Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 52
 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR48 ÞRIÐJUDAGUR ▼ ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁR EINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. STÖÐ 2 Sjónvarpsáhorf mitt miðast ekki bara við það sem sjónvarpið sýnir heldur líka hvað er á flakkaranum mínum. Nú finnst mér ég loksins vera minn eigin dagskrárstjóri, eins og var gamla slagorðið frá fyrstu árum VHS-spólunnar. Tvo yfirburðagrínþætti bandaríska má nú sjá á Skjá einum, ameríska Office og 30 Rock. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtu röðina af Office og þriðju röðina af 30 Rock, en í heimalandinu er þetta komið einni röð lengra. Þættirnir eru skemmtilegir af því að þeir eru ekki þunnir og heimskulegir, heldur ögn „dýpri“ en maður á að venjast. Ég hélt reyndar þegar amerísku Office byrjuðu að þeir yrðu algjört drasl við hliðina á upprunalegu ensku þáttunum, en þar hafði ég rangt fyrir mér. Steve Carell gefur Ricky Gervais lítið eftir, er jafnvel enn fyndnari, og líka viðkunnanlegri. Allt starfsfólkið á amerísku pappírssölunni er svo eftirminnilegt að maður er eiginlega búinn að gleyma öllum sem voru í ensku þáttunum, enda langt síðan maður sá þá. Þættirnir 30 Rock hafa slegið í gegn sem er ekkert skrýtið því þetta er hið fínasta stöff. Þættirnir eru kannski ekki alveg jafn góðir og frumlegir og Office, en alveg fínir 21 mínútu skammtar af gríni og glensi. Mér finnst samt eins og þættirnir hafi orðið heimskulegri í seinni tíð, eins og menn vilji halda í aukið áhorf með því að gera grínið meira „allra“. Það væru mistök. Hvað meira glápir maður á? Það er nú varla að ég nenni lengur að horfa á House. Það er alltaf það sama sem gerist í þeim. Sjúklingur fær mismunandi sjúkdómseinkenni þar til hinn grútleiðinlegi House hittir á rétta lausn. Álíka rútína er í Medium. Þar vaknar Allison DuBois sífellt upp við vondan draum og leysir svo málin. Maður dauðvorkennir manninum hennar fyrir að fá aldrei að sofa í friði. Ég væri fyrir löngu farinn að sofa með eyrnatappa. Þættirnir Criminal Minds hafa skánað í seinni tíð. Ókei í hallæri. Ég væri alveg til í að horfa meira á Simpsons-fjöl- skylduna en Stöð 2 sýnir þá bara í einhverjum illskiljanlegum graut og er aldrei með nýja þætti. Og svo eru það náttúrulega fíflin í Klovn. Þar fer snilld sem maður missir helst ekki af. VIÐ TÆKIÐ DR. GUNNI HORFIR Á ÞÆTTI Í SJÓNVARPINU Snilld og annað sæmilegt 20.00 Hrafnaþing Auður Bjarnadóttir, ráðningastjóri Capacent, og Gunnar Haug- en, framkvæmdastjóri Capacent, ræða um atvinnuleit og starfsumsóknir á atvinnuleys- istímum. 21.00 Græðlingur Guðríður Helgadóttir leiðbeinir fólki um haustverkin í garðyrkju. 21.30 Mannamál Sjónvarpsmaðurinn og alþingismaðurinn Sigmundur Ernir Rún- arsson snýr aftur í sjónvarp með þátt sinn Mannamál. 15.15 Útsvar (Kópavogur - Mosfells- bær) (e) 16.20 Leiðarljós 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Frumskógar Goggi (9:26) 17.32 Kóngulóarbörnin í Sólarlaut 17.55 Skellibær (11:26) 18.10 Fréttaaukinn (e) 18.45 Jóladagatalið - Klængur sniðugi Leikbrúðuþættir um Klæng sniðuga og æv- intýri hans eftir Davíð Þór Jónsson og Stein Ármann Magnússon. