Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 22
22 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Umhverfisráðstefnan sem hald-in verður í Kaupmannahöfn
8.-15. desember gæti orðið ein mik-
ilvægasta alþjóðaráðstefna seinni
tíma. Á hinn bóginn gæti hún einn-
ig orðið enn ein misheppnuð til-
raun til að taka á vanda sem ríki
heimsins hafa ekki ráðið við til
þessa: Vanda hnattrænnar meng-
unar. Hnattræn mengun af manna
völdum er glænýtt fyrirbæri í
mannkynssögunni; afleiðing af
iðnvæðingu og fólksfjölgun und-
anfarinna áratuga. Hvort tveggja
kallar á aukna orkunýtingu sem
bæði gengur á auðlindir heimsins
og skapar hnattræna mengun.
Mengun af manna völdum var
einungis staðbundin fram á 19.
öld. Staðbundin mengun verður
af völdum efna sem fara út í and-
rúmsloftið og geta valdið meng-
un í nánasta umhverfi ef styrkur-
inn fer yfir ákveðin mörk. Þessi
efni geta haft neikvæð áhrif á
lífríki og heilsu manna í nán-
asta umhverfi. Hnattræn meng-
un er annars eðlis. Hún orsakast
af því að mikið magn tiltekinna
efna, svokallaðra gróðurhúsaloft-
tegunda, safnast fyrir í andrúms-
loftinu og getur aukinn styrkur
þessara lofttegunda í andrúms-
lofti leitt til loftslagsbreytinga.
Ekki skiptir máli hvar á hnett-
inum uppsprettur slíkrar losun-
ar eru, heldur skiptir máli hvert
er heildarmagnið sem er losað
út í andrúmsloftið á allri jörð-
inni. Aukin hitnun andrúmslofts-
ins undanfarna öld stafar m.a. af
þessum ástæðum og getur haft
varhugaverðar afleiðingar. Vist-
kerfi jarðarinnar er háð sífelldum
breytingum en miklar hnattræn-
ar breytingar á skömmum tíma
munu raska lífskjörum manna og
fleiri lífvera á hátt sem erfitt er
að spá fyrir um.
Það kemur illa við marga þegar
bent er á neikvæðar afleiðing-
ar af þeirri auknu velsæld sem
iðnvæðingin hefur skapað fyrir
stóran hluta mannkyns og flestar
þjóðir dreymir um að öðlast. Jafn-
vel hefur verið talað um dóma-
dagsspár í því samhengi eða þá að
gefið er í skyn að náttúrufræðing-
ar um víða veröld séu í alheims-
samsæri gegn blásaklausum orku-
fyrirtækjum. Þar að auki ganga
hugmyndir um minni orkunýt-
ingu gegn grunnhugmynd kapít-
alismans um ótakmarkaða þenslu.
Aukin orkunýting, að verulegu
leyti ósjálfbær, var grundvallar-
þáttur í hagvexti 20. aldar.
Þetta er ástæðan fyrir því að
Bandaríkjastjórn kom í veg fyrir
heimssamkomulag um minnk-
un á losun gróðurhúsaloftteg-
unda í Kyoto 1997. Þar var á ferð
sendinefnd mönnuð frjálslyndum
demókrötum og leidd af sjálfum
Al Gore. Vilji bandaríska öldunga-
ráðsins var hins vegar skýr og
setti ríkisstjórn Bandaríkjanna
óyfirstíganlegar skorður sem
snerust eingöngu um efnahags-
lega hagsmuni. Kostnaður við að
ná kjöri á Bandaríkjaþing er svo
mikill að orkufyrirtækin hafa öfl-
ugt tak á þingmönnum og virðist
ekkert vera að draga úr því. Þess
vegna hafa væntingar til þess að
Bandaríkjaforseti muni standa að
samkomulagi sem mark er á tak-
andi verið frekar litlar. Á hinn
bóginn kemur þægilega á óvart
að leiðtogar Kína hafa sýnt vilja
til að draga úr orkuneyslu en til
þessa hefur stefna þeirra verið sú
að þetta sé fyrst og fremst vanda-
mál sem ríkustu þjóðir heims
þurfi að taka á. Yfirlýsing forseta
Bandaríkjanna og Kína í síðasta
mánuði um að þeir vilji bindandi
samkomulag um minnkun á losun
gróðurhúsalofttegunda gefur góð
fyrirheit, en rétt er þó að gera
þann fyrirvara að þeir voru fáorð-
ir um það hversu langt þurfti að
ganga. Forsætisráðherra Dan-
merkur er hins vegar ómyrkur í
máli og talar um 80% niðurskurð í
losun gróðurhúslofttegunda fyrir
2050. Það verður enda að teljast
lágmark ef meiningin er að takast
á við vandamálið af alvöru.
