Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 38
34 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
menning@frettabladid.is
Söngkonan María Magnúsdóttir
hefur gefið út plötuna Not Your
Housewife. „Platan var í bígerð
hjá mér í um tvö ár og ég get
alveg sagt að ég lagði sál mína í
hana,“ segir María. „Ég veit ekki
hversu harðar staðreyndir ég hef
fyrir mér í þessu en oftar en ekki
eru það konurnar í eldhúsunum
og nútíma ofurhúsmæðurnar sem
hafa sagt mér að platan fari bara
ekki úr spilaranum. Svo stjórna
ég gospelkór í Árbæ og þar á hver
einasta kona í kórnum eintak,“
segir hún.
Á plötunni eru ellefu lög með
textum eftir Maríu og er tónlist-
in blanda af R&B, fönki, djassi
og blús. Með henni á plötunni
spila bræðurnir Börkur og Daði
Birgissynir, Jóhann Ásmundsson
og Magnús Tryggvason Elíass-
en. Hlusta á má á Maríu á www.
myspace.com/mariamagnusdottir.
Húsmæður hrifnar
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR María hefur
gefið út plötuna Not Your Housewife.
Ath kl. 12.34
Í dag hefst jóladagatal Norræna
hússins þriðja árið í röð. Dag-
lega kl. 12.34 til jóla er boðið upp
á ókeypis skemmtun í Vatns-
mýrinni. Líkt og með hefðbund-
in jóladagatöl er það ekki fyrr
en glugginn er opnaður að það
kemur í ljós hvað bíður áhorf-
andans.
> Ekki missa af
Í dag er síðasti dagur sýningar
í Þjóðarbókhlöðunni til heið-
urs Þorsteini Þorsteinssyni,
hagfræðingi og esperantista.
Yfirskrift sýningarinnar er Eitt
tungumál fyrir allan heiminn.
Er sýningin haldin í tilefni af
því að í ár eru hundrað ár
liðin frá því að fyrsta íslenska
kennslubókin í esperanto kom
út. Höfundur hennar var dr.
Þorsteinn Þorsteinsson, hag-
fræðingur og fyrsti forstöðu-
maður Hagstofu Íslands, og
lagði kennslubókin grunn-
inn að fjölbreyttu íslensku
esperanto-starfi á Íslandi.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 01. desember 2009
➜ Tónleikar
20.00 Fyrstu tónleikar Frostrósa verða
haldnir í Höllinni í Vestmannaeyjum.
Miðasala og nánari upplýsingar um
næstu tónleika á www.midi.is.
20.00 Kór Áskirkju heldur jólatónleika
í Áskirkju við Vesturbrún. Á efnisskránni
verða íslensk og erlend jólalög.
21.30 Hljómsveitin Gæðablóð heldur
útgáfutónleika á Bar 46 við Hverfisgötu 46.
22.00 Jazz-kvintett Reynis Sigurðs-
sonar kemur fram á tónleikum á Kaffi
Rósenberg við Klapparstíg. Leikin verður
jazztónlist úr ýmsum áttum.
➜ Sýningar
Snjólaug Guðmundsdóttir hefur opnað
sýningu á vefnaði og flóka í Safnahúsi
Borgarfjarðar við Bjarnarbraut í Borga-
nesi. Alla virka daga kl. 13-18.
Myndlistarnemendur við Listaháskólann
hafa opnað sýningu í Kubbnum við Laug-
arnesveg 91. Opið alla daga kl. 13-16.
➜ Kvikmyndir
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
kvikmynd leikstjórans Peter Kahane „Die
Architekten“ (1990) Sýningin fer fram í
Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði.
Enskur texti. Nánari upplýsingar á www.
kvikmyndasafn.is.
➜ Uppákomur
12.34 Í Norræna
húsinu við Sturlugötu
koma listamenn í
heimsókn í hádeginu,
alla daga fram að
jólum og verða með
uppákomur.
