Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 26
26 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Sigurfinnur Sigurjónsson skrif- ar um skipulagsmál Gunnar Valur Gíslason, forstjóri byggingarfélagsins Eyktar, skrifaði grein í Fréttablaðið laug- ardaginn 21. nóvember sl. þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að útboðsferli í opnum útboðum séu gagnsæ og opin. Undirritaður er fullkomlega sammála Gunnari um mikilvægi þess að afgreiðsla mála eftir opnun útboða séu opin og gagnsæ. Þótt þetta eigi að sjálf- sögðu við um öll opin útboð er þetta sérstaklega mikilvægt hjá sveitar- félögunum og öðrum opinberum aðilum sem höndla með opinbert fé. Það er óþolandi þegar verk- kaupar í opnum útboðum ganga fram hjá lægstbjóðendum til að koma „sínum mönnum“ að. Þetta virðast Eyktarmenn hafa fengið að reyna á eigin skinni á Akureyri nýlega, og varð þeim til- efni til skrifa. Gunnar Valur nefnir tvö nýleg dæmi þar sem Eykt átti hlut að máli. Annað þeirra er útboð Reykjavíkurborgar vegna fram- kvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem Gunn- ari þótti sjálfsagt og eðlilegt að samið yrði við Eykt ehf. Gunnar eyðir nánast hálfri grein sinni í að réttlæta afgreiðslu borgarinn- ar, þar sem hann segir lægstbjóð- anda ekki hafa uppfyllt tvö atriði í skilyrðum útboðsgagna, þ.e. eigið fé ekki hærra en 30 milljónir og að lægstbjóðandi hafi ekki áður unnið verkefni af sömu stærðargráðu og umrætt verkefni. Þar fer Gunn- ar Valur einfaldlega með rangt mál. Það liggur algjörlega fyrir að lægstbjóðandi, Fonsi ehf., upp- fyllir öll skilyrði sem gerð voru í útboðsgögnum. Að mati verkkaupa voru upplýsingarnar um eigin- fjárstöðu of nýjar en fannst ekki taka því að biðja um upplýsing- ar um reynslu Fonsa ehf. í verk- efni af sömu stærðargráðu heldur nýtti sér nokkurra mánaða gömul gögn sem send voru inn til borgarinnar af öðru tilefni. Fólk getur svo velt því fyrir sér, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, hvort séu betri og áreiðanlegri upp- lýsingar, ársskýrsla fyrir árið 2008 eða 8 mánaða uppgjör ársins 2009. Eða var það kannski eitthvað annað sem þarna hafði áhrif? Skipti það kannski megin máli í þessu tilviki hver var næstlægstur? Fram hefur komið í fréttum að Eykt ehf. styrkti Framsóknar- flokkinn í Reykjavík um 5 milljónir króna fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar sagði svo í sjón- varpsfréttum nýlega að „Eyktin hafi líka styrkt Samfylkinguna og Sjálf- stæðisflokkinn um milljónir“. Við aðstæður sem nú eru á bygginga- markaði, þar sem verktakar berjast um öll verkefni, stór og smá, kemur kannski ekkert á óvart að menn fari að krefja um „endurgreiðslu“. Getur Fonsi ehf. eða aðrir verktakar sem ekki hafa greitt í kosningasjóði gert ráð fyrir að fá sann- gjarna og eðlilega meðferð við slíkar aðstæður? Í ljósi þess að Gunnar Valur vill hafa hlutina „opna og gagnsæja“ væri kannski eðlilegt að hann upplýsti okkur um hvaða stjórnmálaflokka og einstaklinga Eykt ehf. styrkti fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar, í hvaða sveit- arstjórnum og um hve háar upp- hæðir. Þá væri líka fróðlegt fyrir mig, sem aldrei hef styrkt nokkurn stjórnmálamann eða flokk fjár- hagslega, að fá að vita hvað menn hafa upp úr slíku. Hvernig fá menn greitt til baka? Varla setur nokkur aðili margar milljónir í slíkt og fær ekki neitt fyrir, eða hvað? Ég vil taka það fram að það hefur alls ekki verið ætlun mín að fara í karp við Eyktarmenn og lít á engan hátt á þá sem andstæðinga eða óvini, en tel mig hins vegar knúinn til að svara þessum skrifum Gunn- ars vegna þeirra röngu upplýsinga um fyrirtæki mitt sem hann heldur fram í grein sinni. Ég styð Eykt fullkomlega í máli þeirra gegn Akureyrarbæ, þar sem verkkaupi