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.20 Stelpurnar okkar Heimilda- mynd um baráttu íslenska kvennalands- liðsins í fótbolta um að komast á Evrópu- meistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.25 Njósnadeildin ( Spooks VII) (8:8) Breskur sakamálaflokkur um úrvalssveit innan bresku leyniþjónustunnar MI5 sem glímir meðal annars við skipulagða glæpa- starfsemi og hryðjuverkamenn. Meðal leik- enda eru Peter Firth, Richard Armitage og Hermione Norris. 23.20 Dauðir rísa (Waking The Dead V) (8:12) (e) 00.10 Kastljós ( e) 00.40 Dagskrárlok 08.00 Norbit 10.00 The Truth About Love 12.00 The Last Mimzy 14.00 Norbit 16.00 The Truth About Love 18.00 The Last Mimzy 20.00 Backbeat Leikin mynd sem lýsir fyrstu árum Bítlanna er þeir störfuðum sem pöbbaband í Hamborg. Kastljósinu er eink- um beint að „gleymda Bítlinum“ Stuart Sutcliffe. 22.00 Final Destination 3 00.00 Shottas 02.00 The Business 04.00 Final Destination 3 06.00 Dying Young 15.25 PGA Tour 2009 Sýnt frá Childr en‘s Miracle Network Classic-mótinu í golfi. 18.25 Spænsku mörkin Allir leikir um- ferðarinnar í spænska boltanum skoðaðir. Öll mörkin og öll bestu tilþrifin á einum stað. 19.20 Bestu leikirnir: Fylkir - Þróttur 18.08. 2003 Árið 2003 byrjaði Þróttur vel í Landsbankadeildinni og var í toppbaráttunni eftir fyrri umferðina. Þróttarar töpuðu fyrstu fjórum leikjunum í seinni umferðinni þegar kom að leik við Fylki í Árbænum sem var í bullandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. 19.50 Man. Utd. - Tottenham Bein útsending frá leik í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. 21.50 Meistaradeild Evrópu: Frétta- þáttur Skyggnst á bak við tjöldin og viðtöl tekin við leikmenn og þjálfara. 22.20 World Series of Poker 2009 Sýnt frá World Series of Poker 2009 en þangað voru mættir til leiks allir bestu og snjöllustu pókerspilarar heims. 23.15 Man. Utd. - Tottenham Útsending frá leik í enska deildabikarnum. 16.50 Fulham - Bolton Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 18.30 Coca Cola mörkin Sýnt frá öllum leikjunum í Coca-Cola deildinni. Öll flottustu mörkin og tilþrifin á einum stað. 19.00 Everton - Liverpool Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 20.40 Arsenal - Chelsea Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 22.20 Premier League Review Rennt yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og allt það helsta úr leikjunum skoðað gaum- gæfilega. 23.15 Portsmouth - Man. Utd. Útsend- ing frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 06.00 Pepsi MAX tónlist 07.30 Matarklúbburinn (3:6) (e) 08.00 Dynasty (17:29) (e) 08.50 Pepsi MAX tónlist 12.00 Matarklúbburinn (3:6) (e) 12.30 Pepsi MAX tónlist 16.10 90210 (9:22) (e) 16.55 Fyndnar fjölskyldumyndir (e) 17.25 Dynasty (18:29) 18.15 Fréttir 18.30 Game Tíví (11:14) (e) 19.00 Rules of Engagement (13:15) (e) 19.30 Fréttir (e) 19.45 King of Queens (8:25) (e) 20.10 According to Jim (14:18) Banda- rísk gamansería með Jim Belushi. 20.35 Innlit/ Útlit (6:10) Ný, styttri og hraðari útgáfa af einum vinsælasta þætti Skjás eins frá upphafi. 