Ef einhver ástæða er til þess að
binda vonir við fundinn í Kaup-
mannahöfn felst hún í því að æ
fleiri gera sér grein fyrir þeim
kostnaði sem felst í núverandi nýt-
ingu á takmörkuðum gas- og olíu-
lindum jarðar. Í fyrsta lagi er það
augljóst að rányrkja á takmörk-
uðum auðlindum gengur ekki til
lengdar; það er einungis spurn-
ing um tíma hvenær þarf að hugsa
málin upp á nýtt og í hlut hvaða
kynslóðar það kemur. Í öðru lagi
þá er fyrirsjáanlegur kostnaður
við að viðhalda núverandi orku-
nýtingu næstu áratugina gríðar-
legur og jafnast á við kostnaðinn
af því að draga úr orkunýtingu og
eyða frekar peningum í að þróa
vistvænni orkugjafa. Það er ein-
ungis tímaspursmál hvenær þarf
að taka á þeim vandamálum sem
orkufrekur iðnaður hefur skapað.
Þarf allt að vera komið í þrot áður
en leitað verður annarra lausna?
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um
fjármál Reykjavíkurborgar
Drög að fjárhagsáætlun eru nú í mótun þar sem við blasir sársaukafullur nið-
urskurður. Meðal annars í mennta- og leik-
skólamálum. Stjórnlaus hækkun húsnæð-
iskostnaðar á kjörtímabilinu eykur mjög á
vandann og gerir niðurskurðinn sársauka-
fyllri. Á kjörtímabilinu hefur kostnaður
borgarinnar vegna húsnæðis rokið upp úr öllu valdi
og nálega tvöfaldast. Var 4,6 milljarðar í árslok
2005, síðasta heila árið sem Reykjavíkurlistinn var
við völd, en er í árslok 2009, eftir kjörtímabil sjálf-
stæðismanna 8,8 milljarðar. Þessi hækkun er í engu
samræmi við verðlagsþróun. Þetta þýðir að nú þegar
skera þarf niður kemur það enn harðar niður á þjón-
ustu borgarinnar við borgarbúa.
Húsnæðiskostnaður menntasviðs hefur til dæmis
aukist á kjörtímabilinu úr 2,1 milljarði í 4,1 millj-
arð. Þetta tekur verulega í nú þegar boðaður hefur
verið niðurskurður í menntamálum. En þar sem
ekki er hægt að skera niður húsnæðiskostnaðinn,
sem hefur vaxið frá upphafi kjörtímabilsins úr 16%
af heildarútgjöldum menntasviðs í 22%, mun niður-
skurðurinn bitna harðar á innra starfi skólans.
Samfylkingin lagði fram eftirfarandi
tillögu við afgreiðslu síðustu fjárhagsá-
ætlunar, fyrir um ári síðan: Borgarstjórn
samþykkir að við endurskoðun fjárhagsá-
ætlunar fyrir 1. mars verði unnar tillögur
að hagræðingu í húsnæðismálum þannig
að 2-5% sparnaður náist á næstu þremur
árum. Sérstaklega verði hugað að bættri
nýtingu húsnæðis og endurskoðun dýrra
leigusamninga við einkaaðila sem taka
til sín mikið fé, s.s. Höfðatorg, Íþrótta-
og sýningahöll og Egilshöll í Grafarvogi.