➜ Upplestur
20.00 Í Listasafni Árnesinga við Aust-
urmörk í Hveragerði verður boðið upp
á upplestur. Rithöfundarnir Bragi Ólafs-
son, Gyrðir Elíasson, Jón Kalman Stef-
ánsson og Oddný Eir Ævarsdóttir lesa
upp úr verkum sýnum.
20.00 Í bókaverslun Iðu í Lækjagötu
munu Ólafur Arnarson, Einar Már Guð-
mundsson og Guðni Th. Jóhannesson
segja frá bókum sínum tengdum hrun-
inu. Umræðum stjórnar Halla Tómas-
dóttir.
➜ Fyrirlestrar
12.05 Guðmundur Hálfdánarson flytur
erindið „Er íslenskt fullveldi í kreppu“ í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við
Suðurgötu. Allir velkomnir og enginn
aðgangseyrir.
17.30 Benedikta Jónsdóttir heilsuráð-
gjafi og Trausti Eysteinsson lífsstílsráð-
gjafi flytja erindi hjá Maður lifandi við
Borgartún 24 um leiðir að heilbrigðari
lífsstíl. Nánari upplýsingar www.madur-
lifandi.is.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Útón heldur árlegt jólaglögg í
kvöld kl. 19 til 21 á Café Rosen-
berg við Klapparstíg. Glöggið er
í boði félaga tónlistarmanna og
útgefenda. Svavar Knútur mun
sjá um að koma fólki í gott jóla-
skap á þessu fyrsta kvöldi jóla-
mánaðarins. Í boði verður glögg
og piparkökur auk þess sem
helstu hagsmunasamtök tónlist-
armanna og útgefenda kynna
starfsemi sína á markaðstorgi.
Allir eru velkomnir, bæði innan-
og utanfélagsmenn. Aðgangur er
ókeypis og hægt er að skrá sig á
thorey@utflutningsrad.is.
Jólaglögg hjá
tónlistarfólki
SVAVAR KNÚTUR Svavar Knútur sér um
að koma fólki í jólaskap á Café Rosen-
berg í kvöld.
Pétur Ben er á leiðinni í þriggja vikna tón-
leikaferð um Evrópu í febrúar. „Þetta leggst
mjög vel í mig. Ég hef ekki haft mikinn tíma
til að sinna sjálfum mér. Það er búið að vera
á stefnuskránni í svolítinn tíma en núna er að
myndast gat,“ segir Pétur. Túrinn hefst 17.
febrúar og stendur yfir til 4. mars. Förinni
er heitið til Þýskalands, Hollands, Belgíu og
Sviss, þar sem Pétur verður einn með kassa -
gítarinn. „Ég hlakka mikið til því ég hef
bara túrað úti með bandi. Ég spilaði mikið
einn á kassagítarinn hérna heima og þetta
er skemmtilegur skóli. Þetta er svolítið opið
„format“. Maður getur farið í allar áttir og
breytt mikið til. En ég á eftir að sakna strák-
anna rosalega mikið,“ segir hann og á þar við
hljómsveitina sem hefur spilað með honum.
Pétur vonast til að spila ný lög á tónleika-
ferðinni en þrjú ár eru liðin síðan fyrsta
sólóplatan hans kom út við góðar undirtekt-
ir. „Núna er ég orðinn mjög spenntur að gera
mitt eigið efni,“ segir hann og vonast eftir að
ný plata líti dagsins ljós fyrir næsta sumar.
- fb
Pétur Ben til Evrópu
PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben fer í tón-
leikaferð um Evrópu í febrúar.
Leiklist ★★★★
Jesús litli
Höfundar: Benedikt Erlingsson
(leikstjóri), Bergur Þór Ingólfsson
og Halldóra Geirharðsdóttir
Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson,
Halldóra Geirharðsdóttir og Kristj-
ana Stefánsdóttir
Viku eftir frumsýningu drösl-
aðist ég á nýjasta spunaverk-
efni Benedikts Erlingssonar.