virðist hafa gengið fram hjá lægstbjóðanda til að koma öðrum verktaka að, kannski vegna þess að hann er heimamaður eða af öðrum ástæðum sem eru okkur hinum ókunnar. Að lokum tek ég undir það með Gunnari, að það er gríðarlega mikil- vægt að í opnum útboðum séu verk- ferlar opnir og gagnsæir. En legg áherslu á það til viðbótar að þetta eigi við í öllum tilvikum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að verktakar starfi á gagnsæjan og heiðarlegan hátt og „kaupi“ sér ekki velvild verkkaupa. Höfundur er framkvæmdastjóri Fonsa ehf. Eykt og gegnsæið UMRÆÐAN Árni Björnsson skrifar um ís- lenskt mál Bergsteinn Sigurðsson skrif-ar bakþanka í Fréttablaðið 27. nóvember og kvartar yfir áhyggj- um ‘sjálfskipaðra málverndara’ á bloggsíðum af ‘hnignun íslensk- unnar’. Viðhorf hans er gamal- kunnugt. Svo lengi sem ég man eftir hafa kokhreystimenn á borð við hann klifað á því að íslensk tunga hlyti að vera löngu komin niður í endaþarm, ef nokkurt mark væri takandi á málræktend- um. Það virðist fara þessi lifandis skelfing í taugarnar á sumu fólki að nokkur skuli voga sér að amast við ambögum í málfari. Af hverju bregðast menn svona illa við? Af hverju finnst mönnum ekki held- ur gaman að þessu? Ég man sjálfsagt lengra aftur en Bergsteinn eða rúma sex áratugi þegar fyrst var farið að halda úti leiðbeiningum um málfar í útvarpinu. Þar reið á vaðið Björn Sigfússon, fyrrum háskólabókavörður. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stöðug árvekni opinberra eða sjálfskipaðra málverndara, ekki síst inni á heimilum, hefur átt mikinn þátt í því að íslensk tunga er þrátt fyrir allt enn í frem- ur þokkalegu horfi. Án þeirra er öldungis óvíst hvernig ástandið væri. Hugsanlega hefði allt bjargast af sjálfu sér, en hefði illa farið, yrði það aldrei aftur tekið. Og það er ógerningur að sjá að árvekni í tungu- ræktarmálum sé nokkrum einasta manni til skaða. Það hefur verið furðuleg árátta síðustu áratugi meðal ákveðins hóps að stimpla málrækt og þjóðrækt sem þjóðrembu og jafnvel fasisma. Maður spyr hvort það sé ástæða þess að enginn fjölmiðill vogar sér lengur að gagnrýna mállýti. Hvorki Morgunblaðið né Fréttablaðið þótt skylt sé að geta þess að hið síðarnefnda er nýlega byrjað að birta notalegar athugasemdir um málfar undir samheitinu Tungutak. Ekki einu sinni Ríkisútvarpið virðist þora að taka á þessu, þótt það hafi myndað sér mál- stefnu fyrir hálfum þriðja áratug. Útvarp- ið hefur mjög haldið að sér höndum í þessu efni á seinustu árum og látið sér nægja að spjalla um ýmis skemmtilegheit í orða- forðanum sem vissulega er góðra gjalda vert. Þá er ekki annað en bloggið eftir til daglegrar umræðu, en nú er líka farið að amast við því að menn bloggi um málfars- efni. Höfundur er þjóðháttafræðingur. Nöldur um nöldur ÁRNI BJÖRNSSON SIGURFINNUR SIGURJÓNSSON Nú getur þú flogið ódýrt frá Keflavík til Grænlands. Það kostar aðeins 23.179 kr.* að fljúga aðra leiðina að fljúga á slóðir Eiríks Rauða í Narsarsuaq og fyrir 27.657 kr.** kemstu til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Flogið verður til beggja áfangastaðanna á tímabilinu 5. maí - 12. júlí og 8. - 29. september 2010, en einnig verður flogið til Nuuk frá 19. júní - 4. september. Innifalið í verðinu er flug aðra leiðina ásamt öllum sköttum og gjöldum. Gríptu tækifærið og bókaðu núna á airgreenland.com * Miðað við MasterCard kortagengi 27.11.09: 25,44 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK. ** Verð 1.087 DKK - miðað við MasterCard kortagengi 27.11.09: 25,44 ISK = 1DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK. NÝTT Á Í SLANDI FLJÚGÐU ÓDÝRT 5 . MAÍ – 2 9. SEPT. 2 010 Grænland önnur leiðin frá aðeins: 23.179 ISK* 911 DKK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.