Meirihlutinn hundsaði tillöguna eins og aðrar
góðar tillögur frá minnihlutanum.
Eftir fyrirspurnir og eftirgangsmuni hefur
einnig fengist staðfest að verklagsreglum hefur
ekki verið fylgt þegar kemur að ákvarðanatöku
um nýframkvæmdir. Þannig hafa framkvæmd-
ir verið samþykktar án þess að nokkur grein hafi
verið gerð fyrir rekstrarkostnaði (innri leigu)
sem af þeim leiðir eða sá kostnaður samþykktur.
Þannig hefur húsnæðiskostnaður aukist í blindni
hjá borginni eftir að sjálfstæðismenn tóku við
stjórn hennar, þannig er ekki hægt að reka sveit-
arfélag.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
Óstjórn í borginni
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Söguleg ráðstefna
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG | Loftslagsmál
Framsókn réttir sinn hlut
Nýverið upplýstist að umframkostnað-
ur Seðlabankans af setu hins útlenda
Daniel Gros í bankaráði Seðló er um
fimm milljónir á ári. Gros er fulltrúi
Framsóknarflokksins í ráðinu. Þessar
upplýsingar komu greinilega illa við
framsóknarmenn sem nú ætla að
rétta sinn hlut. Spyrja þeir því, í nafni
Eyglóar Harðardóttur, um kostnaðinn
við störf Sveins Haralds Öygards og
Önnu Sibert sem situr í pen-
ingastefnunefnd bankans.
Bæði eru/voru á vegum
Samfylkingarinnar. Hahaha,
munu framsóknarmenn
segja þegar í ljós kemur
að kostnaðurinn vegna
Sveins var hærri en vegna
Daniels. Þannig er nú
pólitíkin.
Á annars vegum
Fátt bendir til þess að Guðlaugur
Sverrisson, formaður stjórnar Orku-
veitu Reykjavíkur, sé í því starfi á eigin
forsendum. Og fátt bendir reyndar til
að hann sé formaður stjórnar þessa
risavaxna borgarfyrirtækis fyrir hönd
Framsóknarflokksins. Ákvörðun hans
um að hætta við að sækjast eftir
þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosn-
ingarnar í vor eftir að Óskar Bergsson
hafði fallið út í slagnum um
fyrsta sætið rennir stoðum
undir þá kenningu að Guð-
laugur sé formaður stjórnar
OR á forsendum Óskars
og fyrir hönd Ósk-
ars. Það er
skrýtið.
Bara n
Einhver undarlegasta röksemdafærsla
í gjörvallri stjórnmálasögu lýðveldisins
var færð fram á þingi í síðustu viku.
Þá sagði Kristján Möller samgöngu-
ráðherra efnislega að þar sem sjór
og snjór væru lík orð væri í góðu lagi
að nota peninga sem ætlaðir eru
til snjóflóðavarna til sjóflóðavarna.
Aðeins munaði einu n-i. Samkvæmt
þessu væri annað upp á teningnum
ef mar og fönn væru viðteknu
orðin í málinu. En þó að n til
eða frá skipti ekki alltaf máli í
hugum ráðherrans þá skiptir það
stundum máli. Í gamla daga var
Kristján Möller ritstjóri málgagns
kratanna á Siglufirði. Þeir
kölluðu blaðið sitt Neista.
bjorn@frettabladid.is
Í
viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í
útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa
þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar stagl-
umræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir
manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll
okkar skip og hinna sem stóðu hjá og fylgdust úr skjóli stjórnarand-
stöðu með frækilegum glæfrasiglingum á sundum alþjóðaviðskipta:
nú er það þeirra sósíalistanna og sósíaldemókratanna að berjast
fyrir að þjóðin taki á sig klafa skulda fyrir óreiðumenn, skjólstæð-
inga íhaldsins og Framsóknar. Hin sögulega íronía getur tekið á sig
stórfenglegar myndir.
