Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 42
38 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Tónlist ★★★ 8 Á móti sól Traustur pakki Sex ár eru liðin síðan Á móti sól sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni. Í millitíðinni spilaði bandið inn þekkt íslensk dægurlög á tveimur vinsælum plötum og gerði safnplötuna Á móti sól í 10 ár árið 2006. Hljóm- sveitin telur allar þessar plötur með og fær út að nýja platan sé áttunda plata sveitarinnar. Hún hefur verið í vinnslu í þrjú ár, bæði á Íslandi og í Danmörku, og alls hafa sex lög af ellefu verið sett í útvarpsspilun. Platan er því nokkuð kunnugleg þegar hún kemur í hendur hlustandans. Lagasmíðarnar eru misjafnar eins og gengur. Þrír meðlimir semja, Heimir Eyvindsson hljómborðsleikari mest, en Magni og Sævar gítarleikari líka. Margt nett er sett fram. „Sé þig seinna“ og „Ef þú ert ein“ eru þétt þæg- indapopp, stíft er handboltarokkað í „Ekki sleppa takinu“ og dekkra er yfir „Riddari götunnar“ en fólk á að venjast frá bandinu. Ágætis tilbreyting. Helst setur maður spurningarmerki við ofurvæmnina í „Verst að ég er viss“ og Sálaráhrifin eru einum of augljós í lokalaginu „Árin“. Magni söngvari er oftast að syngja á sveitaballanótunum og á það til að verða full grátklökkur í enda laglína. Gaman er að heyra hann nota rokkröddina sem kom honum langt áfram í Rock Star Supernova. Þetta er allt saman mjög fagmannlega gert, spilirí gegnheilt af áralöngu akkorði og upptaka metnaðarfull. Eini áberandi ókosturinn við plötuna er illa heppnað umslag með allt of litlu letri svo maður þyrfti stækkunargler til að lesa textana. Ég veit ekki hvort það er klaufaskapur eða viljandi gert. Á móti sól er einn af máttarstólpum sveitaballabylgjunnar svokölluðu, sem jafnan er kennd við Suðurland. Þessi plata heldur í þær hefðir sem við- gangast í þeirri deild tilgerðarlausrar dægurtónlistar. Þeir sem hafa ekki fílað Á móti sól til þessa munu fráleitt snúast á band með bandinu eftir þessa plötu. Samband sveitarinnar við aðdáendur sína mun aftur á móti verða enn sterkara, enda er þetta traustur og vel útilátinn pakki. Dr. Gunni Niðurstaða: Plata sem styrkir samband aðdáenda við sveitina en er ekki líkleg til að snúa hinum. Leikarinn Gerard Butler segist hafa átt erfitt með samskipti sín við konur alveg síðan faðir hans yfirgaf fjölskylduna. Móðir hans Margaret ól hann upp ein vegna þess að faðirinn Edward var aldrei til staðar. „Ég hegða mér undarlega í hvert skipti sem ég er með konum. Kannski er það vegna þess að mamma mín ól mig upp ein. Faðir minn sóaði öllum peningunum okkar í veðmál og fór á endanum á hausinn. Þannig að eina nóttina varð fjölskyldan mín að flýja til Kanada. Þá var móðir mín komin fimm mánuði á leið með mig. Því hefur verið hald- ið fram að menn sem alast upp án föður síns óttist að binda sig einni konu.“ Ólst upp án föður síns GERARD BUTLER Leikarinn hefur átt erfitt með að bindast einni konu alla sína ævi. Skálholtsútgáfan Biðst ekki afsökunar á kossi Rihanna segir stærðina skipta máli þegar kemur að karlmönn- um. Í viðtali við þýska tímaritið Bravo er söngkonan spurð hvað karlmaður þurfi til brunns að bera til að heilla hana, en söng- konan hefur verið á lausu frá því að hún sleit sambandi sínu við Chris Brown eftir að hann lagði á hana hendur í febrúar. „Hann þarf að vera góður í rúminu og stærðin skiptir máli. Innri fegurð skiptir líka máli, en án leikfangs- ins er ekkert gaman,“ segir hún. Þá segist Rihanna njóta þess að vera á lausu. „Mér finnst gaman að daðra og ég nýt frelsisins. Ég er ekki að leita að alvarlegu sam- bandi og langar bara til að leika mér.“ Stærðin skiptir máli Frægar uppákomur í beinni: 2009: Kanye West rífur hljóðnem- ann af Taylor Swift á MTV- hátíðinni. 2004: Justin Timberlake afhjúpar brjóst Janet Jackson í hálf- leik Super Bowl-leiksins. 2003: Madonna kyssir Britney Spears á MTV-hátíðinni. Samkynhneigður koss Idol- stjörnunnar Adams Lamb- ert á bandarísku tónlistar- verðlaununum hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkj- unum. Lambert ætlar ekki að biðjast afsökunar. Á verðlaunahátíðinni flutti Adam lagið For Your Entertainment í beinni útsendingu þar sem hann ögraði áhorfendum með því að kyssa karlkyns hljómborðsleikar- ann. Áður hafði hann dregið kven- kyns dansara á fætinum og látið annan dansara herma eftir munn- mökum. Atriðið var sem sagt mjög kynferðislegt og hefur það fallið í grýttan jarðveg hjá Bandaríkja- mönnum. „Ég viðurkenni að ég fór aðeins fram úr sjálfum mér en ég hef annars ekkert út á þetta að setja,“ sagði Lambert. „Ég get vel skilið að ég hafi sært blygðunarkennd fólks en það var ekki ætlunin. Ég vildi bara túlka texta lagsins og skemmta mér við það.“ Sjónvarpsstöðinni ABC sem sýndi frá verðlaunahátíðinni hafa borist fjölmargar kvartanir auk þess sem morgunþáttur stöðvar- innar, Good Morning America, hætti við að fá Lambert í heim- sókn. Sjónvarpsstöðin CBC brá á það ráð að sýna ekki koss karl- anna, þrátt fyrir að hafa á sínum tíma sýnt frægan koss Madonnu og Britney Spears á MTV-verðlauna- hátíðinni. Margir hafa lýst þess- ari afstöðu sem hræsni og virð- ist Lambert vera á sama máli. „Ef það hefðu verið kvenkyns poppar- ar sem hefðu gert það sama og ég hefðu ekki orðið næstum því svona mikil læti. Ég held að þessi gagn- rýni hafi komið vegna þess að ég er samkynhneigður karlmaður.“ Þessi hörðu viðbrögð í Banda- ríkjunum koma Páli Óskari Hjálm- týssyni ekki á óvart. „Eins og ég þekki Ameríkana er helmingur- inn af þeim brjálæðislega aftar- lega á merinni. Ameríka er mjög hrædd þjóð,“ segir hann. „Það er bara austur- og vesturströndin sem er búin að gera sér grein fyrir því að það er eitthvað til sem heit- ir mannréttindabarátta samkyn- hneigðra. Restin er bara biblíubelt- ið. Í því landi býr Adam Lambert. Ef þú gerir svona í beinni útsend- ingu veistu að þú færð viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð.“ freyr@frettabladid.is UMDEILDUR KOSS Adam Lambert kyssir hljómborðsleikarann á bandarísku tónlistar- verðlaununum. Kossinn hefur valdið miklu fjaðrafoki. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.