast upp- lýsingar um hvert efni og hverja jurt fyrir sig,“ upplýsir Anna Rósa, sem notar engin paraben-rotvarn- arefni eða kemísk ilmefni í vör- urnar. „Það er þó ekki hægt að búa til hvít krem án rotvarnarefna en ég nota blöndu sem er samþykkt af bresku lífrænu vottunarstof- unni Soil Association og hana má finna í lífrænt vottuðum kremum frá Bretlandi.“ Anna Rósa réðst í verkefnið í byrjun árs, eyddi sumrinu í að tína jurtir um allt land og er nú komin með vöruna á markað. „Ég fékk styrk frá atvinnu- málasjóði kvenna og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Anna Rósa innt eftir því hvað varð til þess að hún fór af stað. „Ég var lengst að þróa hvítu kremin en tinktúrurnar og smyrslin hef ég verið að fást við síðan ég útskrifaðist árið 1992.“ Anna Rósa segist hafa farið út í að gera krem þar sem hún hafi ekki fundið nein dagkrem sem henni líkaði en í línunni eru dagkrem, 24 stunda krem, græðikrem, hand- og fóta áburður. Anna Rósa handhrærir vörurn- ar sjálf í þar til gerðum pottum. „Ég notast ekki við neinar vélar og hleypi engum í framleiðsluna mína. Ég vil vaka yfir þessu og þannig stefni ég að því að hafa framleiðsluna til frambúðar.“ Grasalækningar og upplýsinga- miðlun eru Önnu Rósu mikið hjart- ans mál en hún heldur úti vinsælli facebook-síðu þar sem hún gefur ráð og svarar spurningum áhuga- samra en auk þess er hún með stofu í Heilsuhvoli. Útsölustaði nýju línunnar er að finna á forsíðu heima- síðunnar www.annarosa.is vera@frettabladid.is Vakir yfir framleiðslunni Krem, smyrsl og tinktúrur úr lífrænum íslenskum lækningajurtum komu á markað fyrir skemmstu. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir tínir jurtirnar og vakir yfir framleiðslunni ferlið á enda. Anna Rósa tínir jurtirnar og hrærir þær síðan sjálf í þar til gerðum pottum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ítarlegar upp- lýsingar um öll innihaldsefni í vörunum er að finna á heimasíðu Önnu Rósu. Tinktúrurnar innihalda jurtir sem hafa reynst vel við ýmsum kvillum sem Anna Rósa hefur meðhöndlað í gegnum tíðina. HÚÐHREINSUN er mikilvæg áður en við setjum á okkur andlitskrem og þá allt árið um kring eigi kremin að virka. Sum hver erum við haldin svo óstjórnlegri löngun í súkkulaði að við hreinlega ráðum ekki við okkur. Förum jafnvel að haga okkur eins og súkkulaðifíklar, sem er ekki skrítið þar sem sykurinn í súkkulaðinu örvar sömu heilastöðvar og ákveðin fíkniefni. Ýmislegt má þó gera til að fyrirbyggja eða draga úr löngun í súkkulaði. Til dæmis með því að borða hnetusmjör, banana, hnetur eða ávexti í staðinn fyrir súkkulaði. Eða bíða í korter en þá eru líkur á að löngunin hverfi. Svo getur verið gott að hreyfa sig, því enda þótt hreyfing sé kannski ekki eins fullnægjandi og gómsætt súkkulaði eykur hún framleiðslu serotónóins við heilann, sem vitað er að gerir menn glaða. Þá hafa sumir reynt dáleiðslu- eða nálastungu- meðferð til að sigrast á vandanum. Ef ekkert virkar er alltaf ágætt að muna að dökkt súkkulaði er hollara en ljóst. Glíman við súkkulaði Ýmis ráð eru í boði til að vinna bug á löngun í súkkulaði. LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 dömuskór stærðir 36-42herraskór stærðir 39-47 Glæsilegu Vanity Fair haldararnir komnir aftur. 7990 kr. HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.