Og skuldaskilin eru ekki síður stórfengleg: nú eru stjórnvöld
krafin um að standa á sínu, ári eftir að uppgjöfin var undirrituð,
skilmálar samþykktir í stórum dráttum – og þeir sem þá stóðu að
undirritun eru nú kvabbandi við dyrnar og kvarta yfir smáa letrinu.
Og enn stækkar sá hópur sem leggur hart að forseta Íslands að nýta
málskotsréttinn og skjóta samþykkt þessa skuldasamnings til þeirra
sem eiga að taka upp veskið og borga – þjóðarinnar sjálfrar.
Er nema von að menn beri ótta í brjósti yfir framtíð lýðveldisins
á þessari eyju, telji dag sjálfstæðis liðna – svo langt sem það dugar
nema að nafninu til margskuldugum ríkissjóði, gjaldþrota fyrir-
tækjum og heimilum? Glutruðum við því niður með opin augun?
Var lýðveldið fórnin sem við gáfum eftir fyrir einkavæðingar- og
viðskiptafrelsisdrauma Verslunarráðs og Sjálfstæðisflokksfor-
ystunnar, allra sem fylgdu þeirra hugsjónum um „frelsið“ að málum
í kosningum eftir kosningum? Rætist það á næsta áratug eru það
einhver ömurlegustu eftirmæli um borgaralegar hreyfingar sem
má hugsa sér.
Á sama hátt væri það athyglisvert hlutskipti hreyfinga sem kenna
sig við lýðræði að setja sig upp á móti kröfu Indefence-manna. Ekki
hefur í annan tíma verið jafnbrýnt að allir atkvæðabærir menn
fái að taka ákvörðun og ábyrgð á þeim dýra samningi sem nú er
í umræðu á Alþingi, jafnskjótt og öll samningsatriðin hafa verið
afgreidd svo meirihluta þingsins líki – eða líki ekki – því þannig er
sá samningur.
Ekki er að finna sterkari samningsstöðu en þá að skuldasamning-
ur sem þessi fari í þjóðaratkvæði. Sú afgreiðsla myndi njóta alþjóð-
legrar athygli. Hvað sem það þýddi fyrir skuldir lands, bankastofn-
anir, fyrirtæki og heimili? Vilji menn láta hræðslugæðin lönd og leið
og láta skeika á sköpuðu – taka slaginn – er hverjum manni hollast
að vita hvaða afleiðingar slík fullveldisyfirlýsing hefur í samfélagi
vestrænna ríkja: þá er ríkisstjórnin sem taldi sig hafa meirihluta
fyrir samningnum að óbreyttu samsett af ómerkingum, allt embætt-
ismannahyskið líka, svo ekki sé talað um stjórnarandstöðuna sem
breytir um afstöðu eftir stólum. Yrðu forystumenn fullveldisins þá
endanlega afgreiddir í samfélagi þjóðanna sem óreiðumenn líka?
Og hvað þýddi færi ríkisábyrgð í þjóðaratkvæði og yrði samþykkt?
Eða felld?
Ættbálkurinn íslenski stærir sig mjög af þjóðarheitinu. Það er
stórt orð Hákot. Í dag er okkur hollt að minnast aðstæðna í Reykja-
vík 1. desember 1918 í miðjum mannskæðum inflúensufaraldri eftir
jarðelda og á nýbyrjuðum hörkuvetri. Þá vorum við fátæk til alls,
áttum hvorki för né föt.
Hvaða manndóm kjósum við að sýna nú?
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?
Fullveldið
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225