21.05 Nýtt útlit (9:10) Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen veit- ir venjulegu fólki nýtt útlit, allt frá förðun til fata. 21.55 Nurse Jackie (7:12) Jackie þarf að sinna manni með steikarhníf í brjóstkassan- um á meðan Akalitus hugsar um ungabarn sem skilið var eftir á spítalanum. 22.25 United States of Tara (7:12) Charmaine fer í brjóstaaðgerð og vonast til að Tara geti haldið hinum persónunum í skefjum á meðan hún jafnar sig. 22.55 The Jay Leno Show 23.40 CSI: New York (12:25) (e) 00.30 King of Queens (8.25) (e) 00.55 Nurse Jackie (7:12) (e) 01.25 Pepsi MAX tónlist 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Áfram Diego, áfram!, Maularinn og Bratz. 08.15 Oprah 08.55 Í fínu formi 09.10 Bold and the Beautiful 09.30 The Doctors 10.15 In Treatment (22:43) 10.50 Cold Case (1:23) 11.45 Smallville (9:20) 12.35 Nágrannar 13.00 The Holiday 15.10 Sjáðu 15.35 Barnatími Stöðvar 2 Tutenstein, Ben 10, Ruff‘s Patch og Áfram Diego, áfram! 17.03 Bold and the Beautiful 17.28 Nágrannar 17.58 The Simpsons (23:23) 18.23 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Íþróttir 18.54 Ísland í dag 19.11 Veður 19.20 Two and a Half Men (5:24) Charlie Sheen og John Cryer snúa aftur sem Harper-bræðurnir gerólíku, Charlie og Alan. 19.50 Fangavaktin Eftir hungurverkfall- ið fær Georg loksins fræðasetrið sitt og virkj- ar allt fangelsið í uppsetningu þess. Daníel á hinn bóginn fær að fara í bæjarferð á meðan Ólafur hittir pabba sinn aftur. 20.35 Two and a Half Men (16:24) 21.05 The Big Bang Theory (12:23) Gamanþáttur um eðlisfræðingana Leonard og Sheldon sem eru afburðasnjallir á sínu sviði en eiga í stökustu vandræðum með samskipti við annað fólk, einkum og sér í lagi hitt kynið. 21.30 Chuck (13:22) Chuck Bartowski er mættur í annað sinn. 22.20 Burn Notice (13:16) Njósnar- inn Michael Westen var settur á brunalistann en það er listi yfir njósnara sem eru komn- ir út í kuldann og njóta ekki lengur verndar yfirvalda. Hann reynir nú að komast að því hverjir „brenndu“ hann og af hverju. 23.05 The Unit (5:11) 23.50 Medium (13:19) 00.35 Fringe (1:22) 01.20 A Scanner Darkly 03.00 The Holiday 05.10 Two and a Half Men (16:24) 05.35 Fréttir og Ísland í dag 17.30 Ally McBeal STÖÐ 2 EXTRA 19.50 Man. Utd. – Tottenham, beint STÖÐ 2 SPORT 20.20 Stelpurnar okkar SJÓNVARPIÐ 21.05 Nýtt útlit SKJÁREINN 22.20 Burn Notice STÖÐ 2 > Charlie Sheen „Frægðin er eins og hverflynd hjákona sem getur svikið mann hvenær sem er. Þú eltist við hana og þegar þú loksins nærð henni, veistu ekkert hvað þú átt að gera við hana.“ Sheen fer með hlutverk Charlie Harper í þættinum Two and a Half Men sem Stöð 2 sýnir mánu- dags- til fimmtudagskvöld kl. 19.25 en í kvöld verður einnig sýndur þáttur kl. 20.35. Holtagarðar Opið: Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Kringlan Opið: Laugardag 10-18 Sunnudag 13-17 TEKK COMPANY Sími 564 4400 www.tekk.is GRAPEVINE vínfl öskustandur RINGLINGPARTRIDGEskartgripatré CONCEAL Ósýnilega hillan! WALLFLUTTER veggskraut BIJOU skartgripatré THINKER myndarammi 30% AFSLÁTTUR AF UMBRA GLÆNÝ SENDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.