Hann hafði heitið mér að saman
væri komin skemmtileg sýning á
bernskudögum Jesú litla og hafði
fengið í sitt lið Dóru Geirharðs og
Berg – trúðana Barböru og Úlfar
– og tónlistarkonuna Kristjönu
Stefánsdóttur. Maður var bara
spenntur – ofurmennaáhugi Bene-
dikts er reyndar athyglisverður –
þó hann sé í túlkun sinni á tveim-
ur guðspjöllum reyndar að feta í
fótspor Fo, það er Dario, og þar
fyrir aftan er löng hefð kaþólsk
að djóka með guðspjöllin á torg-
um fyrir múgafólk.
Nema hvað: sýningin reynd-
ist vera undarlegur grautur af
skemmtilegum hugmyndum, stíl-
færslum, óperustælingum, prí-
vatskopi, sumu afar þreyttu. Ef
ég þarf eina ferðina enn að sitja
undir sýningu hjá Barböru og
Úlfari sem trekkir áheyrendur
upp á trikkinu að taka sér kúnst-
pásu og bíða eftir klappinu og svo
gera sér mat úr því þá er mér nóg
boðið. Komon krakkar. Þetta er
orðið svo þreytt. Víst er samspil
við áhorfendur ágætisbragð en
sem aðalkryddið er það þreyt-
andi.
Auðvitað er margt skemmtilegt
í þessari sýningu, einkum þegar
þau halda sig við söguna og end-
urgera hana, skoða aðstæðurnar
og koma með sína útgáfu af þeim.
En svo leiðast þau út í predikan-
ir: þarna var langur passus um
bylgjuna sem kjarna alls, sem ég
hafði reyndar heyrt líka í sýn-
ingu á þessum stað nokkru fyrr,
Bláa gullinu. Notkun á baktjaldi
var líka á fullu þar, rétt eins og
í Dauðasyndunum sem Halldóra
og Bergur eru að klára núna með
fleirum á Litla sviðinu.
Það er raunar áberandi með
sýningar Benedikts af þessu
tagi að þær slappast í byggingu
þegar líður á, gliðna. Hér var
reyndar gífurlega falleg viðbót
við myndsmíðina þegar Snorri
Freyr gerbreytir sviðinu í „coup
de théâtre“, sjónrænu trikki, leik-
mynd sem var annars skemmti-
lega útfærð í klínískum litum
stáls, sængurfatnaðar og græn-
um sjúkrahússlit. Það gerðist í
kjölfar undarlega tímasetts atrið-
is með vitringunum þremur sem
kom í ljós að eru forfeður Kas-
pers, Jespers og Jónatans, þar
sem barnamorðin voru til skoð-
unar. Hinum myrtu börnum var
fagnað á himnum með loforði
um endurfæðingu (sic). Hugg-
un harmi gegn eftir að þeim var
slengt á veggi og möskuð á þeim
höfuðin.
Það var sem sagt víða leitað
fanga. Sýningin verður þannig á
köflum afar hljóðlát og væmin í
bland við ruddaskap og snjallan
trúðleik. Gegnum þetta allt siglir
svo stjarna sýningarinnar Kristj-
ana Stefánsdóttir sem skýtur
hinum ýktu trúðum ref fyrir rass
með yndislega smáum leik, full-
komlega öruggri elskusemi og frá-
bærum söng. Hún á fjórðu stjörn-
una sem þessari þriggja stjörnu
sýningu er hér með gefin.
Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Misgæfur færleikur á
ferð með glæsilegum reiðmanni sem
syngur: Kristjönu Stefánsdóttur
Gamla góða jólaguðspjallið
FJÓRÐA STJARNA Kristjana Stefánsdóttir skýtur hinum ýktu trúðum ref fyrir rass í Litli
Jesú
Hvað höfum við lært?
Skrásetjarar hrunsins lesa úr bókum sínum og
ræða stöðu mála í Iðu, 1. desember, kl. 20.00
Komdu og taktu þátt í spennandi umræðum.
Ólafur Arnarson / Sofandi að feigðarósi
Einar Már Guðmundsson / Hvíta bókin
Guðni Th. Jóhannesson / Hrunið
Fundarstjóri: Halla Tómasdóttir
stjórnarformaður Auðar Capital
Lækjargata 2a 101 sími 511-5001 R. opið alla daga 9.00 